23.7.2010 | 23:41
Var ég Baugspenni?
Síðustu daga hef ég ítrekað verið spurður að því hvort ég hafi verið Baugspenni. Til að byrja með vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið í veðurblíðunni. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að á vef sem kallast amx.is er eins og látið að því liggja að ég hafi yfirgefið klapplið Baugsfeðga.
Þar segir (http://www.amx.is/fuglahvisl/15316/) í inngangi:
"Bloggarar snúa nú hver á fætur öðrum baki við Baugsfjölskyldunni og eru skrif eins þeirra til marks um breytinguna. Jens Kristján Guðmundsson sem lengi vel var mest lesni bloggari vefsins blog.is skrifar nú um Jón Ásgeir:"
Inngangnum fylgir létt og skemmtileg bloggfærsla sem ég skrifaði á dögunum: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1078288/
Við bloggfærsluna hnýta smáfuglarnir á amx.is eftirfarandi:
"Smáfuglarnir taka ekki undir allt það sem Jens segir í færslu sinni. En þeir velta þó fyrir sér hvort skrifin séu til marks um að nú styðji engir gamla Baugsveldið nema Ólafur Arnarsson, Þorvaldur Gylfason og Ólafur Stephensen?"
Af þessum orðum á amx.is má ráða að ég hafi verið Baugspenni. Ég kannast ekki við neitt í þá áttina. En það er ekkert að marka. Ég kannast ekki við allt. Minnið er stopult.
Í bloggfærslu minni lagði ég út af frétt RÚV um að Jón Ásgeir og systir hans deildu um undirskrift. Við það er því að bæta að JÁJ sendi frá sér yfirlýsingu á Pressunni þar sem hann vísar frétt RÚV á bug sem staðlausum stöfum. Segir að þau systkini greini ekki á um neitt nema eignarrétt á nafninu Bónus.
Fréttastofa RÚV hefur ekki dregið frétt sína til baka og vitnar í greinargerð lögmanns JÁJ þar sem þessu með undirskriftina er víst haldið fram. jÁJ verður klárlega að kæra lögmann sinn og fréttastofu RÚV til að hreinsa sig og systur sína af ásökunum um alvarlega glæpi.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 24.7.2010 kl. 00:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Maður tekur jafn mikið mark á AMX og Baggalúti, nema Baggalútur auglýsir sig sem grínsíðu, amx gerir það hinsvegar ekki.
þannig að amx verður því ekki bara fyndnir, heldur aumkunarverðir að auki.
Skattborgari (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:53
Sennilega er meira en eitt ár sídan thú skrifadir um kaup thín á Jólaöli í NÓATÚNI. Baugspenni verslar ekki í NÓATÚNI. (A.m.k. skrifar ekki slíkur penni um sín vidskipti thar)
Gjagg (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 00:06
Jens !
AMX er sennilega mesti sorpvefurinn !!!
Það er ekki hægt að komast neðar í mannlegum samskiptum !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ef einhverjum öðrum en flokksbundnum sjálfstæðismanni hefði dottið í hug að setja svona sorpvef á stað, þá væru fyrirsagnir í Morgunblaðinu því til sönnunar !
JR (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 00:30
Skattborgari, ég hafði aldrei kíkt á amx.is fyrr en þetta dæmi kom upp. En varð var við að Bubbi kallar þennan vef klámsíðu. Ég þarf að skoða þennan vef betur til að átta mig á honum.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 00:47
Gjagg, myndin af Jólaölinu vekur upp góðar minningar. Ég er klaufalegur í pólitískri rétthugsun þegar kemur að matvöruverslunum. Hinsvegar hef ég ekki verslað í Byko eftir að Byko fór að auglýsa og selja Soda Stream tæki frá hryðjuverkaríkinu Ísrael.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 00:50
JR, ljótt er ef satt er.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 00:51
Í hvert sinn sem ég hef kíkt á amx og lesið eitthvað þá kemur alltaf sama orðið og sama myndin upp í huga mér: Orðið er "rætið" og myndin er af hýenum. Eru það virkilega sjálfstæðismenn sem halda þessu úti?
Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 02:59
Ekki veit ég hvort Baugspennar eru til. Baugsmiðlar kannski.
En á móti koma Hólmsteinsmiðlarnir - og Hólmsteinspennarnir. AMX (Vönduð miðlun frétta) er kannski enn vandaðri Hólmsteinsmiðill en Mogginn sjálfur.
Ég skrifaði um þetta dálítinn pistil. Hér: http://www.jondan.is/jondan/?D10cID=ReadNews&ID=145&CI=75
Skrifaði þetta reyndar sjálfum mér til skemmtunar. En hallast að því að pistillinn sé ekki fjarri lagi.
Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 03:32
Sæll Jens Guð. Endilega haltu áfram að tjá þig á þinn snilldarlega og skemmtilega hátt á blogginu
Það finnast alltaf einhverjir sem flokka fólk án þess að hafa til þess nokkur raunhæf rök.
Það sem vantar mest á Íslandi er einmitt opin og jákvæð umræða á öllum hliðum og sjónarmiðum, og á grundvelli sem er yfir flokka og veldi hafin.
Aldrei hefur mér dottið í hug að þú værir penni annarra en þinna eigin skemmtilegu, hlutlausu og réttlátu skoðana.
Þetta þjóðfélag er allt í sama súpupottinum og hefur það sameiginlegt að vera Íslenskt! Sannar skoðanir eru nauðsynlegar! Haltu áfram að vera þú sanni sjálfur! Oft var þörf en nú er nauðsyn á að fólk tjái sig frá hjartanu!
Magma-málið er okkar stóra verkefni núna og vil ég hvetja alla Íslendinga til að grípa útrétta hjálparhönd Bjarkar Guðmunds með að styðja hennar baráttu fyrir okkur Íslendinga alla! Skrifa þetta með Magna á síðuna þína vegna þess að svo margir lesa hana M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2010 kl. 09:18
Glöggt er gests augað, svo kannski varstu baugspenni án þess að vita það sjálfur.
Amx er líklega skemmtilegasti vefurinn á netinu, sérstakelga grunnstoðin 'Fuglahvísl'. Þar eru nokkrir snillingar à la Hannes Hólmsteinn sem tilbiðja Heilagan Davíð, sem skrifa nafnlaus níð og gróusögur gegn andstæðingum Davíðshirðarinnar, oft ímynduðum andstæðingum. Þeir eru duglegir að ganga í verkfæratösku Fox newsgroup, oft með spaugilegum árangri, t.d. með því að finna viðurnefni á alla þá sem þeir upplifa sem sína helstu andstæðinga, þannig kalla þeir einn Sigga í Fons, annan Ólaf Snilling (ekki voðalega frumlegt, né fyndið)- og eru nokkrir sem þeir kalla Baugspenna (http://www.amx.is/fuglahvisl/15312/), sem er jafnslæmt viðurnefni og gyðingur á tímum Hitler í þeirra huga. Svo grípa þeir til annars ráðs úr Fox verksmiðjunni, það er að reyna að endurtaka 'sannleikann' nógu oft, jafnvel að vitna í sjálfan sig og aðra vefi sem þeir halda úti sjálfir, svo sem Evrópuvaktin. Allt mjög spaugilegt.
Það sem þá skortir er að þeir kunna ekki að skrifa undir rós, né beita hárfínum húmor, þannig að þeir verða kjánalegir og fólk hlær að þeim, ekki með þeim. Svo eru þeir full einsleitir, hafa um svo fá málefni að skrifa, þannig skrifa þeir sömu tvo, þrjá níðfrasana um Egil Helga á hverjum degi, Ólaf Arnalds, sundrungu VG o.s.frv. Þetta verður því leiðingjart fyrir marga mjög fljótt.
En ég hvet fólk til að halda þetta út, ef maður sýnir þeim smá þolinmæði, þá hættir þetta að verða leiðingjarnt og verður bara mjög fyndið í sjálfu sér. Ég hlakka núna til á hverjum degi að sjá hvernig þeir reyna að finna höggstað á Agli, hvern þeir kalla Baugspenna og hvort einhver hefur sagt styggðaryrði í átt að Davíð og þeir þurfa að bregðast snöggt við með því að finna gróusögu um viðkomandi.
Guðmundur A. (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:05
Grefill, mér skilst að það sé LÍÚ sem kostar amx.is. Það leynir sér ekki. Og heldur ekki að sjálfstæðisflokksmenn hamra þarna lyklaborð.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 16:47
Jón, þetta er skemmtileg greining hjá þér. Sérstaklega þykir mér áhugverð tilvitnunin í xd.is: "Undanfarin 18 ár hafa orðið miklar breytingar í íslensku samfélagi, sem er nú orðið opnara og frjálsara en áður. Kjör almennings í landinu hafa batnað mikið á þessu tímabili, kaupmáttur aukist verulega og atvinnuleysi verið með því minnsta sem þekkist í heiminum.“
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 16:51
Anna, ég held áfram og gríp í leiðinni í útrétta hönd Bjarkar.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 16:52
Guðmundur, lýsing þín gerir amx.is sérlega forvitnilegt fyrirbæri. Ég verð að fara að fylgjast með því.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 16:55
AMX er ótrúlega fyndinn vefur. Litlir strákar sem eru logandi hræddir við kommúnista. En enn hræddari við Jón litla Ásgeir.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 24.7.2010 kl. 17:08
Kristín Björg, mér er sagt að Björn Bjarnason sé þarna á meðal strákanna úr kjallaranum hjá Hannesi Gissurarsyni. Þeir skjálfa úr hræðslu þegar þeir kíkja út úr kjallaranum. Og BB líka.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 19:08
amx.is er í herferð gegn þeim sem eru á móti Davíð Oddsyni. Skiptir engu hvort þeir séu saklausir af því eða ekki. Grunaðir anti Davíð-istar skulu leiddir fyrir fallöxi amx strákana....
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.