Útlent stórblað hvetur til Íslandsferða

   Í sunnudagsblaði The New York Times er að finna fjögurra blaðsíðna grein sem ber yfirskriftina "41 staður til að heimsækja árið 2011".  Staðirnir 41 eru taldir upp í númeraðri röð eftir því hvað þeir þykja  spennandi að sækja heim.  Ítarleg greinargerð fylgir upptalningunni á hverjum stað fyrir sig (hér er textinn mikið styttur). 

  Í fyrsta sæti er Santiago.  Þessi höfuðborg Chile er sögð vera í mikilli uppbyggingu og uppsveiflu eftir 2 jarðskjálfta á innan við ári.  Annar upp á 8,8 á Richter.  Veitingastaðir,  söfn,  hótel og annað slíkt hafa verið nútímavædd.  Þarna hefur verið tekin í notkun 200.000 fermetra tónlistarhöll.  Helsta árlega rokkhátíðin í Bandaríkjunum síðustu tvo áratugi,  Lollapalooza,  verður í fyrsta skipti haldin utanlands.  Einmitt í Santiago.  Ýmislegt fleira er upp talið Santiago til ágætis sem fyrsta vali á utanlandsferð í ár.

  Í öðru sæti eru San Juan eyjar í Washington ríki í Bandaríkjunum.  Það eru veitingastaðir,  ósnortin náttúra og fleira sem gerir eyjarnar áhugaverðar.

  Í 3ja sæti er Koh Samui á Tælandi. Aðdráttarafl þessarar eyju samanstendur af hvítri strönd,  kóralrifum,  pálmatrjám,  spennandi veitingastöðum og detox-heilsusetri.

  Í 4ða sæti er Ísland.  Hrun íslensku krónunnar 2008 hefur gert þessa ótrúlega fallegu eyju mun ákjósanlegri áfangastað en áður.  Þjónusta sem áður kostaði 200 dollara á Íslandi kostar aðeins 130 dollara í dag.  Um leið og náttúruunnendur ferðast til Íslands vegna heitu vatnslindanna.  jökla,  eldfjallalandslags og Norðurljósanna þá hafa Íslendingar stigið stórt menningarskref með byggingu tónlistar- og ráðstefnuhallarinnar Hörpu,  sinfóníu- og óperuhús.  Opnunardagskrá Hörpu í maí hefst á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og íslenskra rokkhljómsveita.  Í mars verður 3ja íslenska tískufestivalið haldið,  DesignMarch.  Í október ár hvert er hin svala Iceland Airwaves popphátíð haldin.  

  Það er ástæðulaust að þylja hér upp staðina í næstu 37 sætum sem The New York Times mælir með að verði heimsóttir í ár.  Fæstir ná að ferðast til fleiri en þessara fjögurra staða í ár.  En ef það gengur rúmlega upp á er Mílan á Ítalíu í fimmta sæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband