Íslendingar gengu á land í Ameríku á undan indíánum

 

  Einhverra hluta vegna hef ég alltaf staðið í þeirri trú að indíánar séu frumbyggjar Ameríku.  Jæja,  það er kannski ofmælt að ég hafi alltaf staðið í þessari trú.  Sennilega byrjaði ég ekki að velta þessu fyrir mér fyrr en á unglingsárum.  Frá þeim tíma hef ég frekar styrkst í þessari trú en hitt. 

  Nú hefur virtur dómari,  Charles E. Ramos,  í New York hinsvegar kollvarpað þessari kenningu.  Hann telur sennilegast að Íslendingar hafi fyrstir manna stígið á ameríska grund.  

  Charles þessi er enginn vitleysingur.  Hann veit hvað hann syngur þó hann sé laglaus.  Þetta er dómarinn sem vísaði frá máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannssyni og félögum.

  Charles fullyrðir jafnframt að Ísland hafi orðið land á undan Ameríku.  Alltaf lærir maður eitthvað nýtt í jarðeðlisfræði. 

charles e ramos

 


mbl.is Íslensku nöfnin erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Elstu heimildir okkar eru um ferðir Guðríðar og það var á 10 öld. Þessi dómari hefur verið að reykja eitthvað stöff..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Elstu heimildir eru ARI  MÁRsson sem var Í hvítramanna landi sem ungur maður og ekki seinna en 950AD. Hann skildi eftir sig eiginkonu og tvo syni á Reykhólum  en jafnvel hafa aðrir orðið skipreka þar en Ari settist að þarna og vildi ekki á brutt fara sagði svo Orkneyjarjarl og aðrir. Lesið Landnámu kafla 43. Það er svo margt þar sem hefir ekkert verið diskúterað.

Valdimar Samúelsson, 18.1.2011 kl. 21:49

3 identicon

Miklu frekar Norðmenn (Austmenn) eða norrænir menn. Marklaust að tala um Íslendinga á þessum tíma. Svo má geta þess að í Grænlendingasögu sem og Eiríks sögu er talað um dverga og dreka...spurning hvert heimildagildið er? Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvenær ætli fyrstu kindurnar hafi komið til Ameríku?

Eru einhvers staðar til trúverðug gögn um það?

Hörður Sigurðsson Diego, 18.1.2011 kl. 22:34

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyrðu Ari var afkomandi í annan eða þriðja lið landnema svo hann var íslendingur. Ég hef ekki heyrt um kindur nema geitur sáust mikið á ferð lewis og Clark en ég myndi frekar spyrja um Hestanna á sléttunum sem eru skjóttir og doppóttir síðan kynbættir með spænska hestinum og kallaðir Mustang. LærBein sem talið var af 'íslenskum hesti var talið frá 950 og fannst við rústir á Cape cod um 1970. svona til gamans þá fannst rúnasteinn við Rhode island með þrem Alíslenskum Rúnum. Málið er bara að Íslendingar hafa manna minnst áhuga á sögu íslands. Í Ameríku sem Íslendingar virðast hata og allt virðist ómögulegt við en eru mörg félög manna sem spá í þennan part'sögunar anda finnast rúnasteinar og vörður út um allt.

Valdimar Samúelsson, 18.1.2011 kl. 23:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Jóhannes,  ég held að hann sé að fikta í einhverju ennþá sterkara.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 00:03

7 Smámynd: Jens Guð

  Valdimar,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 00:04

8 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  kindur hafa annað tímatal en fólk.  Það er þess vegna óvarlegt að treysta þeirra upplýsingum um þetta.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 00:05

9 identicon

Það er skammarlegt að senda menn til útlanda til að láta þá fá dóm. Þjóð með sjálfsvirðingu gerir ekki svoleiðis. Engir nema stríðsglæpamenn sem hafa gerst sekir um glæpi gegn mannkyninu eiga að fara fyrir erlendan dómsstól. Allt annað er fasismi og þeir aumastir allra manna sem kjósa sjálfviljugir að framselja eigin vald með þessum mætti. Við verðum að losa okkur við þessa ríkisstjórn eða hún verður okkur til háðungar með þessu móti á ný. Réttlæti fyrir alla, líka glæpamenn, annars erum við ekki siðmenntuð þjóð. Að framselja eigin þegna til dóms eru svik við þjóðina, sama hverjir þeir þegnar eru.

Sjálfsvirðingu, takk! (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:44

10 identicon

"Marklaust að tala um Íslendinga á þessum tíma". Svona tala vanvitar sem skilja ekki hvað þjóð er. Íslendingar voru sú náttúrulega elíta meðal Norðmanna sem sótti fram til aukins frelsis, og þorði að segja skilið við hið gamla og fara út í óvissuna og óöryggið. Þannig fólk á ekkert sameiginlegt með þeim sem heima sitja. Því miður hefur hluti þjóðarinnar úrkynjast síðan og úr orðið menn rúnir allri sjálfsvirðingu, uppfullir Stockholms syndrome og sjálfsfyrirlitningar sem tala eins og þessi maður sem ég vitna í hér í upphafi. Þjóð er hvorki ríki né land. Hún er andlegur veruleiki. Þeir sem ekki virða þjóð sína eiga hana ekki skilið, og þeir sem virða ekki uppruna sinn virða ekki sjálfa sig. Þeir sem ekki virða sjálfa sig, þá virðir enginn annar heldur.

Sigur (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:48

11 identicon

Við þessu má bæta að sá sem ekki virðir eigin þjóð, hann virðir enga þjóð, ber ekki skynbragð á nokkra menningu, og er maður ófriðar og ofríkis. Sjálfsvirðing er undirstaða virðingar fyrir öðrum mönnum og friðsamlegra samskipta þjóðanna. Stríð verða til þegar þjóðir þjakaðar af minnimáttarkennd heyja dauðastríðið um sjálfa sig, sem stundum birtist í fölsku stollti en stundum með andþjóðlegum hætti, en þessi tvö birtingarform öfga eru af einni og sömu rót. Minnimáttarkennd, sem býr loks til þrælslund, sem endar í fasísku þjóðfélagi fullu af ofríki.

Sigur (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:52

12 identicon

Ég man eftir því að ég stóð í þrætu við Norðmann sem hélt því fram að Snorri Sturluson hefði verið Norðmaður. Hann varð hins vegar kjaftstopp þegar ég benti honum á það, að þegar Snorri var og hét, þá hafði Ísland verið byggt lengur en Bandaríkin hafa verið ríki. (2011-1787=223 ef viðmiðið er stjórnarskráin, á móti ca 1220-874 sem gefur 346, og er það tíminn frá Ingólfi og fram að Snorra-Eddu)..

Svo að lokum, - ég spurði kind á nálægum bæ hvenær kynsystur hennar hefðu komið til N-Ameríku. Hún svaraði : 1493. "En til Íslands" spurði ég, og þá sagði hún bara meeee

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 08:13

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í raun eru meiri líkur á að forfeður frumbyggja N-Ameríku hafi "gengið á land" á Íslandi, á undan "Íslendingum",  en öfugt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 08:54

14 Smámynd: Jens Guð

   Sjálfsvirðingu, takk!, ég hef ekki sett mig inn í þetta mál.  Ég veit ekki hvaða rök voru fyrir því að slitastjórn Glitnis fór með málið til New York.  Hitt þykist ég vita:  Að slitastjórnin starfi algjörlega óháð ríkisstjórninni.  Jafnframt hef ég grun um að hún hafi verið skipuð á valdatíma ríkisstjórnar Geirs Haaarde.  En það væri gaman að hlera ef einhver veit á hvaða forsendum slitastjórnin fór með málið til New York.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 10:49

15 Smámynd: Jens Guð

   Valdimar (#5), þú er hafsjór fróðleiks. Það er gaman að fá "komment" sem eru svona fleytifull af fróðleiksmolum.  Bestu þakkir.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 10:51

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigur,  þú gerir miklar kröfur.  Í öðru orðinu segir þú að sá sem virði ekki eigin þjóð,  virði enga þjóð,  beri ekki skynbragð á menningu og sé maður ófriðar og ofríkis.  Í hinu orðinu lýsir þú þinni þjóð sem úrkynjaðri og án sjálfsvirðingar,  hrjáð af Stockhóls-heilkenninu og full sjálfsfyrirlitningar. 

  Þessi orð benda til þess að þú virðir ekki þjóð þína.  Eða hvað?

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 21:10

17 Smámynd: Jens Guð

  Jón Logi,  takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 21:11

18 Smámynd: Jens Guð

  Svanur,  ég er farinn að hallast að því að bandaríski dómarinn sé með óáreiðanlegar heimildir.

Jens Guð, 19.1.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.