Ölþyrstur þorskur

þorskur

  "Ég sá að það var eitthvað óvenjulegt í maga þorsksins.  Mér datt helst í hug að það væri krabbi,"  segir 12 ára hnátan sem var á línuveiðum ásamt afa sínum þegar þorskurinn umræddi hljóp á snærið hjá henni.  Er stelpan gerði að fiskinum var hvorki meira né minna en 330 ml Slotts Gold bjórdós í maga þorsksins.  Þorskurinn hafði rifið gat á dósina.  Til að tryggja að ekkert af 5,9% sterku ölinu færi til spillist kokgleypti hann allt heila klabbið.  Með þessum afleiðingum:  Að hann gætti ekki varúðar sem skyldi og beit á öngulinn hjá Söru Fönis Asparhaug.  Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum. 

  Af þessu má draga lærdóm.  Aðallega fyrir þorskinn sem getur látið sér þetta að kenningu verða.  Hann hefur nú verið snæddur djúpsteiktur með frönskum kartöflum.  Í tilefni dagsins skolaði afinn honum niður með Slotts Gold öli.

  Ljósmyndin er ekki af ölþyrsta þorskinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líður stundin hægt hjá þér,bullið sem þér dettur í hug að blogga um.

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Einstaklega fróðlegt og áhugavert blogg. Veistu hvað stúlkan heitir?

Sigurður I B Guðmundsson, 24.2.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  tíminn líður svo hratt hjá mér að í raun hef ég enga lausa stund undir blogg.  Hinsvegar gat ég ekki stillt mig þegar ég frétti af þessum ölþyrsta þorski.  Þetta er saga til næsta bæjar.  Það hefði verið vond framkoma af minni hálfu að liggja á fréttinni.  Ekki viljum við það.

Jens Guð, 24.2.2011 kl. 20:10

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  mig minnir að stelpan heiti Sara Asparhaugur eða eitthvað svoleiðis.

Jens Guð, 24.2.2011 kl. 20:11

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Mætti ath. að gefa þorskinum öl, áður en veiðar hefjast.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.2.2011 kl. 22:08

6 Smámynd: Jens Guð

   Aðalsteinn,  í Borgarfirði og í Japan eru nautgripir aldir á bjór.  Það gefur góða raun.  Þetta mætti taka upp varðandi þorskinn.  Góð hugmynd.

Jens Guð, 24.2.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.