Fjörið er að hefjast!

  Það er dálítið misjafnt eftir hvernig fjöri fólk sækist um verslunarmannahelgina.  Í Vestmannaeyjum er Þjóðhátíðin alveg að detta inn.  Þar flýtur allt í dópi og lögreglan hefur þegar þurft að taka á sex fíkniefnamálum (að kvöldi fimmtudags) og nóg eftir.  Slagsmálin eru einnig hafin.  Þegar hafa fjórar líkamsárásir verið kærðar.  Ofurölvun og drykkjulæti eru allsráðandi.  Þessi stemmning á við marga.  Aðrir sækja í annarskonar fjör.  Allt annarskonar fjör.

  Dagskrá færeyskra fjölskyldudaga hefst klukkan 20.00 annað kvöld á Stokkseyri.  Þetta er annað árið sem Færeyskir fjölskyldudagar eru haldnir á Stokkseyri.  Það er samdóma álit allra að afskaplega vel hafi til tekist í fyrra.  Ekki eitt einasta mál kom upp.  Engin fíkniefni.  Engin slagsmál.  Ekki einu sinni deilur.  Bara rosalegt fjör alla helgina.  Allir kátir og glaðir og samstíga í að skemmta sér.

  Annað kvöld hefst fjörið í Menningarverstöðinni á Stokkseyri með færeyskri tónlist.  Þar á meðal verða hljómleikar með hljómsveit Angeliku Nielsen,  Kvonn. 

angelika-nielsen

  Angelika er 26 ára gömul.  Hún var og er undrabarn á fiðlu.  Hún hefur spilað með mörgum helstu tónlistarmönnum Færeyja.  Hún er jafnvíg á djass,  rokk,  þjóðlagamúsík,  klassík og hvað sem er.  Hún hefur spilað með hljómsveitum út um allt.  Meðal annars í Asíu og Ameríku.  Hún hefur til að mynda verið í sérstakri hljómsveit afburðahljóðfæraleikara frá öllum heimshornum.  Þar að auki er hún flinkur skrautskrifari.  Það veit alltaf á gott.  Þegar hún var 12 eða 13 ára mætti hún á skrautskriftarnámskeið hjá mér.  3ja daga námskeið.  Hún missti af fyrsta deginum.  En strax á öðrum degi var hún komin fram úr öllum samnemendum.  Það þurfti varla að kenna henni.  Hún greip alla leiðsögn í fyrstu atrennu og réð fullkomlega við skrautskriftina.  Það kom engum sem til þekkti á óvart.  Hún var og er vön að dúxa í hverju sem er.  Meira að segja frönsku.

Kvönn A

  Kvonn spilar "instrumental" þjóðlagakennda dansmúsík (http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=288).  Við af Kvonn tekur 6 manna hljómsveit Árna Andreasen.  Í kjölfarið kenna Hilmar Joensen og Gunnvör færeyska dansa.  Því næst spilar 5 manna hljómsveit harmónikkusnillingsins Hilmars fyrir dansi (http://www.youtube.com/watch?v=gLEnKKtHxZc.  Afsakið ömurleg tóngæði myndbandsins).  Hún flytur fjörmikla og kántrý-kennda stuðmúsík fram á rauða nótt.  Það verður gríðarmikið fjör.

  Á laugardag og sunnudag bætast við hljómleikar og dansleikir með Eivöru,  Högna,  Yggdrasil,  Jens Lisberg (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1080345/)  og fjölda annarra.  Meira um það síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Angelika er greinilega leiðinleg tónlistarkona.

Hannes, 29.7.2010 kl. 23:59

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  skamm,  skamm!  Angelika er frábærlega skemmtileg tónlistarkona.  Og bara frábærlega skemmtileg í alla staði.  Ég er viss um að þú yrðir bálskotinn í henni ef þú hittir hana.   

Jens Guð, 30.7.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Hannes

Jens, Skamm skamm fyrir að fá mig til að fletta þessari upp á You Tube og hlusta á þetta járnbrautarslys.

Ps ást er veikleikamerki sem ég er blessunarlega laus við.

Hannes, 30.7.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Jens Guð

  Þetta eina sýnishorn á þútúpunni gefur vonda og kolranga mynd af Kvonn.  Það er meira í humátt þó það sé líka villandi að heyra 30 sek á:  http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=288

Jens Guð, 30.7.2010 kl. 00:38

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla samt að setja þetta brot inn í færsluna.

Jens Guð, 30.7.2010 kl. 00:38

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú þarft ekkert að verða ástfanginn af Angeliku.  Ég veit að þú verður bara bálskotinn í henni.

Jens Guð, 30.7.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Hannes

Jens ást og að verða bálskotinn eru bæði veikleikamerki sem krefjst innlögn á geðdeild enda missir fólk dómgreindina og verður sjálfu sér hættulegt.

Hannes, 30.7.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.