18.2.2011 | 00:56
Stórfurðulegt dómsmál
Fyrir nokkrum dögum féll dómur í afar einkennilegu máli. Þetta er vandræðamál vegna þess hvað afbrotið var framandi og án fordæma. Þannig er að í Færeyjum sinnaðist tveimur mönnum á dansleik. Til að byrja með tókust mennirnir á í orðaskaki. Það leiddi til þess að hitna tók í kolunum. Skyndilega og óvænt og upp úr þurru slæmdi annar mannanna hendi í andlit hins. Öllum til furðu. Ekki varð undrunin minni þegar árásinni var fylgt eftir með höggi á brjóstkassa.
Sá sem fyrir árásinni varð vissi eðlilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hafði aldrei kynnst annarri eins framkomu. Frekar en vitni að þessu furðulega uppátæki. Lögreglan í Færeyjum gerði sér lítið fyrir og kærði uppátækið. Í óþökk fórnarlambsins sem vildi enga eftirmála. Honum þótti þetta allt eitthvað svo kjánalegt og súrrealískt.
.
Dómaranum var vandi á höndum. Hann varð að leita ráða í dómum í útlöndum til að finna út hvort svona tilfelli hefði áður komið upp einhversstaðar í heiminum. Svo reyndist vera. Í Danmörku fannst dæmi um slíkt.
Dómarinn tók snöfurlega á þessu. Til að fyrirbyggja að þetta komi aftur upp í Færeyjum dæmdi hann árásarmanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Haldi árásarmaðurinn skilorð í 2 ár fellur dómurinn niður. Eftir stendur skömm árásarmannsins og allra hans ættingja fyrir að maðurinn hafi ekki kunnað mannasiði og sýnt af sér hegðun lægra settra dýrategunda sem beita aðra af sömu dýrategund ofbeldi. Það er skammarlegt og á ekki að þekkjast í mannlegum samskiptum. Vonandi gerist svona lagað ekki aftur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt 8.5.2012 kl. 02:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.3%
With The Beatles 4.1%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.1%
Help! 6.5%
Rubber Soul 8.9%
Revolver 14.8%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.1%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.8%
Let It Be 2.2%
Abbey Road 17.2%
Yellow Submarine 1.9%
418 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Sigurður I B, góður að vanda! jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Þetta minnir mig á vin minn sem fór til Akureyrar um Verslunarm... sigurdurig 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Ómar, takk fyrir það. Skemmtileg uppátæki Önnu mega ekki gley... jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Takk fyrir að deila þessari sögu af Önnu, einum merkasta nágran... omargeirsson 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Stefán, Anna Marta var mjög góð kona. jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Fallega hugsað hjá Önnu Mörtu, en auðvitað alveg út úr kortinu ... Stefán 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Frænkan hefði nú kannski mátt lýta á þessi viðbrögð sem UMHYGGJ... johanneliasson 12.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Stefán, það stemmir. jensgud 6.11.2024
- Erfiður starfsmaður: Þegar ég las um þennan erfiða starfsmann fannst mér ég kannast ... Stefán 5.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 43
- Sl. sólarhring: 637
- Sl. viku: 882
- Frá upphafi: 4110168
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 729
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
...stórfurðulegt dómsmál?... Ertu að meina þetta eða ertu fullur? Færeyingar eru ekki svona heimskir eins og þú lýsir þeim. Er þér illa við Færeyinga Jens Guð?
"Eftir stendur skömm árásarmannsins og allra hans ættingja fyrir að maðurinn hafi ekki kunnað mannasiði og sýnt af sér hegðun lægra settra dýrategunda sem beita aðra af sömu dýrategund ofbeldi. Það er skammarlegt og á ekki að þekkjast í mannlegum samskiptum."
Er þessi brandari í Færeysku blaði eða hvað? Að koma með kirkjulegar predikanir og bannlýsa alla ætt einhvers sem var fullur og barði einhvern, var lagt niður fyrir löngu kallinn minn.Þetta er ekkert nýtt í Danmörku og um alla Skandinavíu. Lögregla er eiginlega skyldug að kæra og það er allt í lagi.
Ættmenni fyllibyttunar sem lét hnefanna ráða verða ekki dæmdir. Og þurfa ekkert að skammast sín. Skítug orð gamalla presta og lygasögur trúarbragða er jafndauðar og þarf maður að vera verulega meðvitundalaus til að láta sér detta svona í hug. Eiginlega er hugmyndin að dæma alla ættinna mesta skömminn. Ég kalla það nú eiginlega létta truflun..
Berji ég einhvern í hausin eða keyri á fólk fullur verður börnum mínum og frændfólki ekki refsað fyrir það. Bara mér. Hitt sem þú skrifar um er siðlaus lögleysa og ég mun aldrei trúa því að þessi hugmynd komi frá Færeyjum. Til þess þekki ég Færeyjar of vel. Frekar tryði ég þessu upp á heimskustu Íslendinga....og það er nóg af þeim.
Það er til og með sannað að öll trúarbrögð eru rugl og þeir sem eru með svona á lofti eru haldnir "trúarbragðaeitrun." Einkenninn lýsa sér í að þeir eru steinhissa á allt og öllum og framúrskarandi hneykslunargjarnir. Þeir eru erfiðir í umgengi, oft leiðinlegir einmitt vegna þessa. Þeir geta ekki lifa án trúarbragða og haga sér að öllu leiti eins og hvaða vímusj´æuklingar sem er.
Í frumstæðum héruðum Kína er enn notuð fjölskyldurefsing sem hluta af fornum trúarbrögðum, t.d. líkamsáras getur leitt til að allir með sama eftirnafn missa vinnuna. Og þannig er það víða í Asíu með ættarrefsingar.
Menn sem eru að mæla svoan rugli bót árið 2011 á Íslandi eiga að hætta tafarlaust að fara í kirkju, brenna biblíunna og leita sér aðstoðar...
Óskar Arnórsson, 18.2.2011 kl. 18:59
Óskar, áttu við að menn þurfi að vera edrú til að meina það sem þeir segja?
Það þarf hvorki að fara til Færeyja eða Kína til að finna dæmi um að skammarleg framkoma einstaklings kalli skömm yfir fjölskyldu sína, þorpið sitt, landshluta sinn, þjóð sína og jafnvel heimsálfu. Þess eru mörg dæmi hérlendis að fólk hafi orðið stjórnmálaflokki sínum til skammar, stétt sinni (til að mynda stjórnamálastéttinni), trúfélagi, hljómsveit og svo framvegis. Upptalningin tekur engan enda.
Jens Guð, 18.2.2011 kl. 23:06
nei nei Jens Guð. Sumir meina bara það sem þeir segja þegar þeir eru fullir...hehe...
Ættarskömm er liðin tíð er það sem ég er að segja. Ef ég geri eitthvað af mér, dreg ég ekki lengur skömm yfir neinn annan enn mig sjálfan og ekki börn mín eða ættingja. Þessi hugsunarháttur að þykja sjálfsagt að refsa öllum ættbálknum fyrir "syndir" einhvers einstakling er hroki fornaldar. Og allir ættu að hjálpast að til að eyða.
Þessi skelfilegu hugsunarháttur kemur frá steingeldum og misskildum trúarbrögðum. Og hefur enn í dag hroðaleg áhrif um allt. Þessi hugsunarháttur er ástæðan fyrir einelti í skólum, eykur ofbeldi í samfélögum og veldur hugarangri og saklaust fólk verður fyrir barðinu á þessu.
Börnum er enn þann dag í dag kennd þessu ranghugmyndafræði og margir skilja ekki einu sinni hversu alvarlegar afleiðingar þetta hefur.
Það er sjálf hugsuninn sem gildir. Hvort sem það er einstaklingur í Sjálfstæðisflokkunum eða Talibani með hugmyndafræði í Kóran sem hann notar sem afsökun fyrir illverkum sínum, skipir engu máli.
Þessi husgun er aðaldrifkrafturinn í sk. "heiðursmannamorðum" þar sem fólk drepur börnin sín til að taka burtu "fjölskylduskömmina". Og það er svo stórt vandamál að fólk vill helst ekki tala um það. Bara stinga höfðinu í sandinn og halda áfram...
þetta er eiginlega lýsing á einum hluta mestu hugarfarseitrunar0 sem mannkynið glímir við í dag. Ég er að vinna við þetta dagsdaglega og þess vegna sló þessi pistill mig og aðra sem vinna við þetta. Það vantar að fólk hugsi meira að skynsemi um þessi mál og geri sér grein fyrir hvað það er að tala um.
Taki þátt í lausninni á þessu og séu ekki að hampa vandamálinu eins og að það væri eitthvað "normalt". Því það er það alls ekki. Það eru restar af villimanninum í mannsskeppnunni...
Óskar Arnórsson, 19.2.2011 kl. 12:37
Óskar, ég get ekki andmælt neinu í þessum málutningi þínum. Ég get þó bent á að glæpir í Færeyjum eru fátíðir og flestir léttvægir. Eitt alvarlegasta glæpamálið þar síðustu ár var þátttaka Íslendings í stórtæku smygli á eiturlyfjum - ásamt fleiri Íslendingum - til Íslands. Skútumálið svokallaða. Annar Íslendingur rændi tölvu úr bensínsjoppu. Enn annar Íslendingur setti upp útvarpsstöð í Færeyjum, hirti allar (auglýsingatekjur) og stakk af án þess að borga starfsmönnum útvarpsstöðvarinnar laun eða önnur gjöld. Þannig mætti áfram telja.
Fámennið í Færeyjum, þar sem allir þekkja alla og fjölskyldubönd eru sterk, veitir aðhald. Fleiri en einn Færeyingur hafa sagt mér eftirfarandi: Þeir hafa farið að fikta við eiturlyfjaneyslu. Þeir fluttu til útlanda til að geta haldið fiktinu áfram án þess að gera fjölskyldu sinni í Færeyjum skömm til.
Jens Guð, 20.2.2011 kl. 22:28
Ég vann í hálft ár með færeyska skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra sem áttu við vímuefnavandamál að stríða í Thorshavn á meðferðarheimili þar, og á nokkra færeyska kunningja síðan þá.
Það er engin glæpakúltúr í Færeyjum og algjörlega sammála þér í að það eru margir Íslendingar búnir að leika hráa leiki þarna. Enn það er þess meira af lifrarskemmdum og ég hef bara ekki fylgst með hvort þeir hafi "motbok" ennþá. Þessi "skömmtunarbók" var alla vega aðalástæðan fyrir lifrarskemmdum á þeim tíma. Bindindismenn segja að sjálfsögðu eitthvað allt annað....
Enn einmitt "aðhaldið" sem er oftast virkilega gott, hefur þá aukahlið að fíklarnir flýja, og koma svo stórskaddaðir heim. Það er virkilega sorglegt að þora ekki að vera heima og laga málið þar í tæka tíð.
Það er samt svo skrítið að í Færeyjum eru þeir með mikilu vitlegri úrræði fyrir fíkla enn er á Íslandi. Og það er einmitt þannig með vímuefni, ofbeldi og allt sem ekki á að vera í þjóðfélagi, að við getum ekki lagað það ef við sjáum ekki vandamálið.
Það fór einn íslendingur sem ég þekki vel, í meðferð til Minnesota í USA til að það fréttist ekki of mikið. Það spurðist samt út og faðir hans kom á Keflavíkurflugvöll til að segja honum að koma sér af landinu.
Hann hefði dregið skömm yfir alla fjölskýldunna með þessu uppátæki og það væri ekki hægt að fyrirgefa svona. Sonurinn hefur búið í Danmörku í tæp þrjátíu ár og pabbinn dauður fyrir þó nokkru. Ég er einn af mörgum vinum hans sem hef verið að segja honum að skömminn sem vitnað er í á Íslandi er fædd í illgjörnum hjörtum illgjarns fólks sem lifir í fáfræði og heimsku eins og pappi hans gerði.
Pabbi hans var háskólamenntaður í hárri stöðu í þjóðfélaginu og sem virtist ekkert gera hann gáfaðri á lífið....
Óskar Arnórsson, 21.2.2011 kl. 00:46
Óskar, ég hef ekki heyrt af meðferðarheimili í Þórshöfn í Færeyjum. Né heldur lifrarskemmdum Færeyinga. Hitt veit ég að lengi vel bjuggu Færeyingar við þannig lög að þeir máttu kaupa tiltekið magn af áfengi á mánuði svo framarlega sem þeir skulduðu engin opinber gjöld. Þetta leiddi til þess að margir keyptu sinn hámarksskammt og áttu vænan lager af áfengi ofan í kjallara. Margir innréttuðu í kjallarann hlandrennur.
Þegar gest bar að garði var honum boðið niður í vínkjallarann. Þar sátu menn að sumbli. Er þessum lögum var breytt fjaraði hratt út að menn ættu vínbirgðir í kjallaranum. Ég veit ekki hvort tölur staðfesta það en ég er nokkuð viss um að breytt lög hafi dregið úr áfengisdrykkju í Færeyjum. Núna skreppa menn í "Ríkið" án þess að byrgja sig upp með lager.
Jens Guð, 21.2.2011 kl. 01:37
Meðferðarheimilið hét Velbasta og var rekið af Inge More. Liggur aðeins utan við Torshamn reyndar....
Óskar Arnórsson, 21.2.2011 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.