Ríkisstjórnin sprungin!

  Í síðustu viku birti sunnlenska fréttablaðið Dagskráin viðtal við frægasta sjáanda landsins,  Láru Ólafsdóttur á Selfossi.  Viðtalið er gríðarlega merkilegt.  Enda er Lára gríðarlega merkileg.  Þó viðtalið sé stutt er það hlaðið stórum bombum.  Sú stærsta er fullyrðing Láru um að ríkisstjórnin springi í þessari viku vegna Magma málsins.  Á morgun er miðvikudagur.  Þannig að ríkisstjórnin er sprungin varla síðar en á föstudag.  Hvað tekur þá við?  Nú reynir á næstu sýn eða skynjun Láru.

  Til viðbótar er Lára búin að finna olíu á hafsbotni á Vestfjörðum,  við Grímsey og í Vestmannaeyjum á sömu slóð og Guðlaugur Friðþjófsson synti á sínum tíma.  Sérstakt fagnaðarefni er að olían skuli vera á hafsbotni á Vestfjörðum.  Ef hún væri ofar hafsbotni eru fiskimiðin fyrir vestan ónýt.

  Ekki nóg með það.  Til fjölda ára hefur Lára verið á fullu í að finna Madeleine McCann,  litlu stelpuna sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal vorið 2007.  Lára hefur fundið út að Madeleine sé á lífi.  Lára á bara eftir að staðsetja hvar stelpan er stödd.  Hugsanlega er stelpan á meiri hreyfingu en svo að hægt sé að staðsetja hana.

  Lára varð heimsfræg um allt Ísland þegar hún spáði fyrir um rosalegan Krísavíkurskjálfta sem átti að skella á klukkan korter yfir ellefu 27. júlí sama ár.  Spáin var pínulítið ónákvæm.  Það eina sem gerðist var að heimskasta fólkið á Suðurlandi skalf úr hræðslu og flúði til annarra landshluta.  Aðrir á meintu skjálftasvæði skulfu líka af áhyggjum og keyptu skjálftaheld hús.  Svo heppilega vildi til að fyrir tilviljun átti Lára nokkur slík á lager.

  Spádómsgáfa Láru er ekki alveg á hreinu.  Stundum er Lára skráð sjáandi.  Í öðrum tilfellum segist hún ekki sjá sýnir heldur skynji hún ýmsa hluti.  Þá bregður hún við skjótt og skráir skynjanirnar samviskusamlega í stílabók sem hún hefur merkt "Draumar mínir og skynjanir".

  Einhverra hluta vegna hefur Lára ekki tekið boði James Randi sem var staddur hérlendis á dögunum.  Hann býðst til að greiða Láru 12 og hálfa milljón krónur ef hæfileikar hennar verða sannreyndir með einföldu prófi.  

  Hér er létt og hressandi útvarpsspjall við sjáandann spræka um hinn rosalega öfluga meinta Krísavíkurskjálfta:  http://blogg.visir.is/frostiloga/2009/07/29/loddari-afhjupa%C3%B0ur-i-beinni/

laraolafsdottir.jpg 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Björk: Magma vinnur með AGS
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá er ríkisstjórnin traust í sessi úr því Krísuvíkursjáandin spáir henni falli. Merkilegt að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega eyði prentsvertu í svona.... ég get alveg tekið að mér að spá fyrir fjölmiðla..bara nefna það. Sá hún nokkra múmínálfa á sveimi ? Svo ég tali nú ekki um BP 

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2010 kl. 10:59

2 identicon

Var Randi á klakanum og það fór framhjá mér?! Hvað var kallinn að gera hér? Ég hefði viljað sjá hann skora á helstu miðla landsins að taka prófið hans :D

Hugrún (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 10:59

3 identicon

Nei heyrðu, ég er búin að fatta þetta. Hann hefur væntanlega verið í Metro að kynna nýja Rand-ísinn þeirra.

Hugrún (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Jón Ingi,  hún sér fyrir að heitt vatn muni finnast á sunnlendum sveitabæjum og erlendir aðilar reyni að komast yfir það (frekar en undir).

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 11:04

5 Smámynd: Jens Guð

  Hugrún,  hann var á einhverju randi hér og hélt meðal annars fyrirlestur og snæddi randalínu.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 11:07

6 identicon

það var smá feill í túlkunn skilaboða varðandi krísuvíkruskjálftann, hann verður víst uppúr miðju ári 2315.

þórður guðmundsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:38

7 identicon

Spáið í því að mbl lokaði blogginu mínu vegna þess að ég sagði að hún væri geðveik og eða glæpakvendi....

Brandari ársins :)

doctore (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:50

8 identicon

hahahahaha

sigríður (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:18

9 identicon

Það er mjög fyndið hvernig fólk sem segist vera með súperpáva er algerlega óviljugt að  fara í test hjá Randi... það eru einna helst algerir klikkhausar sem fara og ... fara svo frá Randi með skömm og kúk í buxum.

Ef Randi hefði getað testað hann Sússa... þá er það algerlega ljóst að hann hefði líka fallið á prófinu :)

doctore (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 12:34

10 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Ég vil nú bara minna menn á að það eru fleiri tuttuguustuogsjöundar júlíar en þeir sem liðnir eru. Ég held hún hafi verið að meina 2012.

Grefillinn Sjálfur, 3.8.2010 kl. 18:02

11 Smámynd: Jens Guð

  Þórður,  mig grunaði þetta.  Ég vissi að það væri einhver feill í þessu.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:11

12 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#7),  er ekki dálítið yfir strikið að kalla manneskjuna geðveika og glæpakvendi?  Kannski er hún góð kona sem vill öllum gott.  Líka sér og versluninni með jarðskjálftahús sem þola 12 - 15 á Richter.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:13

13 Smámynd: Jens Guð

  Sigríður,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:13

14 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#9),  það er rétt að viljaleysi til að fá 12 og hálfa milljón króna hjá Randi vekur upp spurningar.  Og tortryggni.  Það læðist að manni sá grunur að mörg góð manneskjan viti að hún er að plata fólk;  gera út á trúgirni þess og heimsku. 

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:17

15 Smámynd: Jens Guð

  Grefillinn,  ég veit ekki hvernig sýnin var nákvæmlega.  Eða réttara sagt skynjunin - því konan dró nokkru síðar til baka að þetta hafi verið sýn.  En ef við höldum okkur við 27.  júlí en höldum ártalinu opnu eigum við marga vænlega möguleika í stöðunni næstu aldir.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:20

16 identicon

Alls ekki rangt að segja einhvern sem hagar sér svona vera annað hvort geðveikan eða glæpamann eða bæði... það er það eina rétta í stöðunni.

Fólki er engin greiði gerður með að segja ekki að það sé geggjað, þegar það er geggjað... alveg eins og það á að segja fólki að það sé of feitt, að það sé alkahólistar, dópistar...

Það er einfaldlega rangt að segja ekki það sem satt er; Ef menn gera það ekki þá ýtir það einfaldlega enn meira undir þann krankleika sem hrjáir fólk.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 18:28

17 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  oft má satt kjurrt liggja alveg eins og oft má saltkjöt liggja.  Þar fyrir utan er eitt að vera skrítin/n og annað að vera geðveikur.  Grófa línan er dregin við geðklofa og geðhvarfasýki á svo alvarlegu stigi að viðkomandi sé óhæfur til að annast sjálfan sig og nauðsynlegt sé að taka hann úr umferð og koma í vistun á geðdeild.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 18:49

18 identicon

Já oft má satt kjurt liggja... ábyrgðin er algerlega hjá því fjölmiðlafólki sem tekur veikt fólk fyrir og varpar sjúklegu bulli þeirra út í loftið...

Að segjast sjá hluti en samt ekki... koma með einhverja fáránlega spádóma... það er ekkert nema geðsjúkdómur.

Það er of mikið tabú á Íslandi með geðsjúkdóma.. geðsjúkdóma á að taka eins og aðra sjúkdóma, það þarf ekkert að skammast sín fyrir það að vera veikur að geði...
Að gera tabú úr geðsjúkdómum er vanvirðing við geðsjúka...

Að auki höfum við öll einhverja geðkvilla... eða lendum í þeim á lífsleiðinni.... það verður að brjóta tabúið í kringum þetta.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 19:15

19 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég er sammála því að andlegir sjúkdómar eigi ekki að vera feimnismál eða tabú á neinn hátt - fremur en líkamlegir sjúkdómar.  Þar fyrir utan eru andlegir sjúkdómar - að mér skilst - líkamlegir út af fyrir sig.  Eða þannig.  Einhver vandræðagangur með boðefnaframleiðslu heilans.

  En við skulum samhliða forðast að sjúkdómsvæða öll skringilegheit,  geðsveiflur,  maníur,  þráhyggju og flippuð uppátæki.  Á meðan fólk er sjálfbjarga að öllu leyti og í engri hættu gagnvart sjálfu sér eða öðrum þá er bara gaman og ofmælt að viðkomandi sé beinlínis geðveikur,  samkvæmt læknisfræðilegri skilgreiningu.

  Um fjórðungur Íslendinga glímir við geðveiki einhvern tíma á ævinni - eftir því er ég best veit.  Það er að segja ef við höldum okkur við læknisfræðilegu línuna.  Hinsvegar ef við drögum línuna annarsstaðar er vissulega kolgeggjað að trúa bókstaflega mörg þúsund ára gömlum ævintýraþjóðsögum gyðinga.  Hvað þá að sjá sýnir eða draga það svo til baka og telja sig fremur skynja eitthvað sem útilokað er að nokkur manneskja geti skynjað.  Eins og prófin hjá Randi sanna.       

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 20:00

20 identicon

Já Jens,það er fyndið að sjá Jón Inga er fyrstur svarar þér á pistli þessum.Ástæðan fyrir því hve fyndin hann er er sú að það er líka sorglegt um leið að maður einsog hann sem komin er af miklu verkalýðs og baráttufólki,skuli vera svona gegnumsýrður af Samfylkingarbullinu,það er líkt og hann sé heilaþveginn og fjarstýrður um leið af landráðaflokknum Samfylkingunni. Pistlar margir hverjir þessa Jón Inga eru aumkunarverðir,og lýsir hann sjálfum sér best með þessari stuttu færslu sinni verkalýðsforkólfasonurinn sá.

Númi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:53

21 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  það er ágætt að menn hafi skoðanir.  Og það sterkar skoðanir.  Sjálfur er ég afskaplega ánægður með ályktunina sem Frjálslyndi flokkurinn var að senda frá sér:  http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1081956/

  Verra þykir mér að Jón Ingi hæðir á bloggi sínu Björk fyrir að hafa sterkar skoðanir í málefnum Magma.  Björk er heilsteypt og fylgin sínum hugsjónum.  Og veit alveg hvað hún syngur.   

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 21:13

22 identicon

Sammála þér með hana Björk,og hafi hún þökk fyrir.

Númi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:29

23 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  mér þykir frábært að manneskja eins og Björk láti sig varða framtíð Íslands og Íslendinga.  Þegar ég segi "manneskja eins og Björk" á ég við að hún starfar á alþjóðamarkaði;  er heimsfræg poppstjarna og auður hennar er talinn í milljörðum.  Hún getur búið hvar í heiminum sem hún kýs hverju sinni.  Íslenski markaðurinn er aðeins örlítið brot af heimsmarkaði hennar.  Áhugi hennar á velferð Íslendinga er aðdáunarverður.  Hér rekur hún meðal annars sjóð sem styður vistvæn nýsköpunarverkefni.  Það er flott.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 21:39

24 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Ég sé oft fram í tímann. Ég spáði því til dæmis að það kæmi eldgos. Svo kom eldgos. Er ég þá geðveikur? Nei, ég er með spádómsgáfu. Og spádómsgáfa er ekki geðveiki. Þess vegna er ljótt að kalla fólk með spádómsgáfu geðveikt.

Grefillinn Sjálfur, 3.8.2010 kl. 21:40

25 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég sé líka oft fram í tímann.  Reyndar sjaldnast mjög langt.  En iðulega hef ég "skúbbað" með bloggi sem kemur á óvart.  Síðast þegar ég bloggaði um að Pétur Blöndal myndi bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.  Og hlaut bágt fyrir.  Því var vísað á bug sem bulli.  Annað kom á daginn.  Bara degi síðar.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 22:17

26 Smámynd: Grefillinn Sjálfur

Varstu þá bara geðveikur í einn dag? Svo með spádómsgáfu?

Grefillinn Sjálfur, 3.8.2010 kl. 22:28

27 identicon

Ég skal segja þér eitt Grefill ef þú hefðir snefil af spádómsgáfu.. þá væri ekki búið að loka blogginu þínu.

Ég er algerlega sammála Jens, léttgeggjaðir menn ... eru ómissandi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:34

28 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þér að segja hef ég ekki hugmynd um hvort spádómsgáfa mín hafi eitthvað að gera með geðveiki.  Ég útiloka það ekki.  Móðir mín frábæra er fræg spákona á Norðurlandi,  Fjóla Ísfeld.  Til gamans:  Eitt sinn var ég með skrautskriftarnámskeið úti á landi.  Þar var maður sem þekkti foreldra mína.  Hann spurði hvort ég hafi erft spádómsgáfu mömmu.  Ég hélt það nú.  Sagðist vera betri í þeirri deild ef eitthvað væri.

  Þegar námskeiðinu lauk komu að máli við mig 3 konur sem spurðu hvað ég tæki fyrir að spá fyrir þeim.  Ég var í grallarastuði og bauðst til að spá fyrir þeim frítt sem kaupauka við námskeiðið.  Þetta var 3ja kvölda skrautskriftarnámskeið þannig að ég var búinn að heyra út undan mér við hvað konurnar unnu og sitthvað fleira.  Þannig að ég afgreiddi ágæta spá fyrir þær:  Ferðalag,  mannfagnað,  smávægileg veikindi,  óvænta endurfundi við æskuvini,  fjárhagslegt happ og eitthvað þannig.

  Nokkrum mánuðum síðar var ég staddur baksviðs á ónefndum stað þar sem þessar ágætu konur voru gestkomandi.  Þær sáu mig ekki en ég heyrði í þeim.  Þá fóru þær að tala um spá mína og sögðust aldrei hafa fengið jafn góða spá.  Allt sem ég hafði sagt þeim var komið fram.  

  Allir voru glaðir og ekki merkjanleg geðveiki hjá neinum.

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 22:55

29 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það er þessi léttgeggjun sem gefur mannlífinu lit.  Eitt sinn var ég með skrautskriftarnámskeið úti á landi og æskufélagi minn var með námskeið í ofurminnistækni.  Við dvöldum á heimavist fyrir unglinga.  Við ákváðum að bregða á sprell.  Þegar við vorum að horfa á sjónvarp með heimavistarunglingunum þóttist vinur minn fá flog.  Hann froðufelldi og tók bakföll.  Ég tilkynnti að hann væri fallinn í trans.  Vinur minn þóttist vera miðill.  Það var slökkt í skyndi á sjónvarpinu og vinurinn tók hefðbundinn miðilsfund með tilheyrandi skilaboðum frá draugum. 

  Ekki einn einasti nemandi sýndi vott af gagnrýnni hugsun.  Þessi ógagnrýna hugsun gekk svo fram af vini mínum að hann fór að bulla heilu ósköpin.  Dúkkaði meðal annars upp með fullt nafn (ekki bara Jó eitthvað eða Sigurð eða Guðmund...).  Tilkynnti síðan þegar enginn kannaðist við nafnið að viðkomandi draugur hafi villst.    Hann hafi verið á leið á miðilsfund á Hvammstanga en ekki ratað þangað.

  Það fattaði enginn grínið.  

  Daginn eftir kom ungur maður að máli við vin minn.  Bað hann um að setja upp miðilsfund heima hjá sér og mömmu sinni.  Þau þyrftu að ná sambandi við nýlega dáinn faðir drengsins.  Þá var vini mínum öllu lokið.  Hann upplýsti drenginn um að þetta væri allt tómt bull og þau mæðgin ættu ekki að láta sér koma til hugar að neinn möguleiki væri á að dáin manneskja væri draugur.

  Drengurinn var mjög sár og þráaðist við að samþykkja þetta.   

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 23:14

30 identicon

Menn sem velja tölur á lottómiða og vinna... hafa þeir spádómsgáfu....

Ekki nema þeir vinni í, tja næstum hvert skipti...

það eru ótal spámenn og konur að spá daginn inn og daginn út.. það er ekki nema eðlilegt að sumir hitti á rétt á stundum... ekkert special við það

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 23:16

31 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  hvers vegna sér maður aldrei frétt um að spámiðill hafi unnið lottópottinn?  Miðað við fjölda spámiðla og sjáanda er hlutfallið þeim hagstætt. 

  Fyrir nokkrum áratugum vann þáverandi kona mín við að selja happdrættismiða fyrir Hjartavernd.  Sat í bíl niðri í bæ sem happdrættið snérist um.  Önnur eða þriðja hver manneskja sem keypti miða hafði dreymt fyrir vinningsnúmerinu og valdi miða samkvæmt því.  Það kom á óvart þegar vinningsnúmer var tilkynnt að happdrættið sjálft fékk vinningsmiðann.  Þvert á alla draumana.  Sem þó voru í þokkalega góðu hlutfalli af seldum miðum.  Draumar klikka.  

Jens Guð, 3.8.2010 kl. 23:29

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, það mun vera vegna þess að ef fólk misnotar spádómsgáfuna í slíkum tilgangi verður hún frá þeim tekin með látum miklum og hörmungum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 00:58

33 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  hver tekur spádómsgáfuna frá fólki?

Jens Guð, 4.8.2010 kl. 11:15

34 identicon

Nú súperverurnar fíla ekki að spámenn og konur séu að sanka að sér seðlum með aðstoð þeirra....

Þetta er eins og með hann Gudda... það má ekki draga hann á tálar til að sýna fram á að súperpóverið hans sé raunverulegt....

doctore (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 13:04

35 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  sumir segjast ekki vilja misnota spáhæfileikann af ótta við að tapa honum þá.

Jens Guð, 4.8.2010 kl. 23:17

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki spyrja mig Jens, þetta var útskýringin sem einhver spákonan gaf á því að hún væri ekki orðin rík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2010 kl. 00:40

37 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er hann James Randi ekki að bjóða milljón dollara ef einhver nær að standast prófið? þ.e. um 120 millur ekki 12!!

P.s. getur ekki bara verið að hún hafi séð/skynjað að hún næði ekki prófinu og því ekki séð ástæðu til að taka þátt í því 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.8.2010 kl. 01:19

38 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  ég held að það sé einmitt málið.

Jens Guð, 5.8.2010 kl. 01:26

39 Smámynd: Jens Guð

  Halldór,  þegar ég hugsa mig betur um held ég að þetta sé rétt hjá þér.  Þess þá heldur.  Það er assgoti góður díll fyrir "sjáanda" að fá 125 millur í vasann fyrir það eitt að fá hæfileika sína staðfesta með einföldu prófi.

Jens Guð, 5.8.2010 kl. 01:29

40 identicon

Flest svona fólk veit vel að það hefur enga yfirnáttúrulega hæfileika... Menn eins og Þórhallur miðill ofl ofl... Þess vegna fer þetta lið ekki í prufu hjá Randi, kemur bara með hlægilega heimskar afsakanir
Það er skömm að þessu pakki sem nýtir sér sorg fólks til að græða peninga.

doctore (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 12:04

41 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  miðilsfundir eru allra heimskulegasta bullið af þessu öllu.  Sjónvarpsþættirnir með Þórhalli tóku af allan vafa með það.  Fólk þarf að vera assgoti illa vankað til að halda að það sé einhver glóra í bullinu.

Jens Guð, 6.8.2010 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.