Besti þátturinn frumfluttur á morgun (laugardag)

 

  Að öllu jöfnu er besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi,  Fram og til baka og allt í kring,  frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Nálinni fm 101,5.  Hann er síðan endurfluttur á laugardögum á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Í gær var hinsvegar bein útsending frá frábærum hljómleikum á Sódómu (sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1103337/).  Besti þátturinn verður þess vegna frumfluttur á morgun (laugardag) á milli klukkan 11.00 og 13.00. 

  Umsjónarmaður þáttarins,  Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson,  Gunni í Faco,  Gunni í Japis...),  ætlar að venju að bjóða upp á ýmislegt spennandi.  Þar á meðal sitthvað sem hann lumar á af lögum sem aldrei áður hafa heyrst í íslensku útvarpi.  Til að mynda nýtt lag af væntanlegri plötu með syni Pauls McCartneys.  Einnig mun hann spila flutning ónefnds Íslandings á lagi Bobs Dylans,  Forever Young.  Líka eitthvað með Grateful Dead,  Traffic,  The Clash,  Eric Burdon & The Animals,  Emmylou Harris,  The Byrds,  Richard og Lindu Thompson...  Eða að minnsta kosti flestum þessara.   Gott ef Gunni spilar ekki líka óútgefið (formlega) efni með Bob Dylan og Johnny Cash saman.   Hvað sem verður er næsta víst að þetta verður dúndur þáttur.  Missið ekki af honum.  Það er hægt að ná honum á netinu með því að smella á   http://media.vortex.is/nalinfm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   þægilegt.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  ég kvitta undir það.

Jens Guð, 11.10.2010 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband