Prinsippmaður

  Ég var staddur á Hlemmi.  Þar var blindfullur gamall maður að staupa sig úr koníaksfleyg.  Annar gamall maður mætir á svæðið og þeir heilsast.  Þeim nýkomna virðist hálf brugðið við að sjá vin sinn svona blindfullan.  Hann spyr:

  -  Hvað er að sjá þig?  Þú hefur verið að hæla þér af því að vera hættur að drekka.

  -  Ég er hættur að drekka,  fullyrti hinn grafalvarlegur og sannfærandi.  Einu undantekningarnar eru þegar ég horfi á leiki.  Þá fæ ég mér örfáa öllara. 

  -  Já,  varstu að horfa á leikinn?  Hvernig fór?

  -  Ég veit það ekki.  Mér rann í brjóst í fyrri hálfleik.  Leikurinn var búinn þegar ég rumskaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta kallar maður að dettíða!

Emil Hannes Valgeirsson, 11.9.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Hannes

Skemmtilegt myndband.

Hannes, 11.9.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að þessir í myndbandinu hafi drukkið eitthvað annað en bjór..  Fáir verða svona fullir bara af bjór...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2010 kl. 00:13

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hressandi

Ómar Ingi, 12.9.2010 kl. 12:17

5 Smámynd: Jens Guð

  Emil,  mér þótti sá gamli alveg magnaður.  Grafalvarlegur og sannfærður um að hann væri í raun hættur að drekka.  Þrátt fyrir að hafa sofið af sér leikinn sem var ástæðan fyrir ölvuninni.

Jens Guð, 12.9.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er furðulegt hvað jörðin getur orðið erfið til að standa á undir svona kringumstæðum.  Bestur þykir mér sá sem er að taka ölvunarpróf hjá löggunni,  á að ganga eftir málbandsræmu en dettur fram á hana.

Jens Guð, 12.9.2010 kl. 22:14

7 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  það getur verið að þeir hafi sloppið í nokkur skot til að skerpa á.

Jens Guð, 12.9.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  verulega hressandi.

Jens Guð, 12.9.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.