Besti þátturinn endurfluttur klukkan 11.00: The Long Ryders, Dylan, Gene Clarke...

  Besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi,  Fram og til baka og allt í kring,  var á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 síðasta fimmtudag á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Þessi glæsilegi þáttur verður endurfluttur í dag,  laugardag,  á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Í þættinum spilað Gunni "Byrds" (Gunni í Faco,  Gunni í Japis...) bráðskemmtileg lög með frönsku hljómsveitinni Les Negrettes Vertes og ennþá skemmtilegri lög með bandarísku cow-pönk sveitinni frábæru The Long Ryders.  Einnig spilaði hann lög með Cream,  Eric Burdon,  Doors,  Dylan,  Gene Clarke,  Clarence White,  Roger McGuinn og fleiri hetjum.  Gestur Gunnars var Kormákur Bragason,  söngvari hljómsveitarinnar Gæðablóðs.  Eðlilega voru því nokkur lög með Gæðablóði spiluð líka. 

  Spjall þeirra Gunnars og Kormáks var allt hið áhugaverðasta,  sem og kynningar Gunnars á lögunum sem spiluð voru í þættinum.  Þar fljóta með margir góðir fróðleiksmolarnir.  Missið ekki af endurflutningnum.  Það er auðvelt að hlusta á netinu.  Bara smella á þessa slóð:  http://media.vortex.is/nalinfm .

  Munið svo að greiða atkvæði í skoðanakönnunum hér til vinstri á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.