Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Klovn: The Movie
 - Sýningarstađir:  Sam-bíóin
 - Einkunn: **** (af 5)
.
  Flestir ţekkja eflaust dönsku sjónvarpsţćttina  Klovn  (Trúđur).  Ţeir eru fyndnir og ţegar best lćtur rosalega fyndnir.  Frank (Klovn) er klaufskur í mannlegum samskiptum.  Barnalegur og laginn viđ ađ koma sér í vandrćđalegar ađstćđur.  Casper,  besti vinur hans,  er sjálfhverfur töffari;  kvensamur,  slóttugur og tćkifćrissinnađur.  Saman mynda ţeir frábćrt tvíeyki. 
  Ţađ hefur ekki alltaf gefist vel ađ yfirfćra fyndna sjónvarpsţćtti í bíómyndaform.  Dćmi um slíkt eru Mr. Bean og Ali G.  Hér gengur hinsvegar allt upp.  Klovn The Movie  er virkilega fyndin bíómynd.  Vel upp byggđ međ mörgum góđum hápunktum og fyrirsjáanlegum en hressilegum endi.  Ţarna eru margar senur pínlegar fyrir persónurnar.  Frank og Casper eru sannfćrandi í sínum hlutverkum.  Áhorfendur finna til samúđar.  Ósjaldan mátti heyra áhorfendur hrópa:  "Ć, nei!",  "Úps!",  "Guđ minn góđur!" og annađ álíka á milli hláturgusanna.  Sum atriđin eru nokkuđ gróf og alls ekki barnvćn.  Í frjálslynda Baunaveldi er myndin leyfđ til sýningar fyrir eldri en 11 ára.  Íslensku teprurnar hafa aldursmarkiđ 14 ára. 
  Ţađ má ekki skemma fyrir vćntanlegum áhorfendum međ ţví ađ vísa í tilteknar senur.  Ţó er óhćtt ađ gefa upp söguţráđinn.  Hann gengur út á ađ félagarnir halda í sögulegt ferđalag.  Frank rćnir međ sér í ferđalagiđ ungum dreng til ađ sannreyna fyrir sér og kćrustunni ađ hann sé hćfur í föđurhlutverk.  Sumar senur eru á viđ ţađ besta í sjónvarpsţáttunum.  Myndin í heild er samt ekki ađ öllu leyti á viđ bestu sjónvarpsţćttina.  En nálćgt ţví.  Ţetta er tvímćlalaust ein af bestu myndum ársins 2011. 
  Ég hvet fólk til ađ sjá hana í bíósal:  Á stóru tjaldi međ góđum hljómgćđum og hlćja međ salnum sem grenjar úr hlátri undir fyndnustu senunum. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frank er ekki "klovn", heldur Hvam. Frábćrir karakterar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 23:06

2 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar Th.,  ég hef međtekiđ nafn sjónvarpsţáttanna og myndarinnar ţannig ađ ţađ eigi viđ um Frank.  Vissulega ber leikarinn ćttarnafniđ Hvam.  Kannski er ég ađ misskilja ţetta?  

Jens Guđ, 4.1.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Veit svo sem ekki... má vel vera. Ég hef ekki tekiđ ţví ţannig ađ ţađ sé bara átt viđ hann, en Frank er auđvitađ algjör trúđur... klúđur

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 23:32

4 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar Th.,  ég veit ţađ ekki heldur.  Gaman vćri ađ heyra frá fleirum um hvernig ţeir skilja nafn sjónvarpsţáttanna og myndarinnar. 

Jens Guđ, 5.1.2011 kl. 01:12

5 identicon

ađ sjálfsögđu er Frank trúđurinn. Ţađ er ekki spurning. Frábćr bíómynd, mćli sérstaklega međ ţví ađ fólk geri sér leiđ norđur til Akureyrar og kíki á hana í Nýjabíó, hún er lang best ţar ;)

Tómas Hallgrímsson (IP-tala skráđ) 5.1.2011 kl. 02:20

6 Smámynd: Ómar Ingi

MUST SEE.

Ómar Ingi, 5.1.2011 kl. 10:35

7 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

Frank er klovn, ekki séns ađ miskilja ţađ nema ađ skilja ekki ţćttina ;)

Óskar Ţorkelsson, 5.1.2011 kl. 14:18

8 Smámynd: Jens Guđ

  Tómas,  ég hef einmitt heyrt ađ fólk leggi á sig ferđalög frá öllum stöđum landsins til ađ kíkja í bíó á Akureyri.  Er ekki GNR í grćjunum á milli sýninga og í hléi?  Ţegar Stebbi bróđir var ţarna gat fólk gengiđ ađ Black Sabbath sem vísum ţarna í bíóinu.

Jens Guđ, 5.1.2011 kl. 22:33

9 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi,  ég trúi ţessu varla.  Ertu ekki ennţá búinn ađ sjá Klovn?  Ég sá "treilerinn" fyrst hjá ţér. 

Jens Guđ, 5.1.2011 kl. 22:37

10 Smámynd: Jens Guđ

  Óskar,  ég hélt ţetta.

Jens Guđ, 5.1.2011 kl. 22:37

11 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Hehehe ţetta er reyndar snilldaratriđi. Snilld ţegar Casper stekkur yfir ţjónustustúlkuna sem er ađ skrúbba gólfiđ!

Ţetta er án efa allra besta evrópska mynd ársins 2011 og örugglega eins sú allra besta kvikmynd sem Evrópa hefur náđ ađ drulla út úr sér!

Siggi Lee Lewis, 6.1.2011 kl. 23:13

12 Smámynd: Ómar Ingi

Hvađ er ţetta drengur , myndin er MUST SEE fyrir alla.

Klovn Party á morgun.

Ómar Ingi, 7.1.2011 kl. 00:37

13 identicon

"Ţetta er án efa allra besta evrópska mynd ársins 2011 og örugglega eins sú allra besta kvikmynd sem Evrópa hefur náđ ađ drulla út úr sér!"

Rólegur, ţađ eru nú enn rúmlega 11 mánuđir eftir af 2011 

Gunnar (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 12:03

14 Smámynd: Jens Guđ

  Ziggy Lee,  Klovn:  The Movie kom út á síđasta ári,  2010.  Ţetta var mest sótta kvikmynd ársins 2010 í Danmörku.  Ég tek undir ađ ţađ er virkilega fyndiđ ţegar Casper stekkur yfir konuna sem er ađ skúra gólfiđ. 

Jens Guđ, 13.1.2011 kl. 00:04

15 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Ingi, ég kvitta undir ađ ţetta sé "Must see" mynd.  Ég kvitta einnig undir lokaorđ í kvikmyndagagnrýni Fréttablađsins í dag ađ myndin sé hrikalega fyndin.

Jens Guđ, 13.1.2011 kl. 00:06

16 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar,  rétt athugađ.  Ţađ eru ađeins 11 dagar liđnir af árinu 2011.

Jens Guđ, 13.1.2011 kl. 00:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband