Kvikmyndarumsögn

  -  Titill:  Little Fockers

  -  Flokkur:  Gamanmynd

  -  Leikarar:  Ben Stiller,  Robert De Niro,  Barbra Streisand,  Dustin Hoffman,  Owen Wilson...

  -  Einkunn:  ** (af 5)

  Žetta er žrišja myndin ķ myndaflokknum um hinn seinheppna Greg Focker (Ben Stiller) og brösuleg samskipti hans viš tengdaföšurinn (Robert De Niro).  Fyrsta myndin,  Meet the Parents,  var og er alveg įgęt sem léttvęg skemmtun.  Ašra myndina,  Meet the Fockers,  hef ég ekki séš svo ég muni.  

  Sögužrįšurinn ķ  Little Fockers  gengur śt į aš börn Gregs og konu hans (Teri Polo),  tvķburar,  eiga 5 įra afmęli.  Amman og afinn ķ bįšar ęttir męta ķ afmęliš.  Grķniš gengur aš mestu śt į aš Greg leggur sig ķ lķma viš aš standa sig ķ augum tengdaföšurins.  Sį er hinsvegar fullur efasemda um Greg.  Grunar hann mešal annars um framhjįhald.

  Eins og algengt er meš farsa śir og grśir framvindan af pukri og misskilningi į misskilning ofan.  Vandamįliš er aš brandararnir eru lśnir,  margžvęldir og fyrirsjįanlegir.  Ég hló ekki aš einum einasta brandara.  En brosti aš tvisvar eša žrisvar.  Samt sat ég ķ kvikmyndasal ķ New York žar sem ekkert lįt varš į smitandi hlįturgusunum.  Kaninn kunni vel aš meta aulahśmorinn.

  Stórleikarastóšiš ķ myndinni tekur nišur fyrir sig meš žįtttöku ķ žessari mynd.  Žaš er reyndar ķ erfišri stöšu.  Eftir góšar vištökur fyrstu myndarinnar var hópurinn eiginlega naušabeygšur til aš halda įfram ķ framhaldsmyndunum.  Annaš hvort allir eša enginn.  

  Robert De Niro er ósannfęrandi.  Ben Stiller stendur sig betur.  Eini leikarinn sem "geislar" er Owen Wilson. 

  Žvķ mišur get ég ekki męlt meš  Little Fockers.  Ég męli frekar meš žvķ aš fólk leigi sér  Meet the Parents.  Aš minnsta kosti til aš byrja meš.

  Gaman vęri aš heyra frį einhverjum sem hefur séš mišmyndina.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona framhaldsgamanmyndir minna mig svolķtiš į žaš sem geršist ķ Multiplicity, įgętri gamanmynd um klónun sem Michael Keaton lék ķ um įriš. Eftir žvķ sem eintökunum fjölgaši uršu žau žunnildislegri og heimskulegri.

Markśs Žórhallsson (IP-tala skrįš) 17.1.2011 kl. 19:57

2 Smįmynd: Jens Guš

Markśs,  mig rįmar ķ nafniš Multiplicity.  Ķ rokkmśsķk er žumalputtaregla (meš mörgum undantekningum aš vķsu) aš erfitt sé aš fylgja eftir frumburši sem tekst virkilega vel.  Ég er ekki eins vel aš mér ķ kvikmyndum og mśsķk.  Žaš hafa veriš skrifašar ótal fręšilegar greinar um vandmįl plötu nśmer 2.  Žar hafa veriš nefnd atriši į borš viš aš hljómsveitir og sólóistar séu vandlįtari į frumburš.  Hafi safnaš ķ sarpinn įrum saman įšur en fariš er ķ hljóšver og séu vandlįtari į hvaš fęr aš vera į fyrstu plötunni.  Svo slęr sś plata ķ gegn og gķfurlegur žrżstingur komu śr öllum įttum (frį plötufyrirtękinu,  umbošsskrifstofunni o.s.frv.) aš koma meš nęstu plötu og hamra jįrniš į mešan žaš sé heitt.  Mešal annars sé kżlt į žéttbókaš hljómleikahald innan um žéttbókuš vištöl viš fjölmišla į mešan bešiš er eftir nęstu plötu.  Nęsta plata sé žess vegna redding til aš vera įfram į markašnum į mešan hann sé meštękilegur.  Žį detta uppfyrir - vegna tķmaskorts - sķur sem velja śr žaš bitastęšasta.  Žess ķ staš er fyllt upp ķ plötustęrš meš žvķ sem hendi er nęst.

  Ég ętla ekki aš nefna til sögunnar önnur nöfn en Sykurmolana ķ žessu samhengi.   

Jens Guš, 17.1.2011 kl. 22:09

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband