Bestu lög Bítlanna

  Í síđustu fćrslu birti ég lista yfir vinsćlustu lög Bítlanna.  Sá listi sýndi ţau lög Bítlanna sem flestir keyptu á iTunes í vikunni.  Nú er bandaríska poppblađiđ Rolling Stone ađ senda frá sér sérblađ yfir 100 bestu lög Bítlanna.  Ég veit ekki hvernig sá listi er unninn.  Hvort ţar liggur ađ baki álit ritstjórnar Rolling Stone eđa hvort sá listi er unninn í samvinnu viđ ţekktustu lagahöfunda rokksins. 

  Rolling Stone er söluhćsta poppblađ heims.  Selst í um 2 milljónum eintaka og er prentađ á ţýsku og frönsku og kannski fleiri tungumálum.  Ţetta er virt tímarit,  vandađ ađ virđingu sinni og alveg ástćđa til ađ líta á ţađ sem marktćkt.  Til gamans má geta ađ blađamenn Rolling Stone hafa á síđustu árum fylgst náiđ međ íslenskri músík.  Ţeir sćkja Iceland Airwaves og fleiri íslenska músíkviđburđi.

  Á netsíđu RS hefur veriđ gefinn upp listi yfir ţau lög Bítlanna sem rađast í 10 efstu sćti yfir bestu lög Bítlanna.  Hann lítur ţannig út:

 

1   A Day in the Life
2   I Want to Hold Your Hand
3   Strawberry Fields Forever
4   Yesterday
5   In My Life
6   Something
7   Hey Jude
8   Let It Be
9   Come Together
10  While My Guitar Gently Weeps
.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nokk nćr mínu mati.

Verra er, ađ ef ţađ vćru einhver önnur tíu, vćri ţađ líklega jafn nálćgt.

Steingrímur Helgason, 19.11.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Theódór Norđkvist

Hef alltaf haldiđ svoítiđ upp á Paperback Writer, Day Tripper og I feel fine/She said so. Allt kröftugir rokkarar.

Theódór Norđkvist, 19.11.2010 kl. 01:40

3 Smámynd: Grefill

Uss, ţađ vćri hćgt ađ búa til marga lista sem vćru allir góđir.

Hér er einn sem kom samstundis:

1. Here, There and Everywhere

2. Michelle

3. Elenor Rigby

4. Across the Universe,

5. Obladi Oblada

6. Because

7. And I Love Her

8. If I Fell

9. When I'm Sixty Four

10. You've Got To Hide Your Love Away

Grefill, 19.11.2010 kl. 04:59

4 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Lennon lög í meirihluta, enginn tilviljun.

Sigurđur I B Guđmundsson, 19.11.2010 kl. 09:17

5 Smámynd: Bárđur Örn Bárđarson

umhugsunarefni er međ  iTunes hvor menn hlađi ekki niđur lögum sem ţeir eiga ekki en fá ţarna tćkifćri til ađ kaupa án ţess ađ kosta til heilli plötu. Hled ađ flest laga bítlanna kćmu til greina án ţess ađ menn settu neitt mikiđ út á ţađ. Ţađ var einvhertíman búin til platan No1 međ ţeim ćtli sá lagalisti sé ekki líklegastur hvađ vinsćlustu lög ţeirra varđa.

Bárđur Örn Bárđarson, 19.11.2010 kl. 13:33

6 identicon

Hvar er "Norwegian Wood"?  :)

Jóhann (IP-tala skráđ) 19.11.2010 kl. 18:57

7 Smámynd: Jens Guđ

  Steingrímur,  ég er líka sáttur.  Ađ mestu.

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 00:33

8 Smámynd: Jens Guđ

  Theódór,  ég er líka meira fyrir rokklögin.  Ekki ađeins hjá Bítlunum.  Bara yfirleitt.

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 00:34

9 Smámynd: Jens Guđ

  Grefill,  ţađ er rétt:  Ţađ er hćgt ađ gera marga góđa "Topp 10" lista međ lögum Bítlanna.

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 00:35

10 Smámynd: Jens Guđ

  Sigurđur,  ţađ fer eftir ţví hvernig ţetta er reiknađ.   A Day in the Life og  In My Life  eru iđulega skilgreind sem Lennon lög.  Samt lagđi Paul í púkkiđ viđ gerđ ţessara laga.  Ef nákvćmasta útreikningi er beitt varđandi hlutdeild McCartneys í ţessum lögum er útkoman ţannig ađ McCartney á rösklega 4 lög á listanum og Lennon tćplega 4.  Harrison á 2 lög skuldlaust.  Ţađ er góđur árangur miđađ viđ hvađ hann átti fá lög í heildarpakka Bítlalaga.

A Day in the Life = Lennon 60%,  McCartney 40%

I Wan´t to Hold Your Hand = Lennon 50%,  McCartney 50%

Strawberry Fields Forever = Lennon

Yesterday = McCartney

In My Life = Lennon 65%,  McCartney 35%

Hey Jude = McCartney

Let It Be = McCartney

Come Together = Lennon

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 00:51

11 Smámynd: Jens Guđ

  Bárđur Örn,  ţetta er góđur punktur hjá ţér međ ađ fólk hafi sótt í lög sem ţađ átti ekki fyrir. 

  Platan 1  innihélt öll lög međ Bítlunum sem fóru í 1. sćti breska og bandaríska vinsćldalistans.  Reyndar var töluvert deilt um ţessa safnplötu ţegar hún kom út.  Mörg af ástsćlustu lögum Bítlanna komu aldrei út á A-hliđ smáskífu og fóru ţví aldrei inn á vinsćldalista.  Lagiđ  Yesterday  kom hvergi út á smáskífu nema í Bandaríkjunum.  Bretum og fleirum ţótti lagiđ ţess vegna vera bođflenna á safnplötunni.  Ţeir hinir sömu voru líka gagnrýnir á ađ platan hefst á laginu sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn međ í Bandaríkjunum,  Love me Do.  Ţađ náđi ţó hvorki 1. sćti í Bandaríkjunum né Bretlandi.  Ţađ náđi ekki einu sinni inn á "Topp 10" í ţessum löndum.  

  Bretum og fleirum ţótti ađ betur hefđi fariđ á ađ hafa á safnplötunni fyrsta Bítlalagiđ sem sló í gegn í Bretlandi og Evrópu,  Please,  Please Me.  Ţađ náđi ţó ekki heldur 1. sćtinu í Bretlandi heldur 3ja sćti.

  Ţannig mćtti áfram telja.

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 01:13

12 Smámynd: Jens Guđ

  Jóhann,  ég spyr líka.  Ţetta er eitt af mínum uppáhalds Bítlalögum.

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 01:14

13 Smámynd: Theódór Norđkvist

Ekki ţađ ađ rólegu bítlalögin eru mörg frábćr, eins og Michelle, I'll follow the sun, Hey you've got to hide your love away, Something og mörg önnur.

Síđan má bćta viđ Happiness is a warm gun, stórkostlegt lag. Gítarspiliđ í upphafi er varla af ţessum heimi. Komiđ hefur tilgáta um ađ titill lagsins sé spádómur Lennons um eigin dauđdaga, allavega ein af ţessum skrýtnu tilviljunum í lífinu. Var annars ekki White Album valin besta plata rokksins einhvern tímann, eđa söluhćst?

Ţó Paul hafi í heildina veriđ betri lagahöfundur og afkastameiri, eru mörg lög sem Lennon á ađ mestu alveg mögnuđ. Ţau sem nefnd hafa veriđ hér, t.d. Happiness is a warm gun, Norwegian wood, auk Revolution 9.

Theódór Norđkvist, 20.11.2010 kl. 12:59

14 Smámynd: Jens Guđ

  TheódórHappiness is a Warm Gun  er fyrsta lagiđ sem framkallađi gćsahúđ á mér.  Ţađ var í kaflanum ţar sem hljómsveitin syngur í flottri röddun viđlagiđ og Lennon hrópar erindiđ yfir.  

  Hvíta albúmiđ  er skráđ söluhćsta plata Bítlanna í Bandaríkjunum.  Sú skráning er hinsvegar ekki rétt.  Vegna ţess ađ albúmiđ telur tvćr plötur er hvert selt eintak skráđ x 2.    

  Ég held ađ  Abbey Road  sé í raun söluhćsta plata Bítlanna.

  Revolver  eđa  Sgt Pepper´s...  toppa yfirleitt á listum yfir bestu plötur rokksögunnar.   Hvíta albúmiđ  er jafnan ofarlega á lista (oft inn á "Topp 10") líka.

  Ţađ er rétt í ađra röndina ađ Paul hafi veriđ afkastameiri lagahöfundur en John.  Paul var og er sísemjandi lög.  Ţau hafa hlađist upp hja honum á lager í stórum stöflum.  John var meira í ţví ađ semja "tćkifćrislög".  Ţađ er ađ segja setjast niđur og semja nýtt lag ţegar komiđ var ađ nćstu smáskífu eđa nćstu plötu.

  Engu ađ síđur liggja fleiri lög eftir John en Paul á plötum Bítlanna.  Ég man töluna ekki nákvćmlega.  Hún er einhversstađar á ţví róli ađ á plötum Bítlanna séu 87 lög eftir John og 74 eftir.   

Jens Guđ, 20.11.2010 kl. 14:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.