Eigulegur mynddiskur

Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni

Titill:  Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni

Undirtitill:  Ný spor á íslenskri tungu - "Svarađu"

Flytjendur:  Herbert Guđmundsson og 14 manna sveit hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara

Útgefandi og framleiđandi:  HG hljómplötur

Einkunn:  ****1/2 (af 5)

  Ţađ er fengur ađ ţessum nýja mynddiski međ Herberti Guđmundssyni.  Diskurinn er vel heppnađur í nánast alla stađi.  Ţarna er bođiđ upp á 14 lög frá hljómleikum Herberts í Íslensku óperunni ásamt sérunnum myndböndum viđ 5 vinsćlustu lög hans.

  Hljómleikalögin eru flest af plötunni  Ný spor á íslenskri tungu.  Einnig eru ofursmellirnir  Can´t Walk Away  og  Hollywood  fluttir í mögnuđum hátíđarútsetningum.  Fyrrnefnda lagiđ er flutt í ljúfum einsöngsstíl viđ píanóundirleik Ţóris Úlfarssonar.  Lagiđ stendur sterkt í ţessum látlausa búningi.    Stundum hafa heyrst ţćr raddir ađ ástćđan fyrir ţví ađ  Can´t Walk Away  hefur lifađ betur og lengur öllum öđrum "80´s" lögum sé sú ađ ţrátt fyrir "80´s" hljóđheim lagsins hafi útsetning lagsins jafnframt hitt á einhvern töfrandi sí-nútímalegan tónblć.  Flutningurinn á hljómleikunum í Íslensku óperunni tekur af allan vafa um ađ laglínan er svo flott ađ hún spjarar sig ekkert síđur í einföldustu útfrćslu. 

  Hollywood  er sömuleiđis glćsilegt lag viđ undirleik strengjasveitar og fallegra bakradda.

  Önnur lög frá hljómleikunum eru flest fallegar ballöđur.  Sumar falla undir ţađ sem kallast kraft-ballöđur (power ballads = ţegar herđir á og rafmagnađir gítarhljómar ágerast í viđlagi og / eđa er líđur á lagiđ).  Í sumum lögum örlar á soul- og vćgum gospel-keim.  

  Ţeir sem ţekkja tónlist Herberts ađeins af vinsćlustu lögunum í útvarpi vita ekki ađ Hebbi er rokkari inn viđ bein.  Á sínum tíma var hann ţekktur fyrir ađ vera sá íslenskur söngvari sem átti auđveldast međ ađ syngja eins og Robert Plant (Led Zeppelin).  Röddin er há og björt og hann á auđvelt međ ađ gefa í,  líka á hćstu tónum.  Ţarna eru einnig hressileg rokklög.  Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ á sínum tíma spiluđu Utangarđsmenn međ honum inn á plötu í nokkrum lögum.  Í rólegri lögum er stundum nettur Lennon í röddinni.  Nćst ţegar blásiđ er til Lennon-hljómleika mćtti hafa í huga ađ enginn syngur  Imagine  Lennon-legra en Hebbi.

  Herbert er góđur lagahöfundur,  afbragđs söngvari og líflegur á sviđi.  Í hljómsveitinni á hljómleikunum í Íslensku óperunni er einvalaliđ hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara.  Hebbi kynnir Jóhann Ásmundsson sem besta bassaleikara landsins og Ingólf Sigurđsson sem besta trommuleikara landsins.  Ég bćti viđ ađ ţarna eru einnig tveir af bestu gítarleikurum landsins:  Tryggvi Hübbner og Jón Elvar.  Allir fara hljóđfćraleikararnir á kostum:  Trana sér hvergi međ stćlum heldur afgreiđa sitt hlutverk af smekkvísi,  gefa af sér og spila af innlifun án session-yfirbragđs.  Enda hafa sumir ţeirra spilađ lengi međ Hebba.  Bćđi í hljómsveitum og inn á sólóplötur.

  Upptaka á hljómleikunum er góđ.  "Sándiđ" er tćrt en ţétt.

  Auk hljómleikalaganna eru á mynddisknum sérunnin vönduđ myndbönd viđ 5 lög frá 1985 (Can´t Walk Away) til 2010 (Time).  Allt eđal "stöff" sem ţegar er klassík.  Ţađ er gaman ađ bera saman hljómleikaupptökurnar og myndböndin viđ  Can´t Walk Away  og  Hollywood.  Útsetningarnar eruskemmtilega ólíkar.

  Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni  er mynddiskur sem allir ađdáendur Hebba verđa ađ gefa sjálfum sér í jólagjöf.  Diskurinn er sömuleiđis jólagjöfin í ár handa vinum og vandamönnum.  Ţađ er upplagt fyrir fyrirtćki ađ gleđja viđskiptavini sína (innan og utan lands) og starfsfólk međ honum í jólapakkann. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Júlíusson

Ţvílik auglýsing fyrir Herbert, ertu á prósentum hjá karlinum?

Grín, annars góđur diskur hjá Hebba.

Guđmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 23:38

2 Smámynd: Jens Guđ

  Guđmundur,  ég hef engra hagsmuna ađ gćta.  Hinsvegar hef ég fylgst međ Hebba alveg frá ţví hann var í Tilveru,  Pelican,  Eik og síđan á sólóferli.  Ég get laumađ ţví hér framhjá ađ ţegar Hebbi tók viđ af Pétri Kristjáns í Pelican ţá ţekkti ég ekki Hebba en var góđur vinur Péturs.  Ég sá um auglýsingar fyrir Pétur,  m.a. fyrir Paradís,  Póker og fleiri dćmi.  Hannađi fyrir hann merki Picasso,  Poker,  Paradís og ţćr fleiri hljómsveitir sem hann var međ.  Málađi ţessi merki á trommusett hljómsveitanna og teiknađi myndir af ţeim fyrir auglýsingar. 

Jens Guđ, 19.12.2010 kl. 00:01

3 identicon

Ok. ţú ert sá Jens!

Guđmundur Júlíusson (IP-tala skráđ) 19.12.2010 kl. 00:58

4 identicon

Kannastu vid kauda?

http://blogs.wsj.com/speakeasy/2010/12/17/captain-beefhearts-cult-rock/

Gjagg (IP-tala skráđ) 19.12.2010 kl. 07:58

5 Smámynd: Jens Guđ

  Guđmundur,  ţađ passar.

Jens Guđ, 19.12.2010 kl. 16:35

6 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  ég kannast mćta vel viđ Captain Beefheart.  Flottur tónlistarmađur.

Jens Guđ, 19.12.2010 kl. 16:36

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

http://www.siggileelewis.blog.is/blog/siggileelewis/entry/622948/

Siggi Lee Lewis, 21.12.2010 kl. 18:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.