9.11.2010 | 00:03
Bestu frumburðir rokksögunnar
Breska rokkblaðið New Musical Express hefur verið að velta fyrir sér hvaða fyrstu plötur, frumburðir, hljómsveita og sólóskemmtikrafta hafa heppnast best. Ritstjórn blaðsins hefur birt sinn lista en leyfir einnig lesendum að taka þátt í leitinni að bestu fyrstu plötunum. Sú kosning stendur ennþá yfir. Sá listi hefur tekið á sig fast form. Hugsanlega eiga einhverjar plötur á þeim lista eftir að skipta um sæti. En þær plötur sem eru núna á listanum virðast vera komnar inn á hann til að vera þar. Ég sakna þar plötu Sykurmolanna, Life Is Too Good, og Debut plötu Bjarkar. Reyndar er engin sólóplata á listanum yfir þær 20 bestu. Hvernig sem á því stendur.
Plöturnar í allra efstu sætunum bera þess merki hverjir eru lesendur NME: Ungir karlar hallir undir Brit-popp. Suede og Oasis ættu varla möguleika í samskonar könnun hjá bandarískum rokkblöðum. En þetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvæmisleikur. Gaman væri að heyra ykkar viðhorf til listans. Hann er svona (fyrir aftan er útgáfuárið):
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 4111588
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Black Sabbath finst mér sárlega vanta á þennan lista!
Hreiðar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:40
Plebbalegur listi. Margt gott á honum samt. Zeppelin I og Stone Roses langsamlega bestu plöturnar.
Topp 5 deibjú að mínu mati (í engri röð):
Metallica - Kill 'Em All
Dead Kennedys - Fresh Fruit for Rotting Vegetables
Gang of Four - Entertainment
Machine Head - Burn My Eyes
XTC - White Music
Haukur Viðar, 9.11.2010 kl. 00:44
Hreiðar, vandamálið með BS var að þeir slógu ekki gegn fyrr en með sinni annarri plötu, Paranoid. Þessar 2 fyrstu plötur BS komu reyndar út með stuttu millibili 1970. Þeim var báðum slátrað af gagnrýnendum. En tíminn vann með þeim og hljómsveitinni. Til samanburðar við Led Zeppelin og Deep Purple þóttu BS háfgerð bílskúrshljómsveit. Engu að síður hafði BS meiri áhrif til lengri tíma á þróun þungarokksins en flestar aðrar samtíða hljómsveitir.
Jens Guð, 9.11.2010 kl. 01:13
Haukur Viðar, listinn þinn er flottur. Ég er hrifnari af honum en lista NME. Ég vil bæta því við að GO4 höfðu gríðarmikil áhrif á íslenska pönkara á sínum tíma. Þó hljómsveitin hafi þróast afar illa þá hafði gítarleikarinn Andy Gill mikil áhrif og stjórnaði m.a. upptökum á plötum Red Hot Chili Peppers og Killing Joke.
Jens Guð, 9.11.2010 kl. 01:20
Dire Straits fyrsta platan. Mér finnst að hún ætti að vera hátt á lista.
Heiðar Sigurðarson, 9.11.2010 kl. 01:53
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að þessi topp 10 listi yfir bestu plötur allra tíma er hlægilegur... Suede? Arctic Monkeys? The Libertines? Arcade Fire? Ég sit gapandi fyrir framan tölvuskjáinn hjá mér yfir því að einhver myndi setja þetta á topp 50 listann sinn, hvað þá topp 10.
Ásamt því að finnast hljómsveitir eins og The Doors, Led Zeppelin, Bítlarnir, The Jimi Hendrix Experience, The Velvet Underground og The Who ættu vafalaust að vera hærra á listanum að þá fyndist mér ekkert að því að þessum yrði bætt við hann:
Pixies - Surfer Rosa (1988)
The Stooges - The Stooges (1969)
Television - Marquee Moon (1977)
The Byrds - Mr. Tambourine Man (1965)
Og þó að þær séu ekki beint rokk ætla ég að setja líka inn Black Flag - Damaged (1981) og Beastie Boys - Licensed to Ill (1986)
Man hreinlega ekki eftir fleiri afburða góðum frumburðum þó að þeir séu án alls vafa til.
Maynard (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 08:03
What the hell... hvar er Appetite for Destruction með Guns N' Roses??? ... ???
Auðjón (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:38
Heiðar, ég hef aldrei séð fyrstu plötu Dire Straits á svona lista. Hún fær heldur ekki fullt hús stiga (5 stjörnur) hjá helstu gagnrýnendum. Til að mynda fær hún "aðeins" 4 stjörnur hjá www.allmusic.com. Sem er svo sem fín einkunn út af fyrir sig.
Jens Guð, 9.11.2010 kl. 21:04
Maynard, ég er þér alveg sammála. Bæði með þær plötur sem ættu að vera hærra á listanum og líka þessar sem þú nefnir að vanti á listann. Ekki síst Damaged með Black Flag. Ég er samt viss um að 99% af lesendum NME hafa aldrei heyrt í Black Flag.
Jens Guð, 9.11.2010 kl. 21:09
Auðjón, þungarokkið virðist ekki eiga uppi á pallborði hjá lesendum NME. Hinsvegar er Appetite for Destruction á listanum hjá gagnrýnendum NME: http://www.nme.com/list/50-greatest-debut-albums/196597/page/1
Jens Guð, 9.11.2010 kl. 21:12
Þessi listi er mjög undarlegur svo ekki sé meira sagt.
Sammála með Dire Straits og Stooges.
Byrds eiga að mínu mati ekki heima þarna.
Hefði hins vegar viljað sjá Boy með U2. Hugsanlega líka Franz Ferdiand
Björk og Sykurmolarnir eru allt of litlir spámenn til þess að eiga sæti á svona lista.
LM, 10.11.2010 kl. 00:24
LM, The Byrds eiga alveg heima á svona lista. Þeir skópu á sínum tíma það sem var kallað folk-rock. Músíkstíl sem hafði mikil áhrif á það sem Bítlarnir og Rolling Stones voru að gera.
Jens Guð, 10.11.2010 kl. 01:16
The Byrds eiga sjálfsagt heima á mörgum listum en þeirra frumburður var að meirihluta coverlög, flest þeirra eftir Dylan eins og titillagið. Deili ekki um að þeir höfðu vissulega mikil áhrif.
LM, 10.11.2010 kl. 11:03
Ég er sammála með Stooges, þar var proto punk af bestu gerð. Ég er samt ánægður að sjá Joy Division svona ofarlega
Gsss (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:10
LM, á þessum árum voru krákur algengar á fyrstu plötum hljómsveita og sólósöngvara. Til að mynda helmingur laga á fyrstu plötu Bítlanna og sitthvað á plötum The Doors, Led Zeppelin, The Who og fleiri þarna á listanum.
Einhver af lögunum á fyrstu plötu The Byrds voru frumútgáfur þó þau væru eftir aðra. Þannig var það með Mr. Tambourine Man eftir Bob Dylan. En mestu skiptir að The Byrds komu með nýjan músíkstíl og ýmsar aðrar nýjungar inn í sögu rokksins.
Jens Guð, 11.11.2010 kl. 04:17
Gsss, ég tek undir þín orð.
Jens Guð, 11.11.2010 kl. 04:18
Ekkert af Dylan lögunum á fyrstu Byrds plötunni var frumútgáfa. Öllu höfðu komið út áður með Dylan sjálfum. All I really want to do, Spanish Harlem Incident og Chimes of freedom komu út á Another side sem kom út árið 1964. Tambourine man var á Bringing it all back home sem kom út í mars 1965, rétt á undan "Mr. Tambourine man" með The Byrds ...
LM, 11.11.2010 kl. 22:27
LM, þegar betur er að gáð þá er þetta rétt hjá þér. Mr. Tambourine Man kom út með Dylan í maí 1965 en í júní með The Byrds. Hinsvegar hafði lagið ekki komið út með Dylan sjálfum þegar hann lét The Byrds fá lagið. Það breytir þó ekki þessari sögulegu staðreynd sem þú ferð rétt með að Dylan-útgáfan kom út á undan. Né heldur því að The Byrds afgreiddu þetta lag og fleiri Dylan lög í - á þeim tíma - nýjum tónlistarstíl sem kallaðist folk-rokk og hafði mikil áhrif á Bítlana og fleiri merkar hljómsveitir þess tíma.
Jens Guð, 11.11.2010 kl. 23:08
Persónulega hef ég aldrei skilið vinsældir The Byrds. Mér fannst tónlist þeirra og framkoma vera svo yfirgengilega væmin og lögin svo yfirborðsleg og illa samin að ég gat aldrei hlustað lengi þar til ég fékk meira en nóg.
Heiðar Sigurðarson, 12.11.2010 kl. 01:28
Heiðar, ég verð að skrifa langa og sérstaka bloggfærslu um The Byrds til að svara þér. Þú ert með einhverja hugmynd um The Byrds sem passar ekki við raunveruleikann en hefur líklega orðið til út frá örfáum lögum sem eru mikið spiluð í útvarpi. Örfáum lögum af fyrstu tveimur plötum The Byrds.
Sannleikurinn er sá að tónlist The Byrds breyttist afar mikið frá fyrstu plötunni 1965 til síðustu plötunnar 1973. Aðal lagahöfundur og söngvari The Byrds, Gene Clark, hætti í hljómsveitinni eftir fyrstu 2 plöturnar.
Á 4ðu plötunni er bassaleikarinn Chris Hillman orðinn aðal lagahöfundurin. Gítarleikararnir Roger McGuinn og David Grosby voru einnig komnir á fullt í lagasmíðum og voru á miklu flugi í tilraunkenndum útsetningum.
Á 6. plötunni eru einu frumsömdu lögin eftir nýjan liðsmann, hljómborðs- og gítarleikarann Gram Parsons. Sú plata, Sweetheart Of The Rodeo, er kántrý-plata með að uppistöðu gömlum kántrý-slögurum eftir Woody Guthrie, Bob Dylan og Merle Haggard ásamt gömlum þjóðlögum.
Þannig mætti áfram telja. Mannabreytingar voru það miklar að af alls 11 fullgildum liðsmönnum The Byrds var Roger McGuinn sá eini sem var í hljómsveitinni allan tímann.
Músíkstílar The Byrds spanna folk-rokk, kántrý, sýru-popp, raga-rokk, djass, gospel, blús, geim-rokk (space), flower-power, hipparokk og allskonar.
Það stenst ekki skoðun að lögin á plötum The Byrds séu illa samin. Ég hef ekki talið það saman en ætla að skjóta á að The Byrds hafi spilað inn á plötur lög eftir 40 - 50 höfunda. Þar á meðal marga sem almennt eru taldir í hóp bestu lagahöfunda dægurlagasögunnar, svo sem Bob Dylan, Jackson Browne, Woody Guthrie, Pete Seeger, Carole King og Gerry Goffin...
Til viðbótar hafa lög liðsmanna The Byrds verið krákuð með góðum árangri af ekki minni tónlistarmönnum en Patti Smith, Joan Baez, Emmylou Harris, Elvis Costello, Miracle Legion...
Þetta allt saman og meira til ætla ég að taka saman í sérstakri bloggfærslu á næstu dögum. Og þegar útvarpsstöðin Nálin fm 101,5 hefur aftur göngu sína í desember ætla ég að taka þetta einnig fyrir með tóndæmum.
Það er dálítið þannig með The Byrds eins og Bítlana að margir þekkja þessar hljómsveitir einungis af nokkrum lögum þeirra sem mest eru spiluð í útvarpi. Þau lög gefa ekki rétta mynd af þessum hljómsveitum. Þau lög eru bara poppuðustu lögin á ferli hljómsveita sem sendu einnig frá sér helling af tilraunakenndari og rokkaðri músík sem útvarpsstöðvar spila ekki.
Jens Guð, 13.11.2010 kl. 21:25
Já, það getur vel verið að ég sé að fara með fleipur og hafi algjörlega misskilið þetta band. En þeir náðu bara aldrei neinu "hitti" í mínum huga og líklega hef ég aldrei gefið þeim séns. Einnig fannst mér hrifning Gunna Gunn fráhrindandi. Maðurinn hélt því fram og gerir enn (held ég) að Byrds hafi verið betri en Bítlarnir og Stones. Kommon.
Skal hlusta með opnum huga ef þú tekur þá fyrir á Nálinni.
Heiðar Sigurðarson, 14.11.2010 kl. 09:08
Heiðar, a-ha, nú skil ég. Gunni "Byrds" hefur tekið þig í tíma um The Byrds. Þú hefur farið í baklás. He, he, he. Ég er töluvert mikill aðdáandi The Byrds og Bítlanna og The Stones. Ég stilli þessum hljómsveitum þó ekki upp sem hver var best. Né heldur hvort Lennon eða McCartney eða Jagger eða Richards eru eða voru betri.
Jens Guð, 15.11.2010 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.