Hryðjuverkahellt flugfélag

  Hver er ekki hræddur við að fljúga á milli landa og landsvæða?  Hræddur vegna hættunnar á að illgjarnir hryðjuverkamenn leynist meðal flugfarþega og bíði færis til að sprengja flugvélina í loft upp skömmu eftir flugtak.  Þetta er ástæðan fyrir því að við þurfum að undirgangast gegnumlýsingu og leit að vopnum fyrir flugtak.  Meira að segja í sakleysislegu flugi innanlands og til Færeyja eða Grænlands. 

  Nú hefur nýtt flugfélag í Bandaríkjum Norður-Ameríku,  TPA (Terrorsist-Proof Airlines),  fundið upp aðferð til að bjóða upp á hryðjuverkahellt flug.  Aðferðin er einföld.  Farþegar þurfa aðeins að berhátta sig fyrir flug og föt þeirra koma með næsta flugi,  sem er yfirleitt strax daginn eftir.  Þar með sleppur enginn inn í flugvélina með skammbyssur,  sprengjur í skóm,  hnífa eða neitt slíkt.  Mér skilst að Flugvélag Íslands ætli að taka þessa aðferð upp.  Og enginn þarf þá að vera hræddur í flugi til Egilsstaða eða Akureyrar.

nektarflug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 23.9.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 00:28

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zem innbúandi norðlendíngur í utanverðum Hrízeyjarfirði , þá er ég hreinlega ekki vizz um að ég myndi vilja fara upp í flugvél með bruzzum zweidúnga minna nöktum, zwei mér þá alla daga, nema náttla mánudaga.

Fyrir það fyrzta er náttla dálið vel þýngra í þeim pundið, en hordúkkum þínum zunnzlendiz, zem að hefur áhrif á hvort að vélarzkribblið nær nokkrun tímann flugi upp fyrir pollinn & í annann ztað þá hefði zwoleiðiz ózjarmör einnig áhrif á ázdarlíf okkar hjóna, zem að hefur nú náð all nokkru flugi undanfarin áratuginn, einz & örverpi okkar er zkýrt merki til um.

Til hinz þriðja að telja, ég hef aldrei grýtt nokkurn hvorugzkynz araba, né hann mig, þannig að við Ózóminn Bin Ladari eigum ekkert óppgert okkar á milli, þannig zéð.

En til öryggiz, er náttla líklega zkázt að halda zig heima við, í Eyferzku ztillíngunni...

Steingrímur Helgason, 23.9.2010 kl. 00:33

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2010 kl. 00:33

5 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  mér hefur þótt undarlegt að vera skoðaður í bak og fyrir og krafinn um vegabréf til sönnunar á hver ég er þegar ég skrepp til Akureyrar.  Að óreyndu hélt ég að það stæði í samhengi við að þið Ósaminn bin Ladin ættuð óuppgerðar sakir.  Nú veit ég að ástæðan er einhver önnur.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 00:47

6 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 00:48

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Mér þykir mjög leiðinlegt að þurfa að snæða uppi á Keflavíkurflugvelli með plasthnífapörum.  Ekki veit ég hvað er svona hættulegt við bitlausa málm-borðhnífa, en mér þótti merkilegt að mega taka með áfengi í glerflösku inn í vél.  Ég get hæglega drukkið vodkann (og orðið stórhættuleg bara við það) og svo brotið flöskuna og þá komin með hárbeitt og banvænt vopn í ofanálag.

Hjóla-Hrönn, 23.9.2010 kl. 15:19

8 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ansans, ég hefði ekki átt að skrifa þetta, ég er nefnilega að fara til Bandaríkjanna bráðum í verslunar og fyllerísferð, ef alríkislögreglan er ekki komin með aðvörun í stórum rauðum stöfum upp á skjá (og mynd af mér), þá veit ég ekki hvað...

Hjóla-Hrönn, 23.9.2010 kl. 15:22

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skarplega athugað hjá þessu flugfélagi. Víst er að ef hryðjuverkamenn af múslimska taginu fljúga með því munu þeir ekki verða til stórræðanna - í neinum skilningi :)

Kolbrún Hilmars, 23.9.2010 kl. 18:03

10 identicon

Já Gud....thetta er náttúrulega bilun ad bullid frá USA sé tekid alvarlega á Íslandi.  Mordódir zíónistar sem kúgad hafa Palestínumenn og studdir eru af USA eru orsök theirra hrydjuverka sem áttu sér stad  thann 9 sept. 2001.

" Steingrímur,  mér hefur þótt undarlegt að vera skoðaður í bak og fyrir og krafinn um vegabréf til sönnunar á hver ég er þegar ég skrepp til Akureyrar."

Hvad er fólk ad hugsa?

Gjagg (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:24

11 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er ekki viss um að ég myndi vilja hafa svona fyrir augunum í hvert skipti sem ég flýg - og ég flýg mikið - því að flugfreyjurnar hjá Alaska Airlines eru flestar komnar nokkuð framyfir síðasta söludag... en alls ekki allar og það gæti jú hysjað upp meðaltalið.

Heimir Tómasson, 23.9.2010 kl. 19:46

12 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ef ég ætti flugfélag myndi ég bara láta flugfreyjurnar vera naktar! Það hefur alltaf vantað svoleiðis félag.

Siggi Lee Lewis, 23.9.2010 kl. 22:40

13 Smámynd: Hannes

Ég myndi ekki fara með þessu flugfélagi enda yrði ég án efa handtekinn fyrir sjónmengun löngu áður en ég kæmist um borð. Ætli það sé ekki skylda að vera nýrakaður enda auðvelt að fela hníf í síðu skeggi eða hári.

Hannes, 23.9.2010 kl. 23:07

14 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  fyrst að ég slepp án vandræða til Bandaríkjanna þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur.  Reyndar án vandræða fyrir mig en til vandræða fyrir öryggisverði á bandarískum flugvöllum og meðfarþega mína.

  Þegar ég fór til Boston 2008 var ég á flugvellinum beðinn um að gera grein fyrir hvað ég væri með mikinn pening meðferðis.  Ég var með einhvern slatta af dollurum en einnig færeyskan pening,  evrur og eitthvað fleira.  Ég bað tollvörðinn um að umreikna yfir í dollara þann "útlenska" pening sem ég var með.  Hann sagðist ekki mega vera að því.  Honum nægði að ég væri með nóg af dollurum til að geta framfleytt mér á meðan á dvölinni í Bandaríkjunum stæði.

  Það var galsi í mér eftir langt flug og gott framboð á bjór í fluginu.  Ég krafðist þess að reglum væri fylgt.  Ég vildi gera nákvæma grein fyrir spurningunni um hvað ég væri með mikinn pening.  Hann yrði að umreikna "útlenda" peninginn í dollurum.  Eftir jaml,  japl og fuður þurfti kauði að leita uppi gengi hinna ýmsu gjaldmiðla og reikna allt samviskusamlega út.  Það tók langan tíma.  Mig minnir að ég hafi sungið fyrir hann íslensk ættjarðarlög á meðan.  Gott ef ég tók ekki einhver dansspor í leiðinni til að sýna honum íslenska dansa og færeyska hringdansinn.  Á meðan myndaðist löng röð við tollhliðið.  Geir Ha-ha-haarde,  Lúðvík Bergvinsson,  þá alþingismaður og fleiri urðu að híma í röðinni þolinmóðir.  

  Þetta var gaman.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:31

15 Smámynd: Jens Guð

  Kolbrún,  þetta er góður punktur.  Gerum í leiðinni skarpan greinarmun á múslimskum öfgamönnum annarsvegar og hinsvegar 1200.000 friðsömum múslimum hinsvegar.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:33

16 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  það er kolgeggjað hvað langt er gengið hér í innanlandsflugi í að fylgja öryggisreglum sem eiga klárlega ekkert við íslenskar aðstæður.  Það er kjánalegt að þurfa að framvísa vegabréfi þegar skroppið er til Vestmannaeyja eða Hafnar í Hornafirði.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:37

17 Smámynd: Jens Guð

  Heimir,  ertu með fordóma gagnvart eldri konum?

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:38

18 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  eru flugfreyjurnar ekki hvort sem er naktar?  Af og til að minnsta kosti.  Eða ef vel er að þeim farið.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:40

19 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  jú,  það fylgir að vera vel snyrtur að ofan og neðan.  Rakvélar fylgja flugmiðanum.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:41

20 Smámynd: Hannes

Þá er það á hreinu að ég fer ekki með þessu flugfélagi enda er töluvert verra að ganga um skegglaus en að vera ekki í neinum fötum á allmannafæri.

Hannes, 23.9.2010 kl. 23:46

21 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú skreppur þó kannski til Ísafjarðar þegar Flugfélag Íslands hefur tekið þetta upp.  Bara til að vita hvernig þetta virkar.

Jens Guð, 24.9.2010 kl. 00:09

22 identicon

Ég hélt að það væri búið að afleggja setuna( z ) Steingrímur...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:59

23 Smámynd: Jens Guð

  Helgi Rúnar,  z-an var ekki beinlínis aflögð.  Það var aðeins hætt að kenna hana í skólum.  Flestir gripu það fegins hendi að þurfa ekki lengur að kunna utan að hvar og hvenær átti að skrifa z og z-an lagðist af án þess að það væri fest í lög.

Jens Guð, 24.9.2010 kl. 19:21

24 identicon

Ég nota annað hvort ökuskírteini eða debetkort í innanlandsfluginu.

karl (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 16:40

25 Smámynd: Jens Guð

  Karl,  ég kalla það gott að debetkort sé tekið gilt.

Jens Guð, 11.10.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.