Sunnudagshugvekjan í kvöld: Deep Purple, Uriah Heep, Motorhead...

  Sunnudagshugvekjan  svífur í loftið núna klukkan 19.00 á Nálinni fm 101,5 og verður á góðu flugi til klukkan 21.00.  Í fyrri hluta þáttarins eru spiluð klassísk rokklög.  Um miðbik þáttarins spretta föstu liðirnir óvænt fram:  Djass-klassíkin,  pönk-klassíkin,  "skrýtna lagið" og reggí-perla dagsins.  Í seinni hluta þáttarins ráða íslensk lög ríkjum ásamt heimspoppi. 

  Ýmis fróðleikur slæðist með.  Þar á meðal notadrjúgt hagkvæmnisráð.  Og ekki má gleyma óskalögunum.  Þau verða með Bítlunum,  Gary Moore og The Jam.

  Tölvuvæddir njóta þeirra forréttinda að geta smellt á eftirfarandi hlekk til að hlusta:   http://media.vortex.is/nalinfm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband