6.8.2010 | 23:04
Íslenskur lífvörður Eivarar
Fyrir nokkru upplýsti ég á bloggi mínu um Íslending sem stendur í þeirri trú að þau færeyska álfadrottningin Eivör séu par eða hjón. Þetta vakti mikla athygli. Enda sérkennilegt mál. Eivör reyndi - án árangurs - að fá sett á hann nálgunarbann. Meðal annars vegna þess að hann hefur: Tjaldað í garðinum hennar í Götu í Færeyjum; kveikt einskonar "áramótabrennu" á ströndinni fyrir neðan húsið hennar; hótað umboðskonu hennar að kveikja í húsi henni og svo framvegis. Hann stendur í þeirri trú að umboðskonan standi í vegi fyrir hjónabandi hans og Eivarar. Hann hefur skrifað Eivöru allt upp í 10 bréf á dag og tjáð sig um þau á færeyskri spjallrás (þeim skeytum var eytt af rásinni). Að auki dúkkar hann upp á hljómleikum Eivarar í Færeyjum, Danmörku og Íslandi.
Þessi maður er það sem á ensku kallast "stalker" og hefur verið þýtt á íslensku sem eltihrellir. Margir, bæði í Færeyjum og hérlendis, hafa RANGLEGA, ruglað umræddum manni saman við annan Íslending. Sá hefur tekið að sér það hlutverk að vera lífvörður Eivarar, án hennar beiðni. Sjálfboðaliði og öllu vanur. Hann hefur tekið í hnakkadrambið á eltihrellinum í Færeyjum og hótað honum.
Á Færeyskum fjölskyldudögum passaði umræddur upp á Eivöru eins og sjáaldur auga síns. Hann var hvarvetna á varðbergi gagnvart því að eltihrellirinn myndi skjóta upp kolli þar; kannaði allar mögulegar útgönguleiðir þar sem Eivör var stödd, skannaði stöðugt gestafjöldann í leit að varhugaverðum eltihrellum og annað í þeim dúr.
Lífvörðurinn er duglegur við að setja yfirlýsingar á fésbókina; ýmist eru það skilaboð til Eivarar eða Björgólfsfeðga. Ég skil þau ekki öll alveg. Enda fattlaus. Í einum skilaboðunum upplýsti hann Eivöru um að hann væri búinn að upplýsa lögregluna í Svíþjóð um íslenska eltihrellinn. Ég skildi þessa tilkynningu. Og sumar aðrar. Í yfirlýsingunni sagði einnig að sænska lögreglan myndi gæta Eivarar eftir að hafa fengið þessar upplýsingar. Í kjölfar rosalega flottra hljómleika á Stokkseyri fór Eivör beint í hljómleikahald í Svíþjóð.
Hér eru nokkrar yfirlýsingar af fésbók lífvarðarins:
"EIVOR PÁLSDÓTTIR THE BEST IN THE WORLD"
"Gud blessi tig tu hefur líferdi í sviðtjód tad er orderad eða klart eg hef gert tad klart svo tú ert örugg eivor palsdóttir.kvedja.svanur ivarsson.syngdu med hjartanu.gud veri hja ter"
. "BJORGÓLFUR THOR BJORGÓLFSSON
$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$...ÁFRAMM MED ÞIG...$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$..."
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Mannréttindi | Breytt 10.8.2010 kl. 20:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 7
- Sl. sólarhring: 93
- Sl. viku: 1432
- Frá upphafi: 4118999
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1097
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Loksins einn sveittur með viti !
Siggi Lee Lewis, 6.8.2010 kl. 23:49
Af hverju heldur þú að hann sé sveittur? Ég hef aldrei séð hann sveittan.
Jens Guð, 7.8.2010 kl. 00:09
Ertu að segja að hann hafi aldrei svitnað??
Siggi Lee Lewis, 7.8.2010 kl. 02:44
Ætti maður að blanda sér í hópinn og fara að fylgjast með lífverðinum?
