5.12.2010 | 00:16
Trúfélag bað fyrir velgengni vændishúss
Ég er byrjaður að lesa nýju bækurnar í jólabókaflóðinu. Og reyndar er ég líka byrjaður að birta útdrátt úr einni þeirra, 1001 gamansögu, sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/ . Kannski birti ég fljótlega eitthvað úr fleiri bókum.
Ég var að lesa bókina Hið dökka man. Það er ævisaga Catalínu, lengi vel kenndri við Vestmannaeyjar og síðar við vændi og mansal (ætli samnefndur skemmtistaður í Kópavogi sé skýrður í höfuðið á henni?). Bókin er skrifuð af Jakobi Bjarnari Grétarssyni og Þórarni Þórarinssyni. Hún er forvitnileg, athyglisverð og skemmtileg aflestrar. Eitt af því skemmtilega við bókina er að hér og þar skjóta upp kolli litlir og skondnir gullmolar. Það er ekkert verið að trufla söguna með því að hafa mörg orð um þessi litlu broslegu atrið. Þau fljóta áreynslulaust með og létta textann. Jakob Bjarnar og Þórarinn kunna þetta flestum öðrum betur. Þeir fara á kostum hvað efnistök varðar.
Dæmi um svona gullmola er sagan af því þegar Catalínu var að hefja rekstur vændishúss síns og var í Fíladelfíu-söfnuðinum. Cata upplýsti söfnuðinn um að hún væri að hefja rekstur eigin fyrirtækis og bað söfnuðinn um að biðja fyrir honum. Fíladelfía lét ekki á sér standa. Þar var lagst á bæn og guð beðinn um þann litla greiða að fylgja fyrirtækinu úr hlaði með sérlegri blessun.
Vændishúsið fékk fljúgandi start og mánaðarlaun Cötu urðu 12 millur með það sama.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Jens þú getur kannski upplýst hvernig var að fara þangað inn fyrir þá sem vissu ekki af því eða sáu ekki ástæðu til að kaupa þjónustu af fyrirtækinu hennar?
Hannes, 5.12.2010 kl. 04:09
Well, hún er í steininum núna; Geir Haarde bað fyrir íslandi, við eru öll í steininum.
Þetta hlýtur að tákna eitthvað ha ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:01
Hvað er svo fólk að kvarta yfir því að bænir virki ekki .
enok (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:13
Allur fróðleikur er kærkominn, hvernig sem hann er, góður eða slæmur.
Í gærkveldi var sýnd bíómynd, „There will be blood“ um bandarískan gróðakall sem auðgaðist skjótt af olíunni, byggð á sögu bandaríska rithöfundarins Upton Sinclair.
Þar var fyrir sértrúarsöfnuður sem gjarnan vildi njóta þess að blessa gróðabrallið. En gróðapungurinn varðist vel og lengi fyrir ákalli forstöðumanns safnaðarins. Það endaði auðvitað í lok myndarinnar með skelfilegum afleiðingum.
Upton Sinclair fékk Nóbelsverðlaunin 1928 minnir mig. Hann hafði töluverð áhrif á Halldór Laxness enda báðir þekktir fyrir einstaka lýsingu á þjóðlífinu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 13:47
Nú er ég svolítið forvitinn, er þetta hennar frásögn? Hef ekki komist í að lesa þessa bók, en hef heyrst söguna svolítið öðruvísi...
Helgi (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:04
"Verði Guðs vilji" er bæn kristinna manna, hmmm Hann hefur svo sannarlega haft sinn vilja og komið konunni bakvið lás og slá.
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2010 kl. 23:26
Já er það Guðrún, fór þessi vessalingur sem er guð þinn að loka þessa dömu inni... á meðan deyja tugir þúsunda barna úr hungri á hverjum degi... er guð ekki frábær.
doctore (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:46
Dokksi, það eru fleiri andleg öfl á reiki í heiminum, en Guð almáttugur. Fyrir bænir og fórnfýsi margra hefur börnum víða verið bjargað frá hungri og sjúkdómum, en betur má ef duga skal. Hvaða hjálparstarf styrkir þú Dokksi? Ég hef styrkt ABC um mánaðarlegt framlag til Úganda árum saman, sem hefur verið varið í heilsugæslu, mat og skóla.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.12.2010 kl. 14:15
Hannes, ég vissi ekki af þessu vændishúsi fyrr en búið var að loka því. Annars hefði ég látið þig vita.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:24
DoctorE, það er eitthvað bogið við þetta. Jafnvel snúið.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:25
Enok, þær SVÍN-virka. Nema stundum.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:27
Guðjón, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:29
Helgi, þessi tiltekna saga er ekki skrifuð eftir Cötu í 1. persónu. Hún hlýtur þó að hafa lagt blessun yfir söguna - eða alla vega ekki krafist þess að sagan væri ekki í bókinni.
Hvernig er þín útgáfa af sögunni?
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:31
Guðrún (#6), er það ekki einkennilegt að gefa konunni þetta fljúgandi fína start og velgengni árum saman en snúa skyndilega við blaðinu, taka allt af henni, handjárna og setja í dýflissu?
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 21:35
Hahahaha. Endilega gerðu það svo að ég geti passað að þú fáir ekki HIV.
Hannes, 6.12.2010 kl. 22:42
Hannes, ég er ónæmur fyrir kynsjúkdómum. Það hefur marg reynt á það. Ég undanskil reyndar flatlús. Enda er hún ekki eiginlegur kynsjúkdómur. En ég skal láta þig vita ef ég frétti af nýju vændishúsi. Það er reyndar súrrealískt að til hafi verið eða sé eitthvað sem heitir vændishús á Íslandi eða að borgað sé fyrir kynlíf á Íslandi. Það er svona eitthvað eins og Grænlengum sé seldur snjór.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 23:14
Með fullri virðingu fyrir öllu og öllum.
Jens Guð, 6.12.2010 kl. 23:14
Ég er ekki hissa á að þau séu til enda eru Íslenskar konur margar svo frekar og erfiðar í sambúð.
Hannes, 6.12.2010 kl. 23:33
Ja, ég hef haft ágæta reynslu af sambúð. Var giftur sömu konu í næstum aldrafjórðung og bara ágæta reynslu af fleiri sambúðum. Þannig lagað. Ég þarf ekkert að kvarta eða svoleiðis. Þetta er bara eins og gengur.
Jens Guð, 7.12.2010 kl. 00:01
Jens ég stórefast um að Guð hafi gefið henni þetta start, þar sem að hún biður gegn Guðsvilja.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.12.2010 kl. 10:20
Mín útgáfa af sögunni er sú að hún hafi komið á samkomu og beðið um fyrirbæn, beðið um blessun Guðs yfir viðskipti sín, sá sem bað þekkti hana ekki og bað því "Guð verði þinn vilji"... nokkrum vikum síðar bárust fréttir af því að búið væri að loka vændishúsi og sama kona komin á forsíður blaða.
Mín útgáfa væri því sú að Guð láti ekki að sér hæða, hann hafi svarað bæninni og glæpurinn komist upp.
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:10
Guðrún, það er hugsanlegt að það hafi verið jólasveinninn sem gaf henn þetta fína start.
Jens Guð, 7.12.2010 kl. 22:13
Helgi, hugsaðu þér: Ef þín saga og túlkun er rétt og Fíladelfía hefði aldrei beðið guð um að hlutast til um með reksturinn hjá Cötu þá væri vændishúsið ennþá í fullum rekstri og Cata með 12 millur í mánaðarlaun!
Jens Guð, 7.12.2010 kl. 22:20
Ég fullyrði kannski ekki að þetta væri enn í gangi annars, en ég trúi því að það sé beint orsakasamhengi milli bænarinnar og þess að þetta komst upp.
Mér finnst það mjög áhugavert að Catalina skilji þetta þveröfugt, eiginlega óskiljanlegt. En sá sem getur með góðri samvisku beðið Guð að blessa vændisrekstur lætur kannski ekki segjast þó aðstæður gefi til kynna að Guð sé kannski ekki sáttur við slík viðskipti.
Helgi (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 01:13
Helgi, það kemur mjög skýrt fram í bókinni að Cata sér ekkert neikvætt eða rangt við vændi. Þetta kemur meðal annars fram í yfirheyrslum hjá löggunni. Hún segir þar hluti sem komu henni illa í réttarsal. Það er eiginlega eins og hún sé stolt af því að vera fagmanneskja í vændi.
Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.