Raunir mínar og sendibílstjóra

vörubíll AAAvörubíll

  Ég á töluverð samskipti við sendibílstjóra.  Þannig háttar til að ég fæ með óreglulegu millibili nokkur vörubretti af góðum vörum frá útlöndum.  Ég þarf aðstoð sendibíls með lyftu og tjakktrillu til að sækja vörubrettin á Vöruhótelið og koma þeim á lagerinn til mín.  Lagerhúsnæðið er þannig staðsett að hann er í kjallara.  Niður að dyrunum er 15 - 20 metra langur hallandi rampur.  Ég er ekki klár í að átta mig á halla.  Ég giska á að hallinn sé um það bil 20%.  Mér finnst hann ekki vera brattur.  Ég er vanur að bakka niður rampinn á litla sendibílnum mínum til að sækja vörur.  Rampurinn er hinsvegar of mjór fyrir stóru sendibílana sem koma með brettin.  Þeim bílum er lagt á jafnsléttu og bílstjórinn röltir með brettin á trillu niður rampinn. 

  Í dag var þetta dálítið öðru vísi.  Þegar ég leiðbeindi bílstjóranum að ég þurfi að fá vörubrettin niður rampinn áttum við samtal á þessa leið:

  - Ég fer ekki niður rampinn með brettin,  mótmælti bílstjórinn.

  - Nú? 

  - Já,  ef ég fer niður rampinn með bretti þá dett ég.

  - Það hefur aldrei verið neitt vandamál að fara með bretti niður rampinn.  Ekki einu sinni í hálku á vetrum.

  - Ungir strákar geta farið niður rampinn án þess að detta.  Ég get hringt fyrir þig í einhvern bílstjóra sem treystir sér til þess.  En ég dett í rampinum.  Það er alveg pottþétt. 

  - Það dettur enginn í rampinum.  Hann er ekki það brattur.

  - Jú,  ég þekki mig og ég hef farið niður ramp.  Ég datt.  Ég ætla ekki að detta aftur.  Ég set brettin hér á planið og þú getur þá hringt í annan bílstjóra sem treystir sér niður rampinn.  Það gæti orðið dýrt fyrir þig ef ég fer niður rampinn og dett. 

  Mikið lengra varð samtalið ekki.  Við þetta sat.  Bílstjórinn setti brettin út á plan.  Næstu klukkutíma dundaði ég mér við að selflytja vörurnar (á þriðja tonn) af brettunum niður rampinn og inn á lager með því að hlaða þeim á litla einskonar innkaupakerru sem ég á.  Það var hressandi líkamsrækt.  Ég sparaði mér að borga slysabætur fyrir bílstjóra sem hefði dottið í rampinum.  

vörubíll AAvörubíll A 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Skemmtilegar myndir hjá þér af vörubílum. Þú þarft að fá þér tjakk þeir eru ekki svo dýrir.

Hannes, 28.7.2010 kl. 00:37

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef aldrei áður þurft á tjakktrillu að halda.  Ég hef grun um að ein slík kosti hátt í milljón.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 01:02

3 Smámynd: Hannes

Jens þeir kosta langt í það ef þú kaupir rafmagnstjakk með fullt af öryggisbúnaði en brettatjakkur af einföldustu gerð sem tekur 2000-2500kg kostar sennilega um 50þús í dag.

Hannes, 28.7.2010 kl. 01:05

4 identicon

Heilir og sælir; Jens - Hannes / sem og aðrir, hér á síðu !

Jens minn !

Norður á Blönduósi; reka nokkrir öðlingar, sæmdarfyrirtækið Léttitækni, sem gæti komið þér, að góðu gagni.

Slóðin er : www.lettitaekni,is, og vænti ég þess, að Húnvetnskir frændur mínir muni taka þér, af kostgæfni, einni saman.

Ósköp; var bílstjóri þinn kjarklítill, gagnvart rampinum. Getur verið hinn mætasti drengur, þó svo hafi verið, samt.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 01:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég þarf að skoða þetta.  Kannski er líka hellingur til af notuðum rafmagntrillum til sölu.  Mér skilst að daglega fari verktakafyrirtæki af öllu tagi í gjaldþrot.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 08:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Óskar Helgi,  bestu þakkir fyrir ábendinguna.  Ég fann þarna á heimsíðunni ýmislegt fleira áhugavert en rafmagnstrillu.  Ég þarf að skoða þetta betur í ró og næði.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 08:31

7 identicon

Ég þekki sendibílstjóra sem fór niður ramp og datt. Það var ekki gott. En svo stóð hann upp og fór rampinn án þess að detta meira.

Lexían: "Þú tapar ekki á því að detta. Þú tapar á því að standa ekki upp aftur."

Þetta segi ég við alla sem detta eða eru hræddir um og við að detta. Prófaðu þetta trix næst Jens.

Grefill (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 09:25

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jens, þú fékst fría líkamsrækt. Pantaðu þennan bíl aftur og aftur, þá er eitthvað

vit í þér.

Aðalsteinn Agnarsson, 28.7.2010 kl. 11:06

9 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  takk fyrir þetta góða ráð.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 12:02

10 Smámynd: Jens Guð

  Aðalsteinn,  þetta er rétt hjá þér.  Þegar ég hef nógan tíma aflögu er þetta alveg fyrirtak.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 12:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Spurning hvort þú hefðir ekki átt að neita að borga bílinn Jens, úr því hann skilaði ekki af sér verkinu?

Ég tók einu sinni leigubíl úr miðbænum og út á Seltjarnarnes. Þegar við áttum 3-400 metra eftir á áfangastað stoppaði bíllinn, þar sem vantaði svona 50 metra bút í malbikið, og bílstjórinn gaf upp verðið. 

"Heyrðu sagði ég við erum ekki komnir þetta er innar við götuna", sagði ég.

"Já ég veit það en ég fer ekki lengra, malbikið endar hér og ég keyri ekki malarvegi!" Svaraði hann.

"Hvað segir þú, keyrir þú ekki malarvegi? .............Ef þú ætlar að láta mig labba héðan í stað þess að skila mér ekki á áfangastað þá borga ég ekki bílinn".

"Þegar þú settist upp í bílinn og ég setti mælinn af stað þá jafngildir það samþykki þínu að greiða uppsett verð og ef þú gerir það ekki þá kæri ég til lögreglunnar" sagði hann argur.

"Um leið og þú settir mælinn af stað þá samþykktir þú athugasemdalaust að skila mér á uppgefið heimilsfang, en þar sem þú ætlar ekki að gera það borga ég ekki og ef þú ert ósáttur liggur beinast við að fara með málið í lögregluna, þú veist hvar mig verður að finna. En þú getur varla vænst þess að lögreglan sé viljugri að keyra malarvegi en þú".

Þar með steig ég út úr bílnum og hef hvorki heyrt né séð þennan ágæta bílstjóra síðan. En kannski hefur lögreglan snúið frá þegar þeir komu að malbiksendanum og málið farið í bunkann "Óleysanleg mál".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2010 kl. 14:45

12 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  þetta er brosleg saga af samskiptum við leigubílstjóra.  Mér þykir svona bílstjórar svo skemmtilegir að það jaðrar við að mig langi til að borga þeim tvöfalt verð.

Jens Guð, 28.7.2010 kl. 16:55

13 identicon

hæ jens

einu sinni var á planinu með félögum í ógurlegum kulda. þess vegna tókum við taxa til að deyja ekki á leiðinni heim. í taxanum var næstum sami skítakuldinn og úti og var bílstjórinn beðinn um að fýra upp. eftir smá (samt ótrúlegt) þras veifaði bílstjórinn framan í okkur einhverjum pappíum og sagðist eiga bílinn og réði hann þess vegna hvort væri hlýtt eða kalt í sínum bíl. við fórum út við valsheimilið án þess að borga, með ógurlegum kveðjum bílstjórans um paunkaralýð og viðbjóð. svona er sumt fólk hressandi - kv d

doddy (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:38

14 Smámynd: Jens Guð

  Doddy,  gaman að sjá þig aftur á svæðinu.  Leigubílstjórar eru "spes".

Jens Guð, 29.7.2010 kl. 18:56

15 Smámynd: Hannes

Jens rafmagnstrillur eru miklu dýrari í rekstri en hinar og mun bilanagjarnari og eru ætlaðar fyrir þá sem nota þær mikið en handtjakkar eru betri ef þú þarft lítið að nota hann.

Hannes, 29.7.2010 kl. 23:43

16 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

þú ert alltaf með humorin.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 31.7.2010 kl. 14:16

17 identicon

Jens þú hefðir átt að kvarta yfir bílstjóranum við stöðina. Sem fyrrverandi sendibílstjóri reindi maður að vera liðlegur við kúnan, ég hef farið með mörg bretti á handtjakk niður hallandi rampa það getur verið hættulegt ef maður er ekki varkár. Síðustu árin mín var ég með rafmagnstjakk og þá fann ég ekkert fyrir því vegna þess að mótorin og bremsurnar halda við.

MH (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:23

18 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  þú ert nú dáldill grallari líka.

  MH,  ég kvarta ekki undan svona skemmtilegum bílstjóra.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.