Íslendingur á forsíðu útlends stórblaðs

birgitta jónsdóttir

   .Það er eitthvað "spes" við að sjá plötur með íslenskum flytjendum í útlendum plötubúðum og að rekast á forsíðufréttir af Íslendingum í útlendum stórblöðum.  Ég veit ekki hvað veldur þessum viðbrögðum.  Kannski hefur það eitthvað með þjóðrembing að gera.  Hvað sem það annars er þá var gaman að spranga um götur New York borgar í vikunni og sjá í öllum blaðaverslunum forsíðufrétt í sunnudagsblaði The New York Times af íslensku þingkonunni Birgittu Jónsdóttur.  The New York Times er aðal dagblaðið þarna úti.

  .Tilefni fréttarinnar af Birgittu er að bandarísk stjórnvöld stefndu samskiptavefnum Twitter til að gefa sér upp allar upplýsinga um Birgittu og notkun hennar á Twitter.  Það er að segja fyrst og fremst upplýsingar sem almennir lesendur Twitter sjá ekki,  svo sem einkapóst.
  .Fréttin í The New York Times er ítarleg,  skrifuð af tveimur blaðamönnum og hálfrar blaðsíðu framhald hennar er birt innan í blaðinu.  Meðal annars er rætt við Birgittu og birt ljósmynd af henni og önnur af Julian Assange,  stofnanda WikiLeaks.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á hvaða nótum er greinin skrifuð? Er þetta hlutlaus umfjöllun?

Hugrún (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 01:30

2 Smámynd: Jens Guð

  Hugrún,  þetta er hlutlaus, sanngjörn og upplýsandi frétt.  Fyrst er lýst óánægju bandarískra stjórnvalda með upplýsingar sem birtar hafa verið á WikiLeaks.  Svo er Birgitta kynnt og hringt til Íslands í hana.  Sjónarmið talsmanns Twitter eru líka birt og vitnað í eitthvað sem Assange sagði við breska blaðið Gardian.  Þetta er stór og mikil grein.  

Jens Guð, 14.1.2011 kl. 02:33

3 Smámynd: Ómar Ingi

Er ekki Birgitta byrjuð að urða yfir Assange núna ,what comes around goes around.

Ómar Ingi, 14.1.2011 kl. 10:18

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  jú,  mér heyrist sem eitthvað hafi striðnað í samskiptum þeirra.

Jens Guð, 14.1.2011 kl. 18:38

5 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Fá ekki allir sínar fimmtán mínútur? 

Heyrðu annars Jens, hver er munurinn á gula og græna Aloe Vera gelinu?

Ég sé engan mun annan en litinn.

Hörður Sigurðsson Diego, 14.1.2011 kl. 18:51

6 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ég á nú alveg eftir að fá þessa 15 mín. frægð.  Hef verið skilinn útundan hvað það varðar.

  Munurinn á græna Banana Boat Aloe Vera gelinu og gula Fruit of the Earth gelinu er m.a. eftirfarandi: 

  -  Græna Banana Boat Aloe Vera gelið er virkasta hraðgræðandi hráefni jurtaríkisins.  Það er 99,7% hreint gel úr blöðum Aloe Vera jurtarinnar. Það er kröftugt sárasmyrsl.  Til að mynda eitt það allra besta á brunasár og ýmis önnur sár.  Það er líka hreinsandi.  Þess vegna nota margir það í staðinn fyrir sjampó.  Það er sótthreinsandi.  Þess vegna nota margir það í stað rakspíra.    

Jens Guð, 14.1.2011 kl. 21:59

7 Smámynd: Jens Guð

  - Gula Fruit of the Earth E-gelið er meira notað við húðþurrksvandamálum á borð við exem og sóríasis.  Það eyðir kláða og kemur í veg fyrir að þurrar húðflögur myndist á svoleiðis bletti. 

Jens Guð, 14.1.2011 kl. 22:02

8 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Þetta græna er búið að gera kraftaverk fyrir mig. Ég keypti það til að sjá hvort það myndi virka á hælinn á mér þar sem húðin byrjaði að þorna algjörlega upp og síðan springa. Hef prófað ýmis krem við þessu. Sumt hefur virkað ágætlega ... svona í einhvern tíma. En svo hefur bara sótt í það sama aftur. Núna fyrir jól fann ég svo fyrir sársauka í hælnum, svona eins og það væri farið að grafa í honum. Þá leist mér ekki á blikuna.

Ég ákvað auðvitað að fara og biðja lækni um að líta á þetta.

En áður en ég fékk tíma hjá honum fór ég sem sagt og keypti mér græna gelið. Ég keypti þetta græna vegna fyrri reynslu minnar af því (það er önnur saga) og byrjaði að bera það á hælana.

Veistu hvað gerðist?

Á ég að segja þér það?

Hörður Sigurðsson Diego, 15.1.2011 kl. 02:10

9 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ég tel mig vita hvað gerðist.  Ég og mínir ættingjar og vinir notum græna Banana Boat Aloe Vera gelið mikið.  Ég hef fengið ótal frásagnir af hraðgræðandi eiginleikum þess.  Til að mynda fæ ég iðulega upphringingar frá ókunnugu fólki sem vill láta mig vita af því hvað gelið gerði fyrir það og / eða þeirra fólk. 

Jens Guð, 15.1.2011 kl. 15:14

10 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Já, þetta er alveg makalaust "efni". Og svo segja sumir að Guð sé ekki til.

Ætli það sé hægt annars að komast einhvers staðar í Aloe Vera-bað, svona eins og maður getur farið í leirbað?

Hörður Sigurðsson Diego, 15.1.2011 kl. 19:10

11 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  ég hef ekki heyrt um Aloe Vera bað.  En þetta er góð hugmynd.  Reyndar er tiltölulega stutt síðan Aloe Vera gel var selt í neytendaumbúðum,  eða 1983.  Fram að þeim tíma átti fólk Aloe Vera jurtina bara sem pottablóm og braut af henni blað til að nota gelið úr því á brunasár.  Amerískir indíánar notuðu jurtina í aldir til að bera á sár hesta sinna og sjálfra sín.  Þeir kölluðu jurtina "kraftaverkagelið".  Í árþúsundir hafa menn þekkt eiginleika þessarar jurtar.  Það er hægt að lifa á henni einni vikum saman.  Í Mið-Austurlöndum gengu menn út á eyðimörkina og föstuðu í 40 daga fyrir þúsundum ára og lifðu þá einungis á jurtinni.  Hún inniheldur 75 vítamín og steinefni.  Í dag er gelið úr blöðum hennar selt sem heilsudrykkur.  Varast ber þó að taka alla þá drykki sem alvöru Aloe Vera djús.  Oftast er aðeins um sykurvatn að ræða með 5% Aloe Vera.  Í Heilsubúðinni á Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði fæst Aloe Vera djús sem er 95,7% Aloe Vera. 

Jens Guð, 16.1.2011 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.