Besti þátturinn endurfluttur í hádeginu

  Besti þátturinn,  Fram og til baka og allt í kring,  frá fimmtudagskvöldinu verður endurfluttur á Nálinni fm 101,5 í hádeginu.  Nánar tiltekið á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Umsjónarmaður þáttarins,  Gunni "Byrds" (Gunni í Japis, Gunni í Faco...),  tók vænan snúning á Bob Dylan í tilefni þess að Dylan á afmæli á næsta ári.  Verður sjötugur.  Einnig spilaði Gunnar nokkur lög með bandaríska gítarsnillingnum Clarence heitnum White (sjá myndband hér að ofan).  Þau lög eru af svo fágætri plötu að einungis eru til 5 eintök af henni hérlendis.  Einnig spilaði Gunnar eitthvað með Skip heitnum Battin,  bassaleikara The Byrds.

  Davíð Steingrímsson af Ob-La-Di bar kíkti í heimsókn.  Þeir fóru yfir upphafsár Cliffs Richards sem breska Presleys.  Þeir komu víðar við.  Meðal annars spiluðu þeir lag Johns Lennons  #9 Dream  í ljómandi áhugaverðum flutningi bandarísku gítarhljómsveitarinnar R.E.M. 

  Missið ekki af endurflutningnum.  Það er hægt að hlusta á netinu með því að smella á þennan hlekk:   http://media.vortex.is/nalinfm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Er það ekki Versti þátturinn ?

Ómar Ingi, 16.10.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  kannski fyrir ykkur sem hlustið bara á Britney Spears og Christine Aqualera.  Fyrir aðra er þetta besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi.

Jens Guð, 16.10.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband