19.1.2011 | 20:44
Bráðskemmtilegar tillögur um öðruvísi sumarfrí
Nú er sá tími runninn upp að fólk fer að velta fyrir sér hvert eigi að fara og hvað skuli gera í sumarfríinu. Eða páskafríinu. Það er ekkert gaman að gera alltaf nákvæmlega það sama. Hér eru nokkrar tillögur um smá öðruvísi upplifun í fríinu:
Það er rosalega hressandi að sofa utan í þverhníptum hamri í 2ja - 3ja kílómetra hæð yfir jörðu og anda að sér fersku og súrefnisríku fjallalofti. Við þessar aðstæður er hræðsla óþörf við að vakna upp með svöng og grimm rándýr að éta mann um miðja nótt. Engir úlfar. Engir ísbirnir. Það eina sem þarf að passa upp á er að velta sér ekki um of í svefni. Það gæti orðið slæm bylta.
Nú er byrjað að framleiða kajaka á Íslandi. Vandamálið er að íslenskir fossar eru ekki nógu reisulegir fyrir þetta ævintýri: Að stökkva í kajaka fram af klettasnös ofan í freyðandi fosshylinn. Til að þetta sé virkilega gaman þarf stökkið að vera minnsta kosti 500 metrar.
Það er eitthvað rosalega heillandi við að trítla upp eftir snjórönd sem nær nokkurra kílómetra hæð. Kikkið fær maður af því að þræða sjálfa snjóröndina þannig að útsýni sé gott yfir báðar hliðar. Það er upplagt að byrja daginn á þessu. Fara svo í kajak um kvöldið og sofa í hengirúminu á nóttunni.
Það þarf að vera með þokkalega jafnvægistilfinningu til að klifra upp þessa steinahrúgu. Ef klaufalega er að farið veltur hún á hliðina. Þannig er hún ekki eins tignarleg. En það er skemmtileg áskorun að halda jafnvægi á henni eins og hún er þarna.
Þegar tvær manneskjur ferðast saman er sanngjarnt að þær þrengi ekki hvor að annarri. Gefi gott olnbogarými og sýni fyllstu tillitssemi í hvívetna.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 9
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 1438
- Frá upphafi: 4119063
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1112
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Jens þú er hreint ótrúlegur í uppátækjum þínum, Það er gott að gera hlegið svona hátt og innilega. Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 21:10
Ásthildur Cesil, maður verður að finna sér eitthvað til gamans svona af og til. Takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 19.1.2011 kl. 22:11
Ég væri til í að sofa við þennan klettavegg en ég myndi láta þyrlu ferja mig upp enda með ofnæmi fyrir allri óþarfa hreyfingu.
Hannes, 19.1.2011 kl. 22:20
Hannes, ég er eiginlega sammála þér. Hvers vegna að klöngrast með óþarfa puði upp fjöll og firnindi þegar til eru þyrlur sem geta sparað sporin?
Jens Guð, 19.1.2011 kl. 22:50
Manni ætti ekki að leiðast í þessu fríi.
Ragnhildur Kolka, 19.1.2011 kl. 22:58
Ragnhildur, þetta er að minnsta kosti tilbreyting frá einhæfum sólarlandaferðum.
Jens Guð, 19.1.2011 kl. 23:07
Jens svo er alltaf hægt að fara á næsta hótel og gista þar.
Hannes, 19.1.2011 kl. 23:19
Það er ekki eins skemmtilegt. Síðast þegar ég gisti á hóteli (í New York fyrir viku) var þar allt morandi í kakkalökkum og svokölluðum bedbugs.
Jens Guð, 19.1.2011 kl. 23:31
aaawww, minnir mig á þegar ég hékk eins og könguló í klettunum fyrir ofan Ísafjörð. Það er ekkert mál að klifra upp, en ef maður rekst á hindrun þá er ekki svo auðvelt að snúa við og komast aftur niður. Ég var korter að koma mér í sjálfhelduna, tvo tíma að koma mér út úr henni, nú og glíma við sjúklegt kvíðakast og svima í leiðinni. Var samt gaman. Svona eftir á.
Hjóla-Hrönn, 22.1.2011 kl. 14:53
Hjóla-Hrönn, ég kannast við svona dæmi frá því maður var í göngum að smala kindum eða hrossum uppi á reginfjöllum. Að vísu tók aldrei svona langan tíma að losna úr sjálfheldu, né heldur olli það kvíða. Þvert á móti var ævintýraljómi yfir svoleiðis. Enda vandamálið ekki stærra en svo að þegar einhver skilaði sér ekki niður í réttir þá var hann leitaður uppi.
Jens Guð, 22.1.2011 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.