Æðislega flottur útvarpsþáttur

  Gunni "Byrds" fór á kostum í útvarpsþættinum  Fram og til baka og allt í kring  á Nálinni fm 101,5 á milli klukkan 11.00 til 13.00 í dag (sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1082979/) .  Lagavalið var fjölbreytt og spennandi.  Í bland voru lög sem hafa sjaldan eða aldrei heyrst í útvarpi og önnur sem langt er síðan ómuðu í útvarpinu.  Þátturinn verður endurspilaður, ja,  vonandi sem oftast.  Ég er ekki klár á hvenær.  Sennilega í kvölddagskrá næstu daga.

  Gunni byrjaði bratt á hörðum blúslögum með Eric Clapton og John Mayall.  Síðan tóku við kántrý-skotin lög með Gram Parsons og fleirum.  Blondie og Jethro Tull fylgdu í kjölfarið;  Tom Petty,  Bob Dylan,  Gene Clarke,  Elvis Costello og Manfred Mann.  Áhugaverður samanburður var gerður á flutningi The Byrds og senegalska tónlistarmanninum Yousso N´Dour á lagi Bobs Dylans  Chimes of Freedom.  Gullmolinn var fyrsta The Clash lagið,  Rock and Roll Time  af meistaraverkinu  Cardiff Rose  með Roger McGuinn.   Þetta magnaða rokklag sömdu þeir Roger og Kris Kristofferson saman.  Því miður er lagið ekki að finna á þútúpunni. 

  Í kynningum á milli laga fylgdu ýmsir fróðleiksmolar.  Það verður spennandi að fylgjast með næstu þáttum Gunna "Byrds" á milli klukkan 11.00 og 13.00 á laugardögum á Nálinni fm 101,5.  Eftir þáttinn brugðum við Gunni okkur á Bar 46 á Hverfisgötu.  Þá brá svo við að ýmsir gestir staðarins höfðu hlustað á þáttinn.  Nálin virðist því vera strax með ágæta hlustun.

  Einn gestur,  Ólafur Haukur (ekki Símonarson en Dylan-fan og skólagenginn í Varmahlíð í Skagafirði),  sagðist hafa náð Nálinni illa á útvarpstæki sitt.  Hann skellti sér þá á netið,  http://media.vortex.is/nalinfm,  og hlustaði á hreina og tæra útsendingu þar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Áhugavert.

Hannes, 7.8.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þarna var ekkert grískt væl með Demis Roussos eða kanadískt píkukántrý með Shania Twain.

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 16:36

3 Smámynd: Hannes

þetta er ekki væl gamli.

Hannes, 7.8.2010 kl. 16:42

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Gunni er einfaldlega snillingur!

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2010 kl. 16:49

5 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  hvað er það þá?  Grískur grátsöngur og kanadísk ofurvæmni?

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 16:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Markús,  Gunni sannaði það að hann er einn flottasti útvarpsmaður landsins. 

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 16:58

7 Smámynd: Hannes

Ýttu á feitletruðu orðin sjónlaus.

Hannes, 7.8.2010 kl. 16:59

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  takk fyrir ábendinguna.  Ég var ekki búinn að fatta þetta með kínverska herinn.  En mikið er þetta leiðinleg músík.  Sömu aðilar búnir að banna Björk í Kína.  Eins og Björk er flott.

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 17:12

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég bæti hér við frábært lag með Björk;  baráttulag fyrir sjálfstæði Færeyja og Grænlendinga:   http://www.youtube.com/watch?v=igOWR_-BXJU

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 17:14

10 Smámynd: Jens Guð

...frábæru... ætti það að vera.

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 17:14

11 Smámynd: Hannes

Jens. Það ætti að gefa þeim verðlaun fyrir að banna Björk enda þarft verk sem mætti gera í fleiri löndum. Ef ESB myndi banna hana þá yrði ég mun ánægðari með þetta umsóknarferli hjá ríkisstjórninni. Hlutaðirðu ekki á hitt lagið gamli?

Hannes, 7.8.2010 kl. 18:23

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég var of fattlaus til að fatta að þarna væri einnig vísan í annað myndband.  Ég kann vel við Rammstein.  Á nokkrar plötur með þeim og fór á hljómleika með þeim í Laugardalshöllinni.

  Ég er andvígur inngöngu Íslands í ESB.  En er ekkert andvígur ESB sem slíku fyrir því.  Blessunarlega hefur ESB ekki haft uppi neina tilburði í þá átt að banna músík af neinu tagi.  Þvert á móti ætla ég að evrópskar þjóðir séu stoltar af að snillingurinn Björk sé frá Evrópu.  Björk er í hópi stórkostlegustu tónlistarmanna rokksögunnar.

Jens Guð, 7.8.2010 kl. 21:18

13 identicon

Jens. Hvað er að þessum Hannesi?? þvílík fordóma og þekkingarlausa ruslatunna er þetta?? Er hannað grínast??

Gunnar (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:22

14 Smámynd: Hannes

Jens. Ég er líka andvígur inngöngu í ESB. Rammstein er snilldar hljómsveit.

Gunnar. Ég er alltaf að grínast að einhverju leiti en til að skilja skrifin mín þá þarftu að vera búinn að lesa þau í smá tíma.

Hannes, 7.8.2010 kl. 23:41

15 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  hann Hannes er með sérkennilegan húmor.  Og ennþá sérkennilegri músíksmekk.  Maðurinn hlustar jöfnum höndum á kanadískt píkukántrý (Shania Twain) og gríska grátsöngva (Demis Rousso).  Ég verð yfirleitt ringlaður og illa vankaður þegar ég hlusta á myndbönd sem hann vísar á.   

Jens Guð, 8.8.2010 kl. 00:30

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  aldrei fór það svo að við næðum ekki saman í Rammstein.  Znilldar flott hljómsveit.

Jens Guð, 8.8.2010 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband