9.8.2010 | 01:00
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni
Gríđarleg stemmning var fyrir Sunnudagshugvekjunni á Nálinni 101,5 í gćr (á milli klukkan 19.00 og 21.00). Eftir ţáttinn rigndi yfir mig úr öllum áttum spurningum um flytjendur hinna ýmsu laga. Til ađ einfalda málin og gera mönnum tilveruna auđveldari birti ég hér heildarlista yfir lögin sem voru kynnt og spiluđ í ţćttinum. Eins og sést á lagalistanum var ţátturinn tvískiptur: Í fyrri hlutanum voru spiluđ ţekkt lög úr klassísku rokkdeildinni. Í seinni hlutanum voru spiluđ lög frá flytjendum utan engilsaxneska málsvćđisins. Rík áhersla var lögđ á ađ ţeir flytjendur syngi á móđurmáli sínu, hvort sem ţeir eru íslenskir eđa tyrkneskir. Óvíst er ađ sú regla standi til frambúđar fremur en margt annađ varđandi ţáttinn.
Ţannig var lagalistinn:
Ţátturinn lagđist vel í ţá sem hafa tjáđ sig um hann viđ mig. Örfáir hnökrar voru á honum. Eins og gengur. Viđ ţáttastjórnendurnir, ég og Sigvaldi Búi Ţórarinsson, hittumst í fyrsta skipti 2 mínútum fyrir útsendingu. Viđ lćrđum nöfn hvors annars í beinni útsendingu og gekk ţađ misvel. Sigvaldi er vanur tćknimađur af Ađalstöđinni en var ađ sjá tćkjabúnađinn á Nálinni í fyrsta skipti. Hann tók ađ sér tćknimálin. Tćkniborđ á svona útvarpsstöđ er hlađiđ tugum takka, sleđa og allskonar. Ţađ var mesta furđa hvađ fátt var um mistök. Engin stórvćgileg. Ađeins örfá smáatriđi sem fćstir hafa tekiđ eftir.
Lagavaliđ í ţessum fyrsta ţćtti var í mínum höndum. Í nćstu ţáttum velur Sigvaldi helming laga á móti mér. Af föstum liđum sé ég áfram um pönk-klassíkina og reggílag dagsins. Sigvaldi mun sjá um nýjan fastan liđ; soul-lag ţáttarins.
Mér heyrist á Sigvalda ađ hann sé meira fyrir rólegri og mýkri músík en ég. Reyndar sćki ég heima hjá mér yfirleitt í ţyngri og harđari rokkmúsík en ţá sem er á lagalistanum. Ég verđ dáldiđ ađ gćta mín á ađ vera ekki međ of brútal músík í ţćttinum. Sigvaldi kemur til međ ađ veita mér ađhald varđandi ţađ og "ballansera" ţetta međ mér. Ţegar ég var á Radíó Reykjavík í gamla daga var slegiđ á puttana á mér ţegar ég missti mig í Amon Amarth. Á Nálinni er viđmiđiđ í svona almennri dagskrá ađ ganga ekki mikiđ lengra í hörđu rokki en Black Sabbath. Sem er fínt. Nálin er flott útvarpsstöđ og hefur fariđ glćsilega af stađ.
Mér varđ á ađ segja í kynningu á Hippy Hippy Shake međ Georgie Satallites ađ Dave Clark Five hafi gert lagiđ frćgt. Hiđ rétta er ađ ţađ voru Swinging Blue Jeans. Smá fljótfćrnisvilla sem ég fattađi um leiđ og ég ók af stađ frá Nálinni eftir ţáttinn. Ţessar hljómsveitir voru á líku róli og spiluđu sum sömu lög. En rétt skal vera rétt.
Hćgt er ađ hlusta á Nálina hvar í heimi sem er á netinu: http://media.vortex.is/nalinfm
Ég veit ţegar af hlustendum í Bandaríkjunum og Fćreyjum. Svo bćtast Bretland og meginland Evrópu viđ. Ţví nćst Asía, Afríka og Grímsey. Og svo framvegis. Fjöriđ er rétt ađ byrja.
Gaman vćri ađ fá viđbrögđ hér viđ ţćttinum og ábendingar, bćđi um lagaval og ţađ sem betur má fara. Og klapp á bakiđ fyrir ţađ sem vel tekst til. Já, eiginlega ađallega ţađ.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiđlar, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
BARA SNILLDAR ţáttur!!! Takk fyrir mig elsku Jens minn.
Siggi Lee Lewis, 9.8.2010 kl. 01:03
Ziggy Lee, takk fyrir ţađ.
Jens Guđ, 9.8.2010 kl. 01:50
Ég missti af ţćttinum Jens, verđur hann endurfluttur? Er fyrirframákveđin dagskrá á Nálinni, hvar er hana ađ finna?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2010 kl. 02:17
Axel, ţátturinn verđur endurfluttur. Ég er ekki međ ţađ alveg á hreinu hvenćr. Ég held klukkan 21.00 á miđvikudag. Kannski oftar. Ég er ekki búinn ađ lćra hvernig dagskráin á Nálinni er. Ég veit ađ Markús Ţórhallsson er međ morgundagskrána ásamt fleirum. Svo tekur Raggi Palli viđ. Ég held ađ ţađ sé sami Raggi Palli og var međ kvölddagskrá á rás 2 til nokkurra ára. Einar Karl, útvarpsstjórinn, er međ ţátt eftir hádegi ásamt fleirum. Á milli klukkan 16.00 og 19.00 er ţađ Kalli Sigurđsson sem var á rás 2 til margra ára og ţar áđur á Útvarpi Suđurlands. Á milli klukkan 19.00 og 21.00 er Sigvaldi Búi međ kvölddagskrá. Hann var áđur á Ađalstöđinni í áratug eđa svo. Ţar á eftir held ég ađ helgarţćttir séu endurfluttir. Ţar á međal frábćr ţáttur Gunna "Byrds" sem er á dagskrá á milli klukkan 11.00 til 13.00 á laugardögum. Meira veit ég ekki. Mér ekki kunnugt um ađ dagskrá Nálarinnar sé ađ finna á netinu enn sem komiđ er. En ţađ stendur víst til bóta.
Jens Guđ, 9.8.2010 kl. 02:46
Ég sakna ţess mest ađ sjá ekki á lagalistanum stórsmellinn "Hvur grefillinn" međ Grefli og Gargöndunum. Kannski ţú bćtir út ţví fljótlega.
Grefill (IP-tala skráđ) 9.8.2010 kl. 03:27
Magnađ ađ fá loks almennilega útvarpsstöđ
Bubbi J. (IP-tala skráđ) 9.8.2010 kl. 09:33
Grefill, ég hef aldrei heyrt á ţetta lag minnst. Hvar kemst ég í ţađ?
Jens Guđ, 9.8.2010 kl. 23:35
Bubbi, ţessi stöđ hefur fariđ glćsilega af stađ. Ţví ber ađ fagna.
Jens Guđ, 9.8.2010 kl. 23:36
Sćll Jens og takk fyrir frábćrann ţátt :Ţ . Mér ţykir ekki líklegt ađ hann verđi endurfluttur á miđvikudag kl 21:00. ţetta var nefnilega ekki klukkutíma ţáttur heldur meira. Ég verđ nefnilega međ rómantíska hálftímann frá kl 22- 01 á miđvikudegi og sennilega vćri mjög slćmt ađ klippa á ţáttinn ţinn eftir einungis klst. En ég skal spyrja Einar á morgun og koma til ţín skilabođum hvenćr ţetta verđur :)
Bestu kveđjur frá kolleganum :)
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráđ) 10.8.2010 kl. 22:10
Jóhann, takk fyrir ummćlin og ađ láta mig vita. Ţetta verđur ekkert vandamál. Bara spennandi. Ég hlakka til ađ heyra ţáttinn hjá ţér.
Jens Guđ, 11.8.2010 kl. 03:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.