Áríđandi ađ vita

  Allflest mistök sem fólk gerir skila sér sem reynsla.  Ţau kenna fólki ađ gera eitthvađ annađ en sömu mistök.  Langbest er ađ lćra af mistökum annarra.  Ţess vegna er gott fyrir ykkur ađ lćra af nokkrum mistökum sem Kaupmannahafnarbúar gerđu um jólin.  Fyrstan skal nefna mann sem ákvađ ađ máta sinn eigin fót í nýjan jólatrésfót heimilisins.  Leikar fóru ţannig ađ mađurinn festi fótinn á sér svo rćkilega í jólatrésfćtinum ađ hvorki manninum né heimilisfólkinu tókst ađ losa fótinn.  Heimilisfólkinu ţótti grábölvađ ađ geta ekki haft jólatréđ í jólatrésfćtinum yfir jólin.  Kallinum sjálfum hraus hugur viđ ađ vera fastur í jólatrésfćtinum til frambúđar.  Ţađ var hvorki flott eđa ţćgilegt.  Niđurstađan varđ sú ađ kauđi var fluttur á slysavarđstofuna.  Ţar tókst seint og síđar meir ađ losa kappann viđ jólatrésfótinn.  Ekki fylgdi fréttinni hvort jólatrésfóturinn kom óskaddađur út úr ţessari tilraun.  Hinsvegar er hćgt ađ draga ţann lćrdóm af ţessu uppátćki ađ betra sé ađ trođa fótum sínum í skó en í jólatrésfót.

  Annar Dani var fćrđur á slysavarđstofuna af fjölskyldu sinni.  Hann hafđi tekiđ upp á ţví ađ rífa glitrandi skrautkúlur af jólatré heimilisins og snćđa ţćr.  Ćttingjarnir óttuđust ađ ţessi sérkennilegi jólamatur gćti haft skađlegri afleiđingar en ađ jólatréđ vćri svipminna án ţessara glitkúlna.  Lćknar slysavarđstofunnar sáu ekki ástćđu til ađ skera matgćđinginn upp.  Hann mun hafa tuggiđ glerkúlurnar vel og jórtrađ á ţeim áđur en hann kyngdi.  Lćknar lögđu ţví ađeins til hvernig matarćđi vćri heppilegast nćstu daga.  Jólakúlur voru ekki á ţeim lista.
 
  Ţriđji Daninn ćtlađi ađ vera vođalega sniđugur.  Hann var á rölti í nćstu götu viđ hliđina á gistihúsinu sem ég dvaldi á.  Ţar var sömuleiđis slangur af öđru fólki á rölti.  Viđ götuna var ísilagt vatn međ nokkrum ísvökum.  Ţrátt fyrir frosthörku reif sá sniđugi sig úr fötum og stakk sér ofan í eina vökina.  Ćtlun hans var ađ koma upp í nćstu vök viđ mikinn fögnuđ áhorfenda.  Undir ísnum var myrkur og kauđi tapađi áttum.  Hann villtist og var undir ísnum í nćstum hálftíma.  Í millitíđinni höfđu vegfarendur hringt á björgunarsveit og sjúkrabíl.  Ţađ fylgir ekki sögunni hvort manninum tókst ađ koma sér upp úr vatninu sjálfur eđa hvort björgunarsveitarmenn fiskuđu hann upp.  Síđast ţegar ég vissi lá mađurinn ennţá á sjúkrahúsi. 
  Ţađ var taliđ ganga kraftaverki nćst ađ hann vćri á lífi eftir dvölina undir ísnum.  Til ađ mynda er enginn hćgđarleikur ađ finna ađstćđur til ađ anda undir ísnum.  Ţá er veruleg hćtta á ađ fólk fái krampa í köldu vatninu og tapi ţá stjórn á hreyfingum sínum.  Ţađ skipti öllu máli ađ mađurinn var í góđu líkamlegu formi.      
    

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ má margt lćra af Dönum

Auđjón (IP-tala skráđ) 6.1.2011 kl. 13:33

2 Smámynd: Sigrún Ađalsteinsdóttir

Alveg stórmerkileg hvađ sumt fólk getur veriđ klikkađ

Sigrún Ađalsteinsdóttir, 9.1.2011 kl. 14:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.