Besti útvarpsþátturinn á dagskrá í kvöld

 

  Þátturinn  Fram og til baka og allt í kring  er á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 í kvöld á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson,  Gunni í Faco) stýrir þættinum af stakri snilld.  Þó aðeins tveir þættir séu að baki hefur  Fram og til baka og allt í kring  stimplað sig inn sem besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi.

  Til að endurtaka mig ekki um of vísa ég á umsögn um fyrsta þáttinn:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083398/

  Upptaka á síðasta þætti misheppnaðist á þann hátt að ekki var hægt að endurflytja þáttinn.  Ég vona að Gunni endurspili í kvöld eitthvað af lögunum úr þeim þætti í staðinn.  Þar voru á meðal sjaldheyrðar upptökur með Everly Brothers og fleirum. 

  Höskuldur Höskuldsson,  harðlínu aðdáandi The Rolling Stones og Pretty Things,  verður gestur Gunnars í kvöld.  Þátturinn verður síðan endurfluttur á laugardaginn á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á þennan hlekk:  http://media.vortex.is/nalinfm,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi spila þeir eitthvað með Electric Banana (The Pretty Things)

JSH (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband