Judas Priest heillaðir af færeysku víkingarokki Týs

  Það hefur lengi verið orðrómur á kreiki um að liðsmenn bresku þungarokkssveitarinnar Judas Priest séu aðdáendur færeysku víkingarokkaranna Týs.  Nú hefur þetta verið staðfest í spjalli þýska rokkmálgagnsins  In-Your-Face-Magazine  við söngvara Judas Priest,  Rob Halford.  Aðspurður um hvað sé í mp3 spilaranum hans svarar Robbi því til að það sé skandinavísk víkinga-metal hljómsveit sem heiti Týr.  Svo nefnir hann einnig nokkur önnur nöfn.  Þar á meðal Iron Maiden. 

  Þetta má sjá - ef vel er að gáð - á:  http://www.in-your-face.de/interviews/rob-halford-metal-kennt-keine-sozialen-barrieren


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Týr eru ágætir. Mun betri en Judas Priest, í það minnsta

Gsss (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:43

2 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  Týr geta verið frábærir þegar sá gállinn er á þeim.  Ég á bara 1 plötu með Judas Priest en 5 með Tý.  Það segir eitthvað um áhuga minn á þessum hljómsveitum.  Reyndar langar mig í fleiri plötur með JP og einnig nýlega plötu með hljómsveitinni Heljarauga,  hliðarverkefni Hera,  söngvara,  gítarleikara og söngvasmið Týs.

Jens Guð, 23.10.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband