Mikilvægt að leiðrétta

  Einn allra skemmtilegasti og fróðlegasti útvarpsþáttur heitir "Nei hættu nú alveg".   Hann er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 15.00 og 16.00 á sunnudögum.  Þar fer stjórnandinn,  Villi "Naglbítur", á kostum ásamt gestum.  Í síðasta þætti varpaði Villi fram spurningu um það hvenær bandaríski söngvarinn Elvis Presley hafi fallið frá.  Rétt svar var 1977.  Í inngangi að spurningunni sagði Villi hann Elvis kallinn hafa verið góðan lagahöfund. 

  Málið er að Elvis var ekki lagahöfundur.  Eftir hann liggur ekki eitt einasta lag.  Það breytir þó engu um að Elvis var frá söngvari,  frábær túlkandi,  með frábæra sviðsframkomu og frábær um margt annað.  En hann var ekki lagahöfundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Þetta er misskilningur hjá þér Jens. Eða öllu heldur misheyrn. Villi sagði að Elvis hefði verið góður vagahöfundur enda samdi hann hann mörg góð vög um ævina.

Hélt að þú værir nú betur að þér en þetta.

Grefill, 1.11.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég er með 30% heyrn.  Sú fötlun hefur oft skilað mér skrýtnum skilningi á því sem sagt er.  En alltaf skemmtilegum misskilningi.

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 00:05

3 identicon

Hann bjó til fullt af húðlögum vegna fitu undir restina

Gsss (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 09:36

4 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  góður!

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 10:46

5 identicon

Getur einhver velviljuð sál frætt mig um hverjir/ar eru umsjónarmenn eða frumkvöðlar árlegrar Jazzhátíðar í Reykjavík? Yndisleg og hæfileikarík tengdadóttir
mín, Elizabeth Shepherd hefur áhuga á að komast í samband og  ef til vill kynna sig og kynnast Íslandi um leið.  

Með fyrirfram þökk

 Kassandra

Kassandra (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:26

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jens nú er ég hissa á þér, Elvis samdi eitt lag

lvis wrote none of his songs although he is in the songwriting credits for 9 songs ..none of which he actually helped write
Well actually saying he wrote none of his songs is a factual lie. If you have ever heard of a song called something like train ride, he wrote that whilst he was still at school so he did at least write one song!!!


No he didn't - despite the fact his name appears on a number of songs as co-writer. This was down to Elvis' manager Col Parker wangling extra money for his client (or rather himself) by telling songwriters that Elvis would record their song in exhange for a shared writers credit. The writers would often agree as an Elvis recording of their song (even with split royalties) would get them far more money than if some other singr recorded it

Óskar Þorkelsson, 2.11.2010 kl. 15:12

7 Smámynd: Jens Guð

  Kassandra,  trommuleikarinn Pétur Grétarsson er höfuðpaur Jazzhátíðar Reykjavíkur.  Hann er með netfangið peturgretars@mac.com.

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 17:54

8 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  þú getur fundið á netinu fullyrðingar um að Elvis Presley sé á lífi.  Fullyrðingar sem eru studdar mörgum og góðum rökum.  Þú getur einnig fundið trúfélög sem bera nafn hans.  Trúfélög þar sem söfnuðurinn trúir því í fullri alvöru að Elvis Presley hafi verið og sé Messías.

   Á hvaða plötu er þetta Train Ride lag?  Eins og flestir tónlistarmenn reyndi Elvis Presley að semja lög.  Útkoman varð þannig að hann gerði ekkert með þessi lög.  Þess vegna liggja engin lög eftir hann 

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 18:00

9 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta, Jens. Fínt að fá netfangið líka. TAKK!

Kassandra (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 18:46

10 Smámynd: Jens Guð

  Kassandra,  bara um að gera.  Það er gaman að geta hjálpað.

Jens Guð, 2.11.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.