Íslendingar tapa vitinu

  Þær hlaðast upp sögurnar af Íslendingum sem halda ekki andlegu jafnvægi við að fylgjast með öðrum Íslendingum leika sér í dönskum boltaleik við útlendinga.  Eftirfarandi frásögn af Húnvetningi sem sturlaðist er úr héraðsfréttablaðinu Feyki:

 

Ærðist við sigur Íslands á Noregi

 

Karlmaður í Húnvatnssýslu ærðist gjörsamlega þegar Ísland lagði Noreg í handboltanum í gær. Gekk maðurinn berserksgang í sveitinni, hljóp klæðalítill um túnin og endaði berrassaður ofan í á þaðan sem honum var bjargað.

Lögreglan var kölluð á svæðið til að fjarlægja manninn, en hún naut aðstoðar björgunarsveitarinnar þar sem maðurinn neitaði að koma upp úr ánni, þar sem einn lögreglumaðurinn á ættir sínar að rekja til Noregs. Lét hann fúkyrðin dynja á lögreglumanninum á meðan björgunarsveitarmennirnir brugðu á hann böndum og drógu upp úr ánni. Var maðurinn þá orðinn talsvert kaldur, eftir að hafa hlaupið fatalítill um sveitina í talsverðan tíma.

Á leið sinni braut maðurinn rúðu í tveimur dráttarvélum, reif niður girðingu, klifraði upp í rafmagnsstaur, reið berbakt talsverðan spotta og skelfdi hænur í hænsnakofa á nágrannabæ svo nokkrar þeirra báru vart sitt barr á eftir.

Af manninum er það að frétta að hann var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslunni á Hvammstanga og í kjölfarið bannað að horfa á fleiri leiki á HM.

hlaupandi- Íslendingur


mbl.is Of glaður Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki horft á neinn leik, þoli ekki íþróttagláp; Eins gott :)

doctore (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 15:08

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni

Gunnar (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 16:19

3 identicon

Tad er lika best ad taka tad fram ad tad var um Skagfirding ad ræda, sem var gestkomandi tarna.

Larus (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 17:14

4 identicon

Þið hljómið eins og steingeldir Norðmenn sem geta ekki unnt þess þegar við Skagfirðingar / Íslendingar skemmtum okkur :)

pési páls (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.