1001 gamansaga - fleiri sýnishorn

1001 gamansaga

  Það er gaman að birta hér sýnishorn úr bókinni hans Helga Seljan,  1001 gamansaga.  Þessi bráðskemmtilega bók var að koma út.  Ég hef fengið góðfúslegt leyfi til að birta glefsur úr henni.  Það hef ég þegar norfært mér í tvígang.  Þær bloggfærslur má finna með því að smella á eftirfarandi slóðir: 

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1121929/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1123152/

 

  . Þegar ég hætti á þingi aðeins 53 ára var vinur minn spurður hvers vegna ég hefði hætt svona snemma. „Ja, það er víst af því hann er svo slæmur í bakinu.“ „Hvað segirðu? Í bakinu, ég held hann hefði nú frekar átt að hætta ef hann hefði verið slæmur í höfðinu,“ sagði spyrjandinn. Þá svaraði vinurinn: „Nei, það er nú einmitt einkennið, þá hætta þeir ekki.“

   .Í fyrra var ég við útför og í erfidrykkjunni á eftir settist ég hjá vinahjónum mínum og konan, sem var fyrrum nemandi minn heiman frá Reyðarfirði, spurði um aldur eins sveitunga okkar. Ég svaraði því greiðlega og segi svo að ég hafi það til marks um að vera ekki kominn með alzheimer að ég muni aldur allra minna gömlu nemenda. Þá segir læknirinn, maður konunnar, kíminn: „Það er nú einmitt einkennið, menn muna best það gamla.“

   Kona ein hringdi í mig og kvaðst vera orðin alltof sein með allt, vildi vita hvort ég gæti látið sig fá nokkrar söngbækur sem notaðar væru fyrir söngvökuna sem við Sigurður stjórnum. Þetta allt orðaði konan svo í lokin: „Nú er ég með allt niður um mig. Geturðu komið?“

   Ég var í sjúkraþjálfun hjá ágætum manni er Ágúst heitir. Þar var einnig kona að austan sem var næst á eftir mér hjá honum. Hann sagði henni alltaf að bíða frammi eftir því að ég kæmi út úr klefanum þá færi hún inn og byggi um sig. Ég kom svo út og segi: „Það er mikið að Ágúst lætur okkur ekki fara saman inn í klefann og á sama bekkinn jafnvel. Hvernig heldurðu að það yrði nú?“ Þá segir blessuð konan: „Ja, maður er nú orðinn svo gamall og ekki svo sem til neins.“ Ég sagði ekkert meira.

   .Ég var eitt sinn að fara með eitthvert ljóðmeti eftir mig fyrr á árum og á eftir kom til mín íðilfögur kona og sagði: „Mikið eru ljóðin þín falleg, Helgi. Þú verður bara að gefa þau út.“ Ég svaraði: „Nei, það geri ég ekki, en það getur vel verið að ég leyfi það að mér látnum.“ Þá segir sagan að konan hafi sagt: „Já, endilega og því fyrr því betra.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

og því fyrr því betra.“

Ómar Ingi, 11.12.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þær eru lúmsk-fyndnar þessar sögur.

Jens Guð, 11.12.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband