Það er svo auðvelt að búa til ódýran og flottan sportbíl

  Sumir halda að það sé meiriháttar mál að búa til glæsilegan og að þvi er virðist dýran sportbíl.  Það er samt svo lítið mál að það er broslegt.  Og kostar svo lítið.  Hér er þetta sýnt stig af stigi.  Þetta er svo einfalt og auðvelt að við getum flokkað það undir sparnaðarráð.  Vindum okkur í þetta:

.  bílasmíði 1

  Það þarf aðstöðu í bílskúr eða bílakjallara fjölbýlishúss.  Eða þokkalega rúmgóða stofu með stórum útkeyrsludyrum.  Þetta gengur ekki upp í kjallara með venjulegum 60 cm breiðum dyrum.

bílasmíði2

  Einföldustu útgáfu af bílagrind og sætum.

bílasmíði 3 

  Dekk undan reiðhjólunum.

bílasmíði 4

  Létta grind.

bílasmíði 5

  Skera niður pappa til að átta sig á útlínum bílsins.

bílasmíði 6

  Það er gott að hafa fyrirmynd til að átta sig á hlutföllum.

bílasmíði 7

bílasmíði 8 bílasmíði 9bílasmíði 10 

  "Boddý-ið" er búið til úr fisléttum og sveigjanlegum plaströrum.  Það er síðan þakið með venjulegu brúnu innpökkunarlímbandi.

bílasmíði 11

  Ljósin þurfa að vera að sínum stað.  Það skiptir máli.

bílasmíði 12bílasmíði 14bílasmíði 15bílasmíði 16

  Þetta er dáldið flott.  Bíllinn kominn á götuna með númeri.

bílasmíði 17

  Þá er bara að bjóða farþega í bíltúr.

bílasmíði 18

  Flottasti bíllinn í umferðinni.  Samsettur úr reiðhjóladekkjum og innpökkunarlímbandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Mér finnst eins og eitthvað vanti?

Mótor?

Hörður Sigurðsson Diego, 7.12.2010 kl. 00:55

2 Smámynd: Þórður Bragason

Þetta er snilld

Þórður Bragason, 7.12.2010 kl. 11:36

3 identicon

DBS reidhjól....munid thid (vil helst segja munidi) eftir theim?  DBS = Dýrasta Besta Sort / DBS = Daudinn Bakvid Stýrid

og í thessu tilviki... DBS = Druslan Bundin Saman

Gjagg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  bíllinn er ekki með mótor heldur fótstiginn eins og reiðhjól.  Það má sjá tannhjólin og hjólakeðjurnar á mynd númer 4 talið ofan frá. 

  Myndirnar af þessari framkvæmd eru mörgum sinnum fleiri.  Ég valdi bara þessar örfáar úr og stikla á stóru.

Jens Guð, 7.12.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Þórður,  ég tek undir það.

Jens Guð, 7.12.2010 kl. 21:40

6 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég man vel eftir DBS.  Gott ef ég átti ekki svoleiðis reiðhjól.  Nýja útgáfan hjá þér um hvað stafirnir standa fyrir er assgoti góð.

Jens Guð, 7.12.2010 kl. 21:43

7 Smámynd: Hannes

Það sem mér þætti sérstaklega gaman að sjá er hvernig fólk í þessum bíl kæmi út ef hann færi yfir á rauðu og fengi alvöru bíl í hliðina á 60km hraða.

Hannes, 8.12.2010 kl. 21:48

8 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það kæmi út "well done" hugsa ég.

Hörður Sigurðsson Diego, 8.12.2010 kl. 22:09

9 Smámynd: Hannes

Ég er viss um að útfararstjórinn mun hugsa það eða sá sem keyrir inn í hliðiná og sér hvernig bílinn þjappast saman eins og sardínudós.

Hannes, 8.12.2010 kl. 23:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er klárlega betra að velja sér Volvo ef til stendur að fara yfir á rauðu og fá annan bíl í hliðina.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:39

11 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  það fer eftir því hver meiningin liggur að baki "Well done" hugsuninni.

Jens Guð, 9.12.2010 kl. 23:40

12 Smámynd: Hannes

Jens það getur líka eitthvað fífl farið yfir á rauðu eða einhver keyrt aftan á bílinn enda nóg af fíflum í umferðinni. Ég er ekki viss um að þessi bíll hefði verið ökufær ef jepplings druslan hefði farið eins í hliðiná honum eins og hann fór í hliðiná Subarúinn minn fyrir um 1mán síðan enda örugglega enginn vörn í stuðaranum og afturbretinu.

Hannes, 10.12.2010 kl. 19:46

13 Smámynd: Jens Guð

  Það er stóra vandamálið í umferðinni:  Hinir ökumennirnir eru varasamir.  Þess vegna er það rétt að það er betra að fara fáfarna vegi á heimatilbúna bílnum.

Jens Guð, 11.12.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.