Svakalegt fjör á Sauðárkróki

Gæran 

  Það er allt að komast í fluggírinn á Sauðárkróki.  Búið er að fjarlægja þaðan hræ af ógangfærum Range Rover sem staðið hefur óhreyfður og óskráður í 4 ár.  Þar með er ekki neitt að vanbúnaði til að landsmenn geti fjölmennt á tónlistarhátíðina Gæruna á Sauðárkróki.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þessi tónlistarhátíð er haldin og því um sögulegan viðburð að ræða.  Hátíðin mun vinda upp á sig næstu ár og verða hápunktur í árlegu skemmtihaldi Íslendinga og nágrannaþjóða.  Þá verður mönnum talið til helstu mannkosta að hafa verið á fyrstu Gærunni.

  Á þriðja tug hljómsveita halda úti þéttri dagskrá á Gærunni 13. - 14. ágúst í húsnæði Loðskinns á Sauðárkróki.  Á meðal þeirra sem sjá um fjörið má nefna:

 - Siggi Bahama og Beatur

 - Bróðir Svartúlfs

.
 - Erpur/Sesar A

.
 - Geirmundur Valtýsson

 - Bermuda

.
 - Nóra

.
 - Hoffmann
.

 - Múgsefjun
.
 - Myrká

.
 - Bárujárn

 - Davíð Jóns

.
 - Svavar Knútur

.
 - Biggi Bix

.
 - Gillon

.
 - The Vintage

.
 - Morning after Youth

.
 - Hælsæri

.
 - Fúsaleg Helgi

.
 - Binni Rögg

.
 - Best fyrir
.

 - Sing for me Sandra 

.
 - Jona Byron


  Miðaverð fyrir báða dagana er aðeins 4000 krónur á midi.is (http://midi.is/tonleikar/1/6021. Fimmari við hurð).  Innifalið í því er - auk allra hljómleikanna -aðgangur á þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlist og frítt í sund.  Kvikmyndirnar eru hver annarri meira spennandi:


 - Handan Við Sjóinn (2009)
Heimildarmynd um íslenska tónlist

 - The Stars May Be Falling...but the stars look good on you (2009)
Heimildarmynd um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds

 - Where´s the snow
Glæný heimildarmynd um Airwaves hátíðinna.
Ekki er um eiginlega forsýningu að ræða heldur svokallaða prufusýningu (screening).

 - http://gaeran.almidill.vefir.net/

 - http://www.facebook.com/pages/Saudarkrokur-Iceland/TONLISTARHATIDIN-GAERAN-2010/109182002449012?ref=ts&__a=24&

 - http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=121364547910799&ref=ts

  Fjölmiðlafólk getur náð á aðstandendum Gærunnar í síma:  Ragnar 8975642, Sigurlaug 6604681 og Stefán 8685021.


mbl.is Dularfullur bílþjófnaður á Króknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Takk fyrir að benda mér á hvaða helgi sé best að forðast krókinn eins og heitan eldinn.

Hannes, 11.8.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  maður á aldrei að forðast Krókinn.  Síst af öllu þegar menn eru afkomendur Björns í Bæ.

Jens Guð, 11.8.2010 kl. 22:24

3 Smámynd: Hannes

Jens. Ég kann mjög vel við mig á króknum og kem þangað reglulega .

Hannes, 11.8.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég líka.

Jens Guð, 12.8.2010 kl. 23:31

5 Smámynd: Hannes

Gott að heyra það.

Hannes, 13.8.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband