Hverjir eru flottustu gítarleikarar rokksins?

  Að undanförnu hefur breska poppblaðið New Musical Express notið liðsinnis lesenda sinna við leit að flottustu gítarleikurum rokksögunnar.  Leitin hefur gengið alveg þokkalega vel.  Þannig lítur listinn út yfir gítarleikarana í 20 efstu sætunum (innan svartra sviga er staða sömu gítarleikara á lista bandaríska poppblaðsins Rolling Stone.  Innan blárra sviga er staða sömu gítarleikara í könnun sem breska útvarpið,  BBC 6 Music, stóð fyrir í apríl sl.):

(3) Matt Bellamy (Muse)
 
2  (9) Jimmy Page (LZ)
Robert Smith (The Cure)
Joshua Hayward (The Horrors)
 
5  (1) Jimi Hendrix
(2) Slash (Velvet Revolver)
7  (39) Bryan May (Queen)  
8  (96) Angus Young (AC/DC)
9  (18) (1) John Frusciante (Red Hot Chili Peppers)
10  (4) Eric Clapton
.
11  (21) George Harrison (Bítlarnir)
.
12 (26) (5) Tom Morello (Rage Against the Machine,  Audioslave)
13 (50) Pete Townshend (The Who) 
14 Albert Hammond Jr. (The Strokes)  
15 (17) (9) Jack White (The White Stripe)
.
16 (10) Keith Richards
17 (59) (7) Jonny Greenwood (Radiohead)
18 John Lennon (Bítlarnir)
19 Graham Coxon (Blur)
20 Syd Barrett (Pink Floyd)
.
  Listinn ber þess merki að vera breskur.  Listinn í Rolling Stone ber þess merki að vera bandarískur.  Þessir voru í eftirfarandi sætum á lista Rolling Stone án þess að hljóta náð fyrir eyrum lesenda New Musical Express:
2  Duane Allman
3  BB King
5  Robert Johnson
6  Chuck Berry
7  Stevie Ray Vaughan
8  Ry Cooder
  Þessir voru á lista BBC án þess að ná inn á lista New Musical Express:
4  Johnny Marr (The Smiths)
6  Kirk Hammett (Metallica)
8  Prince
10 Peter Buck (R.E.M.)
  Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til bestu gítarleikaranna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég hefði viljað sjá gítarleikaran Rory Gallagher þarna á topp tíu!! Veit ekki hvort þú þekkir til hans?

Guðmundur Júlíusson, 13.8.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  þó að við þekkjum til Rorys þá er hann sennilega ekki nógu þekktur meðal almennings til að ná inn á svona lista.  Yngra fólk þekkir hann ekki.

Jens Guð, 13.8.2010 kl. 22:58

3 identicon

Nei, kannski er það rétt, en látum þá sem ekki kannast við kauða kíkja á þennann link þar sem sjá má myndband með honum flytja lagið Bullfrog blues.

http://www.youtube.com/watch?v=33Jaodra7AY

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:11

4 identicon

Finnst nú að David Gilmour hefði mátt ná inn á listann. En hvað er hann George Harrison að gera þarna. Kannski er þá Ringo orðinn besti trommarinn :-)

Hallgrímur P Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  takk fyrir hlekkinn á "Bullfrog" blúsinn.  Flottur flutningur.

Jens Guð, 13.8.2010 kl. 23:32

6 Smámynd: Jens Guð

  Hallgrímur,  á meðan kosningin um flottustu gítarleikarana stóð yfir var hægt að fylgjast með stöðunni hverju sinni á netsíðu New Musical Express.  David Gilmour var lengst af inni á "Topp 20" en ekki Syd Barrett.  Á lokasprettinum féll David út en Syd náði inn.  Ég er sannfærður um að David hefur ekki fallið langt niður fyrir 20.  sætið.

  George og Ringo lögðu drjúgt af mörkum í hljóðheim Bítlanna.  Hljóðheim sem varð fyrirmynd milljóna hljóðfæraleikara út um allan heim.  Trommustíll Ringos hafði mikil áhrif og gerði mikið fyrir mörg lög Bítlanna.

  George og Ringo eiga alveg skilið að vera einhversstaðar á lista yfir þá flottustu á sín hljóðfæri.  Ekki í allra efstu sætum.  En einhversstaðar.

Jens Guð, 13.8.2010 kl. 23:47

7 identicon

 Vantar ekki Alvin Lee?

http://www.youtube.com/watch?v=LFpfureaCVs

Villi (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 23:51

8 identicon

Vantar klárlega thann besta, Johnny Marr úr the Smiths

Leifur (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 00:05

9 Smámynd: Jens Guð

  Hallgrímur,  ég gleymdi að geta þess að David Gilmour er í 82. sæti á lista Rolling Stone.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 00:06

10 Smámynd: Jens Guð

  Villi,  takk fyrir hlekkinn á Ten Years After.  Alvin var assgoti sprækur þarna á Woodstock.  Ég hef ekkert heyrt frá kappanum eða af honum til fjölda ára.  Hann virðist vera gleymdur - öðrum en þeim sem hafa séð Woodstock.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 00:11

11 Smámynd: Jens Guð

  Leifur,  það er hneyksli að Johnny Marr vanti á listann.  Hann er þó klárlega rétt undir 20. sætinu því hann var lengst af inni á listanum á meðan kosning stóð yfir.  Hann rann út af listanum á síðustu stundu.

  Gítarleikararnir í The Strokes voru ekki inni á listanum fyrr en í blálokin.  Hljómsveitin hlýtur að hafa verið á hljómleikaferðalagi um Bretland eða komið þar fram í vinsælum sjónvarpsþætti eða virkjað aðdáendaklúbb sinn til að kjósa eða eitthvað.  Allt í einu voru þeir komnir inn á listann og ýttu Johnny Marr og David Gilmour út.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 00:16

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrst menn eru nú byrjaðir að láta gamminn geysa, nefni ég Gary Moore til sögunar, en hann var gítarleikari Thin Lizzy í denn, hér sjáum við hann í tvíleik með BB King taka lagið " The thrill is gone"

http://www.youtube.com/watch?v=lqAuuIDU2sw

Guðmundur Júlíusson, 14.8.2010 kl. 00:30

13 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  takk fyrir bendinguna á myndbandið.  Þetta er dúndur skemmtilegt.  Gary er oft flottur.  Ekki skemmir að hafa BB King með.  Eins og þú sérð í færslunni er BB King í 3ja sæti á lista Rolling Stone.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 01:15

14 identicon

Þetta er nú meiri þvælan

JSH (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 01:19

15 Smámynd: Jens Guð

  JSH,  þetta er bara léttur samkvæmisleikur.  Ekkert sem ástæða er til að taka hátíðlega.  Það er hægt að hafa gaman af þessu.  Heilmikið gaman.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 01:51

16 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef JSH finnst leiðinlegt að við alvörurokkarar séum að tjá sig um góða gítarleikara, fáum við eitthvað við hans hæfi, svo honum finnist hann ekki vera útundan:

http://www.youtube.com/watch?v=5fqM1iBzXn0

Guðmundur Júlíusson, 14.8.2010 kl. 01:56

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Liztar zem að innihalda ekki Lez Paul, Jimi Hendrix, George Harrizon, Frank Zappa & Joe Zatriani á topp tíunni eru mér ómarktækir....

Steingrímur Helgason, 14.8.2010 kl. 02:06

18 identicon

 Takk fyrir Jens.Það er gaman af þessu. sorrí

Afhverju gleymist alltaf einn sá besti: Hilton Valentine (The Animals). Muniði upphafsstefið

í House Of The Rising Sun?

JSH (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 02:17

19 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  snilldar myndband

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 10:41

20 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  Hendrix og Harrison eru á "Topp 11" hjá NME.  Hinir eru örlítið fyrir neðan "Topp 20" hjá Rolling Stone:  Les Paul í 46. sæti og Zappa nr. 45.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 10:49

21 Smámynd: Jens Guð

  JSH,  flestir sem gutla á gítar spreyta sig fljótlega á hljómagangnum í "House of the Rising Sun" eins og The Animals lögðu hann upp.  Mér skilst að það hafi verið hljómborðsleikarinn,  Alan Price,  sem útsetti þennan hljómagang.  En flottur er hann hvort sem Alan eða Hilton eiga heiðurinn af honum.

  Almenningur þekkir ekki nafn Hiltons ogá því erfitt með að kjósa hann.  Til gamans:  Upphaflegi trommuleikarinn í The Animals á einkarétt á nafni hljómsveitarinnar í Bretlandi.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 11:01

22 identicon

Mark Knopfler er ekki þarna.  Það er synd.

jonas (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 11:42

23 identicon

Það er nú bara fyndið að sjá  Keith Richards þarna !!!!  Hann segir sjálfur að hann sé afleitur gítarleikari , er þetta ekki frekar keppnu um hver er þekktasti gítarleikarinn :)

Röggi (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 12:18

24 identicon

Að mínu áliti fimm bestu: Mick Box,Tommy Iommi,Angus Yong,Jim Page,Van Halenn....og til vara,Blackmore.

Björn (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 16:52

25 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  Mark Knopfler er í 27. sæti hjá Rolling Stone.  Það var rosalega flott að heyra trilluna hjá honum í sólóinu í "Sultans of Swing" á sínum tíma.  Það var svo auðheyrt hvað honum var þetta létt. 

  Síðar sást í myndböndum að hann notaði ekki fremsta hluta þumalsins í pikkinu heldur miðhlutann.  Það var skrítið að sjá.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 21:05

26 Smámynd: Jens Guð

  Röggi,  Keith verður alltaf að vera með á svona lista.  Hann er töff gítarleikari og hefur haft djúpstæð áhrif á rokkheiminn.  Hann er blessunarlega laus við rembing og stæla í gítarleik.  Sólóið í "Symphathy for the Devil" er eðal. 

  Það á við um marga af flottustu gítarleikurunum að þeir segjast aðeins vera á svona lista vegna frægðar sinnar.  David Gilmour heldur þessu til að mynda fram.  Í svona tilfellum eru viðkomandi að máta sig við gítarleikara sem ráða yfir tæknilegri færni en ekki hvað þeirra gítarleikur gerir flott fyrir músíkina. 

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 21:12

27 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  ég er þér sammála um aðra en Mick Box.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 21:15

28 identicon

Gítartúikun Mark Knoplers í laginu Brothers in arms er meistaraverk.  Mér finnst 27. sæti frekar neðarlega fyrir svona meistara .  En misjafn er smekkurinn.

jonas (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 22:04

29 Smámynd: Jens Guð

  Villi (# 7),  svo skemmtilega vildi til að eftir að ég hlýddi á myndbandið sem þú vísaðir á með Ten Years After á Woodstock (þútúbunni) þá kikti ég á fésbók Vilborgar Ölversdóttur.  Þar blasti við myndband með Alvin Lee og BB King.  Frábært!

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 22:19

30 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  fyrir mörgum árum var ég með þátt á útvarpsstöð sem hét Radíó Reykjavík.  Sú stöð gerði út á klassískt rokk.  Þetta var fyrir daga mikilla tölvusamskipta þar sem fólk sendir lög í tölvupósti.

  Kunningi minn úti á landi hélt því fram að lagið "Brothers in Arms" væri eitt af gullperlum sögunnar óháð flytjanda.  Sjálfur spilaði hann lagið í danshljómsveit sem síðasta lag á dansleikjum (vangadanslagið).  Hélt því fram að þetta væri fullkomnasta lokalag sem hans hljómsveit gæti boðið upp á.

  Ég bauðst til að spila í næsta þætti hjá mér lagið í flutningi Jóhönnu frá Bægisá (eins Laxness kallaði Joan Baez).  Kunninginn hafði ekki heyrt þá útgáfu.

  Lagið passaði varla innan um þau lög sem ég var að spila í þættinum (Led Zeppelin,  Deep Purple,  Hendrix o.þ.h.).  En lét það fljóta með fyrir vininn.  

  Þá brá svo við að inn á stöðina helltust innhringingar með fyrirspurn frá fólki sem vildi vita meira af þessari útgáfu.  Jafnframt kom starfsmaður stöðvarinnar hlaupand með ósk um að fá að setja lagið inn í tölvubanka Radio Reykjavík.  Sagði þetta vera snilld.  Það var auðsótt mál.

  Hér er lagið í flutningi Jóhönnu:    http://www.youtube.com/watch?v=PQTaUuKPMIc

  Enginn gítar en lagið stendur fyrir sínu.  

  Til gamans:  Þegar lagið var nýkomið út með Dire Straits var það kynnt á rás 2 með þeim orðum að titillinn væri kjánalegur:  "Bræður í handleggjum".  Rétt þýðing er "Vopnabræður".

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 22:34

31 Smámynd: Jens Guð

  Sætaröð á svona lista yfir flottustu gítarleikara skiptir ekki öllu máli (# 27 eða # 20).  Mestu skiptir að þeir sem það eiga skilið séu á listanum. 

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 22:36

32 Smámynd: Jens Guð

  Núna þegar ég rifja upp þetta lag með Jóhönnu hellist yfir mig löngun til að spila lagið í þættinum Sunnudagshugvekjan á Nálinni fm 101,5 á sunnudaginn eftir viku á milli klukkan 19.00 og 21.00.

Jens Guð, 14.8.2010 kl. 22:39

33 Smámynd: Dexter Morgan

Ef á að taka þetta alvarlega (sem ég held ekki, aðeins skemmtilegur samkvæmisleikur, eins og Jens bendir á); en þá EIGA gítarleikarar eins og Mark Knopfler, Santana, Joe Walsh og eflaust fleiri að vera þarna inni.

Dexter Morgan, 15.8.2010 kl. 00:33

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fyrir menn smekk er skritið að sjá Bellamy hjá Muse þarna efstan á blaði.  Þess fyrir utan er þetta Musedæmi algjörlega ofmetið og í raun lík Radiohead og hvað? -  Coxon hjá Blu nr. 19!

Nei, eg seg sona allt smeksatriði og tímarnir breytast og smekkurinn með.

Þessir gömlu eru náttúrulega miklu betri.  En þeir eru svo sem flestir á listanum sem koma uppí hugann.  Þó dapurt að sjá ekki Chuck á breska listanum og vöntun á Koflernum.  Þetta með Keith Richard, á á hann að vera á topp 5.  Skilyrðislaust.  Að sko, eg met ekki eftir tæknilegri getufyrst og fremst,  heldur set eg framar eða allavega jafhliða persónulega tjáningu sem kemur útum gítarinn.  Sköpunakraftinn og sérstöðuna o.þ.h.  JJ Cale finnst mér td. snillingur á gítar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 01:04

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,1.línu ,,minn smekk"  3.línu ,,líka" & ,,Blur" 7.línu ,,Knoflernum.  Fleiri smá villur en þær sleppa, að eg tel.  Sorrý.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 01:11

36 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jens, þú  hefur ýtt af stað flóði sem engan endi tekur  það hafa allir skoðanir á hvaða gítarleikari er bestur eða þá næstbestur, en hvernig væri að skoða bassaleikara sögunnar? Ég segi fyrir mitt leyti að John Entwistle í The Who sé einn sá besti,  einnig Jaco Pastorius og Chris Squire (Yes) Greg Lake (Emerson, Lake and Palmer), Jack Bruce (Cream) og svo fr.

Einhverjar skoðanir um þetta?

Guðmundur Júlíusson, 15.8.2010 kl. 02:21

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með sumum að Mark Knopfler á að vera miklu ofar, maðurinn sem á eitt magnaðasta gítarriff rokksögunnar, í laginu Money For Nothing.

En skemmtilegar vangaveltur.

Theódór Norðkvist, 15.8.2010 kl. 02:35

38 identicon

Er sammála þessu með Mark Knopfler - ætti að vera á topp 5! En hefði ekki líka mátt vera pláss fyrir Prince einhvers staðar í öllum þessum fjölda?

Sveinn (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 11:37

39 identicon

Þetta er ónýtur listi án Mark Knopfler... það er algerlega ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 15:41

40 Smámynd: Jens Guð

 Dexter Morgan,  Carlos Santana er í 15. sæti og Mark Knopfler í 27. sæti hjá Rolling Stone.  Mér þykir líklegt að Knopfler sé á svipuðum stað hjá NME en þar eru aðeins gefin upp efstu 20 sætin.  

  Það er einkennilegt að Joe Walsh sé ekki á lista.  Kannski er svo langt síðan hann hefur gert eitthvað bitastætt að hann er að gleymast?  Ég veit það ekki.  Ég hef ekkert heyrt frá honum í áratugi.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 16:07

41 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  ég er þér sammála með Muse.  Þarna spilar klárlega inn í að hljómsveitin er með vinsæla plötu sem nýlega var söluhæsta platan í Bretlandi.  Einstök lög með þeim (smáskífur) eru í mikilli spilun og hafa verið í efstu sætum vinsældalista. 

  Ég ætla að þessi Muse gítarleikari verði ekki í efstu sætum þegar svona könnun verður gerð á næstu árum.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 16:26

42 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  ég gleymdi að benda þér á að Chuck Berry er í 6. sæti hjá Rolling Stone.  Ungu Bretarnir sem kjósa gítarleikara Muse vita sennilega ekkert hver Chuck Berry er.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 16:29

43 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur (#36),  það er óskaplega gaman að velta svona listum fyrir sér.  Málið er að líta ekki á þá sem vísindalega rannsóknarniðurstöðu heldur sem samkvæmisleik. 

  Ég þarf að grafa upp lista yfir bestu bassaleikarana.  Mér líst vel á þá sem þú nefnir og bæti við Flea í Red Hot Chili Pepper og Paul McCartney.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 16:32

44 identicon

Þarna á Noel Gallagher klárlega að vera

Eiríkur (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 18:06

45 Smámynd: hilmar  jónsson

Gilmore og Jan Akkerman...má ekki á milli sjá hvor er betri.

hilmar jónsson, 15.8.2010 kl. 19:54

46 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Frank Zappa og stieve vay.... þessi listi er bara brandari. T.d hverjum í  dettur í hug að setja Syt Barret á þennan lista en ekki David Gillmore. OG þó Robert Smith sé vissulega mikill musikkant er samt fyndið að sjá hann fyrir ofan Brian May og Angus Young-.

Það er eins og þessi listi hafi verið settur Random upp.Gaurar eins og Page og Brian May- Tækju 90 % af þessum hljóðfæraleikum í nefið

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2010 kl. 21:33

47 identicon

Ja há , mjög flott þessi útgáfa eins og allt sem kemur frá Joan Baez

jonas (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 23:11

48 Smámynd: Jens Guð

  Eiríkur,  ég set spurningamerki við Noel.  Hann á það til að hrista góð lög út úr erminni.  Ég man ekki eftir neinu flottu gítarspili hjá honum.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:29

49 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  það gítarriff er virkilega flott.  Það er broslegt að lagið er samið sem ádeila á MTV.  Viðbrögð MTV urðu þau að gera lagið að einskonar einkennislagi fyrir MTV.  Það var töff uppátæki til að slá vopnin úr höndum gagnrýnandans.  Varnaraðgerð sem virkaði.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:33

50 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  það er eins og fólk átti sig ekki á hvað Prince er góður gítarleikari.  Virkilega góður.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:34

51 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  Knopfler er í 27. sæti hjá Rolling Stone.  Hann er áreiðanlega á svipuðu róli hjá New Musical Express.  Þar eru hinsvegar bara gefin upp efstu 20 sætin.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:35

52 Smámynd: Dexter Morgan

En Eagles gáfu út magnaða endurkomu-plötu; Long Road out of Eden, fyrir c.a. tveimur árum. Og áttu ennþá magnaðri "comeback" tónleikahald í kjölfarið, sem stendur reyndar ennþá. Ég býð spenntur eftir að þeir komi inn í Evrópu. Joe Walsh er bara snillingur.

Dexter Morgan, 15.8.2010 kl. 23:36

53 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  þeir eru svo ólíkir gítarleikarar að samanburður er ómögulegur.  Jan er rosalega flinkur.  Ég hef oft skemmt mér við að fletta upp á honum á þútúpunni.  Á móti vegur að David hefur sterkan persónulegan stíl.  Sjálfur segist Gilmour vera frekar fingrastirður og hafi frá fyrstu tíð forðast að taka þátt í hríðskotatónaflóði og hröðu tónstigaklifri.  Hann aðhyllist frekar teygða gítartóna og láta þá styðja undir framvindu lagsins. 

  Gilmour kom skemmtilega á óvart þegar hann fór að spila rokk með Paul McCartney.  Þar er hann assgoti sprækur og fingrafimur.  

  Aftur til Hollands:  Bassaleikari Jans í Focus er Íslandsvinur.  Hefur oft komið hingað og þekkir vel til íslenskrar músíkur.  Hann hefur mikið dálæti á Bjögga Gísla.  Á plötur með Pelican og fleiri hljómsveitum sem Bjöggi hefur spilað með.  Hann hefur ítrekað reynt að fá að spila með Bjögga Gísla.  Ég veit ekki alveg hvers vegna ekki hefur orðið af því.  

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:48

54 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  listinn hjá New Musical Express ber sterk merki vinæsldalista.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:50

55 Smámynd: Jens Guð

  Jónas,  af því að við erum að ræða gítarleik:  Jóhanna frá Bægisá er glettilega góður gítarleikari.  Vegna þess hvað hún er góð söngkona og syngur sín frægustu lög með undirleik hljómsveitar þekkir almenningur ekki hvað hún er góður gítarleikari.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:52

56 Smámynd: Jens Guð

  Dexter Morgan,  ég er ekki aðdáandi Eagles.  En Joe Walsh er virkilega flottur gítarleikari.

Jens Guð, 15.8.2010 kl. 23:57

57 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

ég myndi gjarnan vilja sjá svona lista sem settur er saman af hópi sérfræðinga í tónlistarheiminum þar sem eingöngu geta skiptir máli en ekki vinsældir viðkomandi hljómsveitar. Þar gætu komið fram tónlistarmenn úr lítt þekktari böndum, svo og tónlistarmenn úr öðrum geirum tónlistar. Það hljóta til dæmis að vera nokkrir magnaðir gítarleikar sem spila t.d. djass eða kántrí.

Og af því að ég var að koma heim af tónleikum með Chris Isaak þá verð ég að benda á gítarsnillinginn Hershal Yatowitch (man ekki hvernig þetta er skrifað). Á tónleikunum í kvöld söng CHris lag sem heitir Yellow Bird og Hershal lét gítarinn tísta eins og fugl. Það var ótrúlega flott. Og bassaleikar hljómsveitarinnar, Rowland Salley, er ég man eftir auglýsingu frá fyrirtæki sem selur hljómflutningstæki (eitt af þessum þekktari en man ekki hvaða fyrirtæki það var) og þeir sögðu að ef þið vilduð athuga gæði magnarans frá þeim þá þyrfi maður bara að spila hvaða lag sem er með Chris Isaak og hlusta á bassaleik Roly Salley til þess að skilja hvernig góður bassi á að hljóma.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.8.2010 kl. 08:17

58 Smámynd: Reputo

HVAR ER ÁRNI JOHNSEN Á LISTANUM??!! Annars finnst mér vanta þarna á listann Tony Iommi gítarleikara Black Sabbath.

Reputo, 16.8.2010 kl. 12:01

59 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Jens Ég veit vel að Jan og Gilmore eru ólíkir hvað stíl snertir. En á sinn ólíka hátt þá eru þeir mjög fjölhæfir gítarleikarar.

Tom Morello er flottur og frumlegur..Eric Clapton að sjálfsögðu klassískur og frábær blúsari.

Angus ? það er lítið merkilegt við stöðluð hraðagítarsóló sem ávalt eru eins. Jimmy Page ágætur fyrir sinn hatt, en frekar einhæfur.

Sama með Slash..

George Harrison og Keith Richard ? Erum við að djóka ? Í hverju liggja þeirra hæfileikar ?

hilmar jónsson, 16.8.2010 kl. 12:44

60 Smámynd: Jens Guð

  Kristín,  mig rámar í lista yfir bestu gítarleikarana settan saman af þekktustu gítarleikurum heims.  Ég hélt að ég hefði sett svoleiðis lista á bloggið fljótlega eftir að ég byrjaði að blogga.  Í fljótu bragði tókst mér þó ekki að finna það með aðstoð gúglsins.  Sennilega hef ég séð listann áður en ég byrjaði að blogga.

  Hinsvegar hef ég birt á blogginu aðra lista sem starfandi tónlistarmenn hafa sett saman.  Til að mynda yfir bestu lög og eitthvað fleira.  

  Ég hef lítið sem ekkert hlustað á Chris Isak.  Líklega vegna þess að hann spilar ekki mitt pönkrokk.  Ég þarf að tékka á þessum gítarleikara hans. 

Jens Guð, 16.8.2010 kl. 20:43

61 Smámynd: Jens Guð

  Reputo,  Árni sjálfur er grútspældur yfir að vera ekki á listanum.  Tony Iommy er í 86. sæti hjá Rolling Stone.

Jens Guð, 16.8.2010 kl. 20:46

62 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  ég er þér sammála með að fátt er leiðigjarnara en stöðluð hraðagítarsóló.  Ég ætla að fólk hrífist fremur að "riffunum" hans Angus Youngs en sólóunum hans. 

  Eins held ég að fáir kjósi Keith út á sólóin hans heldur hvað gítarleikur hans almennt setur flottan svip á tónlist Rollinganna.  Samt á hann flott sóló,  svo sem á mín 2.50 hér:  

http://www.youtube.com/watch?v=Je8MXiwmNIk

  Morello er minn uppáhalds gítarleikari.  Eða réttara sagt þá hlakka ég til að heyra ný lög með honum og vita hvernig hann afgreiðir þar sitthvað.

  Harrison var oft sprækur gítarleikari á fyrri plötum Bítlanna.  Hann fór eins og aðeins í baklás þegar allir þessir hetjusólógítaristar spruttu upp eins og gorkúlur í lok sjöunda áratugarins.

Jens Guð, 16.8.2010 kl. 21:41

63 identicon

Það er bara einn gítarleikari í öllum heiminum  ANGUS YOUNG!!!

http://www.youtube.com/watch?v=deV_tXedY8c

HAG (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 00:41

64 identicon

Vitiði að þið eruð að gleyma fullt af frábærum gítarleikurum sem voru mun fremri en margir þeir sem nefndir hafa verið, reyndar hafa slæðt þarna in topp menn en marga vantar, ég nefni t.d. Randi Roads, Zal Clemmerson, Poul Kosoff Steve Mariott, John Mayall, Felix Pappalardi, Mark Farner, og það má bæta þarna mörgum fleirum inn, þó svo að mér finnist Gallagerin slá þem flestum við því það er svo skrýtið með hann að hann virðist vera bestur "live".  Jú Young er fanta góður en vanta Bon Scott mep sér.

Ólafur Guðvarðarson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 07:20

65 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur,  það eru til fleiri gítarleikarar.  Meira að segja í AC/DC.  En Angus Young er ansi fjörmikill þarna í myndbandinu.  Enda ungur að leika sér.

Jens Guð, 17.8.2010 kl. 19:03

66 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  þeir eru ekki allir gleymdir þessir sem þú nefnir.  Randy Roads er í 85. sæti hjá Rolling Stone og Paul Kossoff í 51. sæti.

Jens Guð, 17.8.2010 kl. 19:13

67 identicon

Hvernig er hægt að búa til lista yfir bestu gítaristana, og fá 66 athugasemdir án þess að minnst sé á Steve Vai... platan slip of the tongue með whitesnake er epískt meistaraverk...

reynir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.