Bravó (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 04:18
Ziggy Lee, ég veit ekki til þess að hann hafi svitnað. Þar fyrir utan er eitt að vera sveittur og annað að hafa svitnað. Enn annað er að fá sér einn sveittan.
Jens Guð, 7.8.2010 kl. 10:27
Bravó, gerðu það. Til öryggis.
Jens Guð, 7.8.2010 kl. 10:28
Shiiiiiiiiiii
Ómar Ingi, 7.8.2010 kl. 11:38
Ómar Ingi, ég fatta ekki af hverju maðurinn setur sviga í kringum nöfnin Björgólfur og Thor. Mér skilst að hann sé einhverskonar lífvörður Björgólfs feðga einnig.
Jens Guð, 7.8.2010 kl. 15:38
Það er gaman að þurfa að fá sér lífvörð útaf stalker eða þannig.
Hannes, 7.8.2010 kl. 16:32
Hannes, Eivör hefur ekki beðið um lífvörð. Þessi er sjálfskipaður og stendur sína vakt allan sólarhringinn af samviskusemi. Það var gaman að fylgjast með því hvað hann passaði vel upp á dæmið á Færeysku fjölskyldudögunum. Hann vaktaði allar aðgönguleiðir bæði fyrir Eivöru og Björgólfsfeðga.
Jens Guð, 7.8.2010 kl. 17:09
Jens: Horfðu á myndina af þessum náunga. Hann er sveittur, hefur alltaf verið sveittur og verður sveittur. Ég talaði aldrei um hvar hann sé sveittur. En það sést á svipnum á honum að hann er sveittur á pungnum. Og aðeins á bakinu. Það sérðu á brosinu. Ef bros skyldi kalla.
Siggi Lee Lewis, 9.8.2010 kl. 01:00
Það má nærri geta
Siggi Lee Lewis, 9.8.2010 kl. 01:01
Hvað gefur þér leyfi til að ráðast á Svan. Svanur er mikið veikur og þarf allt annað en háð frá uppskafningi eins og þér. Þú ættir að skammast þín og athuga málið áður en þú lætur hvaða bull sem er frá þér!
Kunningi Svans (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 19:41
Kunningi Svans, ég veit ekki hvort þú ert að ávarpa mig eða einhvern annan sem hefur tjáð sig hér. Ef þú ert að ávarpa mig þá átta ég mig ekki á hvað þú ert að fara með ásökunum um að ég hafi ráðist á Svan. Það eina sem ég hef gert er að leiðrétta útbreiddan misskilning og rangar ásakanir þess efnis að Svanur sé Íslendingurinn sem verið hefur í fréttum fyrir að ofsækja Eivöru (stalker). Það var brýnt að koma því rækilega á framfæri að Svanur sé EKKI sá maður. Þvert á móti hefur Svanur tekið að sér að gæta Eivarar og vernda hana fyrir eltihrellinum. Fyrir það er ástæða til að hrósa honum. Eivör upplifði sig mjög örugga á Stokkseyri vitandi að Svanur var á varðbergi og við öllu búinn.
Ef þú lest háð út úr því að leiðrétta misskilning um að Svanur sé meintur "stalker" annarsvegar og hinsvegar að honum sé umhugað að Eivöru stafi ekki ógn af viðkomandi þá er það háð einungis í þínum kolli. Hafðu í huga eftirfarandi sögu og hugsaðu þig aðeins um:
Sálfræðingur tók mann til meðferðar. Hann sýndi honum teikningu af þríhyrningi og spurði hvað væri það fyrsta sem honum dytti í hug. Maðurinn nefndi kvenmannsklof. Sálfræðingurinn dró eitt strik og spurði aftur. Maðurinn nefndi karlmannslim. Sálfræðingurinn teiknaði þá samasemmerki. Maðurinn nefndi samfarir. Sálfræðingurinn sagðist greina að maðurinn væri heltekinn af kynlífi. Maðurinn hreytti út úr sér: "Hvernig er annað hægt þegar þú gerir ekki annað en teikna klámmyndir!"
Jens Guð, 4.10.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.