Missið ekki af Rokklandi!

  Rokkland á rás 2 er þáttur sem helst má ekki missa af.  Síst af öllu í dag.  Þó þetta sé jafnan eðalflottur þáttur undir styrkri stjórn snillingsins Óla Palla þá verður þátturinn í dag extra eðalflottur og toppar flesta eða jafnvel alla fyrri þætti Rokklands.  Það er næsta víst.  Um síðustu helgi var Óli Palli nefnilega - ásamt fjölda annarra Íslendinga - staddur á G!Festivali í Götu í Færeyjum.  Þátturinn ber þess sterk merki.  Ljósmyndin í "haus" þessa bloggs er frá G!Festivali fyrir örfáum árum.

  Meðal viðmælenda Óla Palla í Rokklandi í dag verða: Jón Tyril,  forsprakki G!Festivals og gítarleikari ClickhazeEivör;  hljómsveitin Páll Finnur Páll (sjá myndband hér fyrir neðan);  Sigvör Laksá,  umboðsmaður Eivarar;  Kristian Blak,  hljómborðsleikari og aðalsprauta færeysks tónlistarlífs (sjá myndband hér fyrir neðan);  íslensku hljómsveitirnar FM Belfast og Bárujárn;  færeyska þungarokkssveitin Heljareyga sem er hliðarverkefni Hera,  söngvara og gítarleikara Týs (sjá myndband neðsta myndbandið);  hljómsveitin ÁfenginnSynarchy,  danska hljómsveitin Nephew (sjá myndband hér efst) og margt fleira spennandi.  Þvílíkt fjör. 

  Rokkland er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 16.00 og 18.00.  Eivör og Kristian Blak fara síðan á kostum á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um næstu helgi - ásamt hátt í tveimur tugum annarra færeyskra tónlistarmanna.  Það verður meiriháttar gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Það á að leggja Rúv niður og rás 2 með enda ömurlegri stöð vandfundin.

Hannes, 25.7.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það má alls ekki leggja rás 2 niður.  Þetta er eina músíkstöðin á Íslandi sem spilar færeyska músík.

Jens Guð, 25.7.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.