Kallinn reddar þessu

  Ég þreytist ekki á að skemmta mér yfir "þúsundþjalasmiðnum".  Þessum sem reddar öllum hlutum.  Ef eitthvað er í ólagi þá lítur hann í kringum sig og grípur til þess sem hendi er næst til að kippa hlutunum í lag.  Hér eru nokkur skemmtileg dæmi:

kallinn reddar þessu

  Það þarf að hræra deigið.  Hrærivélin er biluð.  Kallinn teygir sig þá bara í verkfæratöskuna,  grípur upp rafmagnsborinn og festir þeytispaðann framan á hann.  Málið leyst.

kallinn reddar þessu -

   Smá umferðaróhapp.  Framljósin vinstra megin í klessu.  Þetta er ekkert sem ekki er hægt að redda með tveimur vasaljósum.

kallinn reddar þessu --

  Afturglugginn vinstra megin fór í klessu.  Svo heppilega vildi til að afgangsgluggi úr bílskúrnum passar eins og hanski.  Það eina sem þurfti var dágóður slatti úr frauðplastsbrúsa.  Málið leyst.

kallinn reddar þessu ---

  Jólakúlurnar frá því í fyrra finnast hvergi.  En nóg er til af litfögrum bjórdósum.  Vinur minn í Hafnarfirði hefur einmitt græjað þetta svona í mörg ár.  Virkar vel.  Eins og best verður á kosið.

kallinn reddar þessu ----

  Það þarf að ferja nautið bæjarferð.  Óþarfi er að spandera í kostnað við nautgripavörubíl.  Heimilisdrossían dugir prýðilega.

kallinn reddar þessu ------

  Það þarf að snyrta hekkið.  Slétta það að ofan.  Kallinn reddar því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Hahahaha Þetta með nautið er lang fydnast.

Hannes, 8.11.2010 kl. 00:02

2 Smámynd: Grefill

Þær eru hver öðrum betri lausnirnar.

Grefill, 8.11.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að gefa mér tækifæri til að hlæja hátt og innilega  Stendur sennilega upp úr þetta með jólakúlurnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 

Ía Jóhannsdóttir, 8.11.2010 kl. 14:20

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.11.2010 kl. 16:38

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er verulega fyndið hvað nautið tekur þessu með stakri rósemi.

Jens Guð, 8.11.2010 kl. 23:16

7 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þetta er snilld.

Jens Guð, 8.11.2010 kl. 23:16

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  mér þykir skreytingin með jólakúlurnar einmitt svo fyndin vegna þess að vinur minn í Hafnarfirði hefur sama hátt á. 

Jens Guð, 8.11.2010 kl. 23:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Ingibjörg,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 8.11.2010 kl. 23:18

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 8.11.2010 kl. 23:19

11 identicon

hehe skil ekki hvað þeir eru strangir hér má helst ekki vera beygla á bilnum til að fá skoðun þetta gefur lifinu lit!

sæunn (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:28

12 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  þetta er bara skemmtilegt.

Jens Guð, 11.11.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband