Sunnudagshugvekjan í kvöld: 200, Maríus, Faith no More, Stranglers...

200--

  Sunnudagshugvekjan  verður afgreidd á Nálinni fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00 í kvöld.  Aldrei þessu vant verður færeysk músík óvænt spiluð.  Að minnsta kosti flottasta pönksveit heims,  200,  og art-poppsveitin Marius.  Kannski einhverjar fleiri færeyskar.  Annars hefst þátturinn jafnan á klassísku rokki og endar á íslensku poppi í bland við heimspopp.  Einhversstaðar þar á milli eru fastir liðir afgreiddir:  Pönk-klassíkin,  djass-klassíkin,  reggí-perla dagsins og "skrýtna lagið".   Iðulega flýtur sparnaðarráð með og eitthvað fleira fróðlegt.  Jafnframt reyni ég að afgreiða einhver óskalög sem bíða spilunar. 

  Klassíska rokkið verður að þessu sinni m.a. sótt í smiðju Faith no More og Living Colour.  Meira veit ég ekki á þessu stigi málsins.

  Þeir sem kjósa að hlusta á netinu geta smellt á þennan hlekk:   http://media.vortex.is/nalinfm

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband