Aðdáunarvert hugrekki Guðrúnar Ebbu - skráið ykkur á stuðningssíðu hennar!

  Þegar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sakaði Ólaf Skúlason um nauðgunartilraun kom það ekki öllum á óvart.  Stúlkur sem stunduðu nám í Réttarholtsskóla er Ólafur var þar kennari vissu að þær mættu aldrei vera einar hjá honum.  Stelpurnar brýndu þetta hver fyrir annarri og pössuðu upp á hver aðra gagnvart Ólafi.  Það var á allra vitorði í skólanum að hann væri perri sem sætti lagi við að áreita stelpur kynferðislega.

  Sigrún Pálína mætti hinsvegar lokuðum dyrum hjá kirkjunnar mönnum og var hvött til að hafa hljótt um atburðinn.  Skref Sigrúnar varð öðrum fórnarlömbum Ólafs hvatning til að stíga einnig fram.  Eitt þeirra uppskar þau viðbrögð að fjölskylda hennar skrifaði Ólafi bréf.  Þar lýsti fjölskyldan yfir stuðningi við Ólaf og sagði fórnarlamb hans vera ímyndunarveikt.

  Eftir því sem þeim fjölgaði,  fórnarlömbum Ólafs, er komu fram með ásakanir á hendur honum fjölgaði stuðningsmönnum Ólafs einnig.  Fólk sendi honum blómvendi og stuðningsyfirlýsingar út og suður.  Enn í dag má sjá stuðning við Ólaf á fésbók og bloggi. 

  Tímarnir eru þó breyttir.  Í dag eru fleiri tilbúnir að hlusta á fórnarlömb kynferðisofbeldis.  Viljinn til að sópa þeirra málum undir teppi er minni en var.  Samt tók það biskup og kirkjuráð HÁLFT ANNAÐ ÁR að verða við beiðni Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um að fá áheyrn.  Á sama tíma stakk biskupinn undir stól bréfi frá organista Ólafs Skúlasonar.  Þar vottaði organistinn að Ólafur hafi verið haldinn kynferðislegu óeðli. 

  Biskupinn beit síðan - glottandi - höfuðið af skömminni með því að væna Guðrúnu Ebbu um ósannindi.  Þetta eru skilaboðin frá æðsta og hæst launaðasta embættismanni ríkiskirkjunnar til fórnarlamba barnaníðs og annars kynferðisofbeldis af hálfu ríkispresta.

  Framganga Guðrúnar Ebbu er klárlega mikill styrkur fyrir fórnarlömb Ólafs og önnur fórnarlömb barnaníðs og kynferðisofbeldis.  Vottum Guðrúnu Ebbu virðingu fyrir hugrekki sitt og framgöngu.  Það er hægt að gera með skráningu á fésbókarsíðu til stuðnings henni:  http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=110308905690499&ref=ts 

  Á síðunni er einnig vísað á áhugaverðar greinar um sitthvað þessu tengt.

www.aflidak.is

www.stigamot.is

Ólafur Skúlason


mbl.is Lýsti alvarlegum brotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og menn vita þá hef ég stúderað trúarsöfnuði árum saman... ekkert kemur mér á óvart hvernig þjóðkikjan höndlar slík mál... Já og fyrst núna árið 2010 kemur kirkjan fram og segir að kynferðislegt ofbeldi sé hugsanlega synd; Að kirkjan ætli núna að taka sig á og breyta til
Sorry... þetta eru nákvæmlega sömu viðbrögð og hjá öðrum kirkjum með samskonar mál...
Það versta er að alltaf taka trúaðir slíkan fyrirslátt sem góðan og gildan... nú sé allt í himnalagi.

Prestar nauðga, ræna kirkjur.. hvað gera sauðuðirnir: Þetta er svo góður maður, við viljum fá hann aftur.. Satan leiddi hann í gildru.

Sorglegt hvernig heilaþvotturinn fær að viðgangast

doctore (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömurlegt hvað viðgengst í skjóli trúar.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2010 kl. 14:35

4 identicon

jens snillingur takk fyrir að vekja enn og aftur athygli á þessum málum þú ert frábær,þetta er svo ótrúlegt og enn viðgengst þetta innan kirkju og fleiri staða en hef lika heyrt í konu sem var í fermingarfræðslu hjá honum og áður en hún byrjaði var þetta altalað mamma hennar varaði hana við!svo þetta hefði ekki átt að koma svona á óvart

sæunn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:14

5 identicon

Ásdís er ekki fullmikil einföldun að segja að viðbjóður eins og kynferðislegt ofbeldi viðgengst í "skjóli trúar".  Hvar kemur trúin þar við sögu?

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:27

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þór takk fyrir ábendinga, illa orðað hjá mér, á við að margir sem "þykjast" heilagir menn og virðast eiga trúna gera marga ljóta hluti. Ætli verstu verk mannanna hafi ekki mörg hver verið framin í drottins nafni.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2010 kl. 17:47

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú.  Aðdáunarvert hugrekki.  Rétt lýsing.

En við þetta (sem mann í sjálfu sér setur hljóðann við náttúrulega) að þá hljóta málin þarna á 10.áratugnum að koma í nýtt ljós  (allaveg fyrir sumum)  Að nú man maður sæmilega eftir þessu og hvernig farið var með í umræðunni - að á endanum var þessu mikið til stillt upp sem aðför að umræddum innan kirkjunnar, þ.e. vissir einstaklingar áttu að vera í valdabaráttu o.s.frv.  (nenni ekki að skýra nákvæmlega)  En konurnar sem sagt áttu að vera að hitta menn/presta sem biskupi hafði átt í deilum við o.þ.h.  og yfirlýsingar fram og til baka þannig að  upphaflega ásökunin einhvernveginn eyddist út í umræðunni og stundum var það þannig að umfjöllun og umræðan var orðin í gamansömum stíl etc.

Að þetta vekur þá upp umhugsun um hvernig hægt er að hafa grímu útávið  (og kannski ekki síst í krafti embætta eða titla) en í raunveruleikinn,  ef gríman fellur,  er eitthvað allt annað.  Þ.e. hve lygin og blekkingin er mikil - útávið.  Bara almennt séð.  Og hversu langt er hægt að ganga eða hve hart er laggt að sér til að viðhalda grímunni.

Svo man eg á þessum tíma var sjónvarpinu bannað,  eða það hætti við, að sýna myndina Síðustu freistingu Krists, vegna beiðna eða kvörtunar biskupsembættis ef eg man rétt.  Sem dæmi.  Fólk mátti ekki sjá þá mynd.  Nei, eins og eg segi, eg er mest að láta hugann reika sko. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 17:56

8 identicon

Þörf umræða - ekki spurning og hetjuleg barátta þessarar konu. En einhvern veginn minnir mig að restin af fjölskyldunni hans Ólafs hafi samt verið ógurlega mikið æst yfir fréttaflutningnum þegar hann byrjaði á sínum tíma. Kannski er Guðrún Ebba ein á báti þar? En það hlýtur óneitanlega að vera skelfilegt fyrir t.d. barnabörnin hans að þurfa að horfast í augu við þetta.

Krydddrottningin (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:11

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Af hverju mátti kallinn ekki klípa í rassgatið á kellingum eins og ég og þú?? Voðalega bera menn mikla virðingu fyrir prestastéttinni.

Siggi Lee Lewis, 20.8.2010 kl. 19:40

10 Smámynd: Ómar Ingi

þung byrði sem þessi kona hefur þurft að bera og það eftir föður sinn , já trúin ykkar er geðsleg eða hitt þó !.

Ómar Ingi, 20.8.2010 kl. 23:00

11 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE, ég ætla ekki að vísa algjörlega á bug þinni túlkun á þessu.  Ríkiskirkjan hefur staðið sig afskaplega illa í svona málum.  Til að mynda er skelfilegt að enn í dag skuli tilteknir fulltrúar hennar telja að þagnarskylda eigi að ríkja um barnaníð og annað kynferðislegt ofbeldi innan ríkiskirkjunnar.

  Samt er vert að halda til haga að þetta viðhorf á ekki við um alla ríkispresta.  Guðrún Ebba er einmitt aðdáunarvert dæmi um það.  

Jens Guð, 20.8.2010 kl. 23:55

12 Smámynd: Jens Guð

  Kristín Björg,  þetta er flott færsla hjá þér.

Jens Guð, 21.8.2010 kl. 00:24

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Stóra spurningin er- Hvernig í ósköpunum náði maður með svona samvisku að verða biskup ? Ég ætla ekki að gera Karli Sigurbyrnssyni þann ósóma að bera þá saman- enda er Karl líkari veiklinda kóaranum í alkafjölskyldunni sem kýs að þegja, taka ekki ákvörðun, rísa ekki gegn ranglætinu og velur sér þess í stað að vísa í jesú Kirst og segja að hann muni dæma ekk. 

Prestar eru jafn misjafnir og þeir eru margir- En það er löngu séð að kirkjusamfélagið gengur ekki upp- á sama tíma og kreddu öfl sem lúta ekki rökum eru þar ríkjandi. Öfl sem vilja þagga kynferðisbrot í hel. Öfl sem fyrirlýta samkynhneigða og öfl sem vilja lögsækja þá sem hæðast að trúnni.

Þessvegna er ekkert annað í stöðunni en að skilja kirkjuna frá ríkinu og breyta þeim í sjálfstæða söfnuði. Reyndar er ég farin að hallast að því að best væri að breyta Hallgrímskirkju í Diskotek.

Brynjar Jóhannsson, 21.8.2010 kl. 06:05

14 identicon

Þurfið þið frekari vitnana við... núverandi biskup er enn að reyna að ÞAGGA málið; Segir klárlega að ekki sé að marka frásögn biskupsdóttur.. málið verið aldrei sannað... nú eigi allir að fyrirgefa og hryggjast; Vondir menn verði dæmdir af geimpabba.

Bara sorry; En þarna er púra þöggun á fullu... gert lítið úr frásögn fórnarlambs..

Mjög svo sorgleg framkoma

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 11:24

15 identicon

Jens: Mér dettur ekki til hugar að dæma alla presta sem níðinga... EN ég dæmi stofnunina fyrir að þagga málin niður; Eins og trúarsöfnuðir gera um allan heim.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 11:29

16 Smámynd: Halla Rut

Ólafur, sem aðrir prestaperrar, varð prestur til að hylma yfir óeðli sitt og til að hafa betri aðgang að konum og börnum. Þóttist vilja hjálpa og gefa þegar hann raun vildi bara meiða og taka.

Núverandi biskup ætti að drulluskammast sín fyrir að hylma ennþá yfir og draga orð dóttur Ólafs í efa. Hann er lítt skárri sjálfur og meðsekur í mínum augum. Það tók Guðrúnu þetta langan tíma að fá fundinn því þeir vissu alveg hvað hún ætlaði að segja og vildu ekki heyra það. Það er ekki að ástæðulausu þegar menn verja og hylma yfir brotamönnum, við skulum fylgjast vel með biskup og hafa í huga að hann vill ekki dæma barnaníðunga. 

Það er alveg rétt hjá þér, Jens, að menn vissu vel að Ólafur Ógeð var perri. Fréttastofur og blaðamenn voru líka oft búnir að heyra af þessu en þorðu ekki að gera neitt. Kirkjan gerði hann af biskup vitandi um óeðli hans en samt heldur ríkið, og þar með við, áfram að halda þessari stofnun uppi. 

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 16:07

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halla Rut. Því miður þá les ég málsgrein þina í miðjunni með mestri athygli. Það er ekki mikill bragur yfir því að setja "serimoniur" einhverrar trúarstofnunar ofar lífshamingju og öryggi barna.

Og þá allra síst þegar um er að ræða það að gefa embættismönnum "opinbert veiðileyfi" á fólk sem er annað hvort varnarlaus börn eða brotna einstaklinga í sorgarferli eða ráðvillt í sálarnauð.

Fyrirgefningartal höfðingja þeirrar stofnunar sem þarna á hlut að máli er fyrirlitlegt. 

Og þar breytir engu þótt þessi vonda fregn komi honum á óvart og setji hann í meiri vanda en hann er maður til að ráða fram úr.

Þakka þér fyrir að sýna þann kjark Jens Guð að taka þetta mál til meðferðar hér.

Árni Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 17:31

18 Smámynd: Halla Rut

Eins og Jens segir hér þá vissu menn vel af óeðli Ólafs en gerðu hann samt biskup.

Mikil er ábyrgð þessara manna og mögum hafa þeir, með aðgerðaleysi sínu og yfirhylmingu yfir níðungum, valdið mörgum hjartanstjóni. Jafnslæmt, er þó um leið, að enga taka þeir ábyrgðina og finnst þeim þeir ekkert rangt hafa gert. Þetta eru æðstu prestar Íslands sem eiga að vera tákngervingar fyrir samhug, kærleik, og meira en allt, eiga að vera fyrir fólkið og þeirra sem minnimáttar eru. Kirkjan hefur algerlega brugðist og um leið, með þöggun sinni, gerst sek um glæpi og þjáningar. 

Allt gengur út á að halda kirkjunni á spenanum hjá ríkinu. Öllu skal fórnað fyrir völdin og peningana. Svo erum við að skammast við útrásavíkingana. 

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 21:34

19 identicon

Prestsnám er háskólanám.

Dettur einhverjum í hug að taka orðum hagfræðings sem endanlegri staðreynd?

Bókmenntafræðings?

Kennara?

Guðfræðings?

Þeir sem falla fyrir heilagleika eiga það hreinlega skilið.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 22:13

20 identicon

Að prestsnám sé háskólanám er alger brandari.. .. Hver ætli hafi komið því svo fyrir að prestsnám sé háskólagráða...

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 01:34

21 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Mín trú er sú að engin dóttir myndi nokkru sinni bera slíkar ávirðingar á föður sinn án þess að þær hefðu við rök að styðjast, sama hvar viðkomandi væri í stétt settur.  

Reyndar trúi ég því að ásakanir hennar séu sannar vegna þess að mjög nákominn ættingi minn lenti í kynferðislegri misnotkun frá þessum manni - og ég vissi af því löngu áður en þessi mál voru gerð opinber.

Í dag er svo sem ekki hægt að sýna fram á nauðgun, en mjög trúlega eiga 99% sagnanna um þennan fyrrum biskup íslensku þjóðkirkjunnar því miður við rök að styðjast.

Er ekki kominn tími til þess að hætta að trúa á íslensku þjókirkjunni og trúa á hinn alvöru Guð sem dregur fram hið góða í manneskjunni og hafnar því illa.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.8.2010 kl. 01:37

22 identicon

Er Guð til?

Bjartmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 19:09

23 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ja,  í skjóli trúar.  Jú vissulega hafa barnaníðingar og aðrir kynferðisofbeldismenn sótt í embætti og störf kirkjunnar.  Kaþólska kirkjan er glöggt dæmi um það.  Fórnarlömb kynferðisofbeldis innan kaþólsku kirkjunnar telja tugi þúsunda.  Þessi viðbjóður hefur einnig átt skjól hjá ríkiskirkjunni.  Biskup er uppvís að barnaníði,  nauðgunartilraunum og anarskonar kynferðisofbeldi.

  Núverandi biskup nýr glottandi salti í sárin með því að væna fórnarlamb,  dóttur níðingsins,  um ósannsögli.  Geir Waage lýsir glaðbeittur yfir algjörri og skilyrðislausri hilmingu á kynferðisglæpamönnum ríkiskirkjunnar mönnum.     

Jens Guð, 22.8.2010 kl. 23:31

24 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  við erum að tala um fárveikan kynferðisglæpamann.  Margir vissu af óeðli hans en kusu að hilma yfir.  Pálmi pokaprestur í Bústaðakirkju þar á meðal.  Líka Hjálmar Jónsson,  þáverandi alþingismaður.

  Aðrir nafngreindir menn (sem ég hirði ekki um að draga fram.  Aumingjar) skrifuðu blaðagreinar þar sem þeir sökuðu fórnarlömb Ólafs Skúlasonar um að ganga annarlegra erinda.  Eftir stendur:  Biskupinn,  Ólafur Skúlason,  var barnaníðingur og nauðgari.  

  Karl Sigurbjörnsson er fyrirlitlegur að væna fórnarlamb barnaníðingsins um ósannsögli.  Glottandi út að eyrum.  

Jens Guð, 22.8.2010 kl. 23:41

25 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  það er ónákvæmt að segja að kynferðisofbeldi viðgangist beinlínis í skjóli trúar.  Hinsvegar er ljóst að staða Ólafs Skúlasonar sem æðsta embættismanns ríkiskirkjunnar var honum skjól.

Jens Guð, 24.8.2010 kl. 01:26

26 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís (#6),  þetta er rétt hjá þér.  Það er sömuleiðis ömurlegt hvað margir fylkja sér að baki kynferðisglæpamanna í kjól og með kraga.  Til að mynda vantaði hvorki Ólaf Skúlason né Gunnar Björnsson stuðningsmannagengið.

Jens Guð, 24.8.2010 kl. 01:30

27 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Bjarki,  ég man líka eftir þessum blaðaskrifum sem þú nefnir.  Menn hömuðust við að skrifa í blöðin kenningar um að þessi og hinn nafngreindi presturinn væri að etja konunum fjóru fyrir sig til að koma höggi á biskopinn.  Þessum fjóru konum sem sökuðu Ólaf um nauðgunartilraunir og annað kynferðisáreiti.

Jens Guð, 24.8.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband