Sement - Hamferð

   Um helgina fóru fram í Færeyjum það sem við getum kallað færeyskar "Músíktilraunir".  Hliðstæða við íslensku "Músíktilraunir".  Þessar færeysku kallast Sement.  Þær eru arftaki Prix Föroyar.  Prix Föroyar var haldin á 2ja ára fresti.  Allar færeyskar hljómsveitir voru gjaldgengar.  Rótgrónar vinsælar færeyskar hljómsveitir höfðu þar forskot á nýliða.  Þetta fyrirkomulag olli stöðugum deilum þrátt fyrir að til að mynda - þá nýja hljómsveitin - Clickhaze hafi rúllað Prix Föroyar upp 2001. 

  Nú hefur fyrirkomulagi verið breytt.  Sement er árleg hljómsveitakeppni með sömu skilyrðum og íslensku Músíktilraunir:  Gjaldgengnar eru þær einar hljómsveitir sem ekki hafa sent frá sér plötu.  Þetta gerir dæmið að mörgu leyti sanngjarnara og meira spennandi.  Í fyrra sigraði dúm-metal sveitin Hamferð.  Frábær hljómsveit.  Hún var gestahljómsveit á Sementi núna um helgina.  Það var meiriháttar gaman að sjá og heyra þá hljómsveit á sviði.  Ég var búinn að heyra margt um Hamferð og fylgjast með henni á myspace.  Töluverð breyting hefur orðið á Hamferð frá því að hún sigraði í fyrra. Til að mynda er kominn til leiks meiriháttar góður og þróttmikill söngvari,  Jón Hansen,  og bassaleikarinn Tinna Tórudóttir.  Hún er stjúpdóttir söngvarans Kára Sverrissonar.  Margir Íslendingar muna eftir Kára á hljómleikum í Austurbæ 2002.  Hann hefur sömuleiðis skipst á sönghlutverki við Eivöru í djasshljómsveit Kristians Blaks,  Yggdrasil (sem margoft hefur spilað á Íslandi) og framsæknu tilraunahljómsveitinni Orku (hélt hljómleika með Eivöru í Norræna húsinu í fyrra). 
.
  Hamferð sendi frá sér dúndurgóða Ep-plötu (4ra laga smáskífu) í fyrra,  Vilst er síðsta fet.  Það leyndi sér ekki á Sementi um helgina að Hamferð á harðsnúinn hóp aðdáenda.  Fyrir framan sviðið veifaði hópurinn þungarokkstákni (Brúskur,  fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, átti til að veifa því áður en hann fattaði að það er líka kallað djöflatákn):  Krepptum hnefa með vísifingri og litla putta á lofti.  Jafnframt stunduðu síðhærðir aðdáendur flösuþeyting í takt við músíkana.  Meira um Hamferð síðar.  Miklu meira.  Þessi hljómsveit mun sækja Ísland heim á árinu.  Of snemmt er að skýra nánar frá því.  Eitt af mörgu flottu við Hamferð er að allir söngtextar eru á færeysku.
.
  Sigurvegarar Sements í ár var dúettinn Guðrún og Bartal.  Hann spilar á rafgítar.  Hún syngur og spilar einfalda bassalínu á pínulítið hljómborð.  Ljúft dæmi.
 .
hamferð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Jens,nú verður þú að fara að sofa snemma í kvöld,því klukkan 10:15 í fyrramálið byrjar þáttur á rás 1 um menningu Færeyinga.

Númi (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 18:01

2 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  takk fyrir að láta mig vita.  Ég næ þættinum á netinu þegar ég vakna annað kvöld.

Jens Guð, 12.2.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.