Íslensk plata í toppsæti í áramótauppgjöri bandarísks poppblaðs

 

  Í New York eru blaðavagnar út um allar gangstéttir.  Þeir eru eins og stórir pylsuvagnar.  Nema hvað framhliðin er hlaðin dagblöðum og tímaritum.  Einnig eru drykkir og nammi seld í þessum vögnum.  Það er líka allt morandi í innisjoppum með ennþá meira úrvali af dagblöðum og tímaritum,  sem og einhverju nammi og drykkjum. 

  Það merkilega við þessa sölustaði er að yfirleitt er þar aðeins eitt bandarískt poppmúsíkblað til sölu,  Rolling Stone.  Hinsvegar er fjöldi breskra poppmúsíkblaða í boði á þessum stöðum. Til að mynda UncutMojoClassic RockNMEClashRecord CollectorQ og svo framvegis.  Ég átta mig ekki á því hvers vegna svona gott úrval af breskum poppmúsíkblöðum er að finna þarna en einungis eitt bandarískt.

  Í Bandaríkjunum er gefinn út aragrúi af poppmúsíkblöðum.  Þau er aftur á móti aðeins að finna í allra stærstu bókabúðum.  Eitt slíkt heitir Under the Radar.  Í nýjasta hefti þessa tímarits er að finna ýmsa skemmtilega áramótalista.  Meðal annars yfir bestu plötur ársins 2010.  Við hlið leiðara blaðsins er birtur listi hvers yfirmanns blaðsins fyrir sig yfir bestu plöturnar.  Aftar er í blaðinu er síðan sameiginlegur listi reiknaður út frá listum 22ja blaðamanna blaðsins.

  Til gamans birti ég hér lista Lauru Studarus,  aðstoðarritstjóra Under the Radar:

jonsi-go

1   JónsiGo

2   Sufjan StevensThe Age of Asz

3   Club 8The People´s Record

4   Beach HouseTeen Dream

5   Arcade FireThe Suburbs

6   Local Natives:   Gorilla Manor

7   DelphicAcolyte

8   Mark Ronson & The Business Intl.Record Collection

9   Charlotte Gainsbourg:   IRM

10  Sharon Jones & The Dab Kings I Learned the Hard Way 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Glæsilegt. Get þó ekki sagt að Jónsi eða Sigurrós séu alveg minn tebolli.

hilmar jónsson, 15.1.2011 kl. 21:39

2 identicon

Tek undir með Hilmari.
Þekki heldur enga á þessum lista :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  ég er ánægður með þetta því mér því mér þykir Sigur Rós vera ein flottasta hljómsveit heims.  Ég held að maður þurfi að hafa heyrt í þeim á hljómleikum til að "ná" fegurðinni í músík þeirra. 

  Mér þótti Sigur Rós leiðinleg væluhljómsveit þangað til ég slæddist inn á hljómleika með þeim.  Þá allt í einu opnuðust gáttir himins og himnesk fegurð umvafði mann.  Fólk fór að gráta.  Fegurðin snart það svo djúpt.  Eftir þetta fer ég alltaf í sömu stellingar þegar ég heyri í Sigur Rós og næ að endurupplifa þessa fegurð í músík þeirra.

  Platan með Jónsa nær þessu ekki alveg 100%.  Mér finnst hún vera aðeins of poppuð á köflum.  Engu að síður setti ég hana á lista minn yfir 5 bestu plötur ársins sem ég tók saman fyrir Fréttablaðið.

Jens Guð, 15.1.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  þú hlýtur að þekkja Arcade Fire.  Þessi kanadíska hljómsveit hefur verið eitt stærsta hljómsveitanafn heims undanfarin ár.  Það má heyra ýmsar íslenskar hljómsveitir vera undir áhrifum frá þeim.  M.a. Hjaltalín.  Þessi plata með Arcade Fire var í 2. sæti á áramótalista Fréttablaðsins,  sem byggði á sameiginlegum listum 17 manns.

   Platan með Sufjan Stevens á líka að vera þokkalega kynnt.  Hún var í 7. sæti hjá Fréttablaðinu.  Hann byrjaði sem bandarískur þjóðlagapoppari en hefur rafmagnast með árunum.  Hann er þekktur fyrir að gera plötur tileinkaðar ríkjum Bandaríkjanna.  Ein plata um hvert ríki.

  Dream House er þokkalega vel kynntur bandarískur dúett sem flytur draumkennt popp.  Þess vegna kalla þau sig Dream House.  

  Club 8 er sænskur dúett.  Ég þekki hann svo sem ekki vel.  Þau fáu lög sem ég hef heyrt með honum hljóma kannski eins og eitthvað í humátt að Cardigans.  

  Ég þekki minna til þeirra sem eru í sætum 6 - 10.  Kannast þó við nöfn þeirra,  til að mynda Marks Ronsons sem ég hef ekki heyrt í en held að sé danspoppari.

Jens Guð, 15.1.2011 kl. 22:58

5 Smámynd: Ómar Ingi

Fínasti listi Delphic og Mark Ronson sem er nú ekki bara danspoppari meira svona alterntive gaur, massa produser sem kom Amy Winehouse á kortið , hann er bróðir hennar Sam Ronson sem er DJ í LA en betur þkkt sem fyrverandi kærasta Lindsay Lohan.

En Jónsi er vel að þessu komin enda frábær listamaður.

Ómar Ingi, 16.1.2011 kl. 13:33

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 16.1.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband