Af hverju kalla útlendingar íslenska hestinn sinn þorsk?

íslenski hesturinn

  Hvar sem íslenska hesta er að finna í útlöndum er nánast óskrifuð regla að einhverjir þeirra bera nafnið Þorskur.  Guðni Ágústsson,  fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins,  fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi hitt og þetta,  tæpir á þessu í blaðagrein í dag.  Er ekki dálítið skrýtið að nefna hestinn sinn í höfuðið á annarri og fjarskyldri skepnu?

  Mig minnir að Þráinn Bertelsson hafi eitt sinn átt hund sem bar nafnið Kisi.  Það var einhvernveginn nærtækara.  Eitt sinn gisti ég hjá fjölskyldu á Þingeyri.  Vaknaði þar að morgni upp við að kallað var á Jimi Hendrix.  Það þótti mér einkennilegt.  En það var ekki svo einkennilegt þegar í ljós kom að heimilishundurinn hét Jimi Hendrix.

  Góður vinur minn átti kött sem hét Emmylou Harris.  Kisan var reyndar oftast bara kölluð Emma.

  En þessi árátta útlendinga að kalla íslenska hestinn sinn Þorsk vekur upp spurningar.  Útlendingar þekkja ekki stafinn Þ.  Það virðist samt vera þeim sport að eiga hest með nafni sem byrjar á Þ.  Eins þykir þeim sport að kalla íslenskar hryssur Blálöngur.  Útlendingar eru svo furðulegir þegar kemur að því að nefna íslensku hestana sína.

  Bandarískir hermenn á Miðnesheiði kölluðu Íslendinga iðulega "cods" eða þorskhausa.  Það er önnur saga.  Og meira við hæfi.  In cod we trust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég þekkti eitt sinn mann sem átti hest sem hann kallaði; Sjúss. Og það var vegna þess að fékk sér alltaf "sjúss" þegar hann fór á bak!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 23:36

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þetta hljómar dálítið skagfirskt.

Jens Guð, 29.1.2011 kl. 23:38

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frábært listaverk hjá þér. Bíð spenntur eftir yfirlitssýningu á Kjarvalstöðum.

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2011 kl. 23:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki séð neinn Þorsk hérna en ég sé nöfn eins og kjána.  En það er gaman að því að Austurríkismenn viðhalda íslenskum nöfnum á hestum sínum þegar þeir koma út.  Reyndar er hefð hér fyrir íslensklum hestum og íslenskri hefð, lopapeysum og að sinna því sem íslenskt er, það er gaman að upplifa það, og þá virðíngu sem íslenska hestinum er sýnd hér og líka okkur íslendingum.

En Jens minn ég ætla að heita á þig að reyna að koma inn plötu með færeysku stelpunum sem ég sagðí áður frá, því færeyingar eru ekki síður að gera það gott á tónlistarsviðinu en íslendingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 00:05

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Pabbi átti kött sem var kallaður hvutti.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.1.2011 kl. 00:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég er reyndar menntaður myndlistamaður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands.  Hef tekið þátt í samsýningum og gert ótal myndverk í bókum,  plötuumslögum og auglýsingum.  Til að mynda gerði ég plötuumslagið sem er neðst í næstu færslu hér fyrir neðan (Hvað heldur þú?).  En hef aldrei reynt að teikna íslenska hestinn.  Þessi mynd er eftir ónefndan krakka.  Að vísu kannski dálítið í mínum stíl. 

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 00:13

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég fer til Færeyja í vikunni.  Þá tékka ég á þessum stelpum. 

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 00:14

8 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  það var nafn við hæfi.

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 00:15

9 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það toppa þó fáir manninn sem skírði tíkina sína Hlöðver.

Hörður Sigurðsson Diego, 30.1.2011 kl. 00:48

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já gerðu það endielga þær kalla sig Carsons eða eitthvað í þá áttina

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 00:53

11 Smámynd: Jens Guð

  Hörður (#9),  snilld!

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 12:24

12 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir ábendinguna.  Ég finn eitthvað með þeim.

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 12:25

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 12:30

14 identicon

Ljóðskáldið,kennarinn og fræðimaðurinn Stefán frá Hvítadal átti vakran gæðing er bar nafnið Böllur.

Númi (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 13:30

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég læt þig fylgjast með þegar ég sný aftur frá Færeyjum.

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 17:04

16 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  þetta er skemmtilegt hestanafn.  Hehehe!

Jens Guð, 30.1.2011 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.