1001 gamansaga

1001 gamansaga 

  Helgi Seljan er víðfrægur fyrir sínar skemmtilegu gamansögur.  Þær hefur hann á hraðbergi og er fyrir bragðið eftirsóttur veislustjóri og skemmtikraftur.   Það er fagnaðarefni að nú sé eitthvað af sögunum hans að koma út í bók.  Hún heitir  1001 gamansaga.  Ég hef fengið leyfi til að birta hér sýnishorn.  Sögurnar eru ekki aðgreindar heldur settar fram í belg og biðu.  Þannig eru þær einmitt sagðar af Helga. 

  Sami prestur þjónar bæði Reyðarfirði og Eskifirði, en á

heima á Eskifirði.

  Ég var eitt sinn meðhjálpari á Reyðarfirði og klerkur,

er þá var, kom oft í heimsókn og þáði góðar veitingar hjá

Hönnu, konu minni. Einu sinni ruggaði hann sér svo í

stofustólnum að hann datt aftur yfir sig og braut stólinn.

Öðru sinni sat hann á eldhússtól þar sem setan var skrúfuð

vel niður, en í látunum sprengdi hann allar skrúfurnar frá

stólnum og sat svo sjálfur á gólfinu. Þetta fréttist víða og

m.a. á bæ í sveitinni þar sem orðhvatur strákur átti heima.

  Nú kom prestur á bæinn og þá segir strákur við prest,

en hann vissi að hann átti heima á Eskifirði: „Það er meiri

vitleysingurinn þessi prestur á Reyðarfirði, hann er búinn

að mölva tvo stóla fyrir Helga Seljan.“ Sagt er að prestur

hafi horfið óðara á braut.

.

  Eftirlætisgamansaga Karvels Pálmasonar um mig var

sú að stuttu eftir að ég hafði náð í Hönnu konu mína hefði

vinkona Önnu tengdamóður minnar komið í heimsókn og

spurt tengdamömmu hvernig henni litist á nýja tengdasoninn.

Þá hefði Anna átt að svara: „Ja, ef hann væri sokkur væri ég

löngu búinn að rekja hann upp.“

.

  Einu sinni var ég að skemmta ásamt Sigurði Jónssyni

og Karvel Pálmasyni. Kynnirinn hóf sína kynningu þannig

í upphafsávarpi um dagskrána: „Fyrst koma skemmtilegir

skemmtikraftar, svo koma Helgi og Karvel.“

.

  Við endursendingar á pósti var áður merkt við ástæðu

endursendingar.

  Einu sinni kom Fréttabréf ÖBÍ endursent til mín með

tveim merkingum. Annars vegar var merkt við að maðurinn

væri látinn, en hins vegar: Farinn, ekki vitað hvert.

.

  Ég var að segja samstarfskonum mínum þrem hjá ÖBÍ gamansögu

af manninum sem spurður var af konu sinni hversu mikið

hann elskaði hana og nú lék ég þetta með nokkrum

tilþrifum: „Hversu heitt elskarðu mig?“ Þá kemur fjórða

samstarfskonan að og spyr furðu lostin: „Við hverja þeirra

ertu eiginlega að tala?“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 2.12.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 2.12.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.