7.3.2011 | 22:35
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Okkar eigin Osló
- Handritshöfundur: Þorsteinn Guðmundsson
- Leikstjóri: Reynir Lyngdal
- Leikendur: Þorsteinn Guðmundsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Laddi, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hilmar Snær Guðnason og fleiri.
.
- Tónlist: Helgi Svavar Helgason, Valdimar Guðmundsson og Memphismafían
.
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
.
Nafnið á myndinni, Okkar eigin Osló, segir fátt. Það er fráhrindandi fremur en hitt. Reyndar hefst myndin í Osló. Hugsanlega er það skýringin á nafninu. Þar hittast og kynnast íslensk bankastarfskona (Brynhildur Guðjónsdóttir) og íslenskur starfsmaður Marels (Þorsteinn Guðmundsson). Þau dvelja á sama hóteli. Að sjálfsögðu hoppa þau umsvifalaust saman upp í rúm, eins og Íslendingar gera alltaf þegar þeir hittast í útlöndum. Þau klúðra málum með því að halda áfram að hittast eftir að heim til Íslands er komið. Það eiga Íslendingar aldrei að gera í kjölfar skyndikynna í útlöndum.
.
Osló virðist vera falleg og notaleg borg með laufguðum trjám. Innisenurnar í Osló eru "kósý". Þökk sé hlýlegri lýsingu. Munurinn er sláandi - og dæmigerður fyrir söguna - þegar klippt er yfir á Reykjavík. Reykjavík er grá og guggin og kuldaleg.
.
Parið heldur í sumarbústað á Þingvöllum með barnungum syni konunnar og misþroska systir mannsins. Allur seinni hluti myndarinnar gerist í og við sumarbústaðinn. Áhorfandinn kynnist parinu hægt og bítandi á sama tíma og parið kynnist hvort öðru.
.
Söguþráðurinn skiptir litlu máli. Hann er einfaldur og fyrirsjáanlegur. Það er aðeins eitt atriði í honum sem kemur rækilega á óvart. Ekki síst fyrir mig. Það er eins og klippt út úr smásögu eftir mig. Hana birti ég hér á blogginu þegar ég var nýbyrjaður að blogga 2007. Ég mun síðar gera betri grein fyrir þessu og endurbirta söguna þegar fleiri hafa séð myndina.
.
Styrkur myndarinnar liggur í nettum lúmskum húmor. Hann er undirliggjandi allan tímann. Svo gægist hann upp á yfirborðið af og til. Ekki með látum þannig að áhorfandinn springi úr hlátri. Maður hlær meira svona innra með sér. En, jú, jú, það var líka hlegið upphátt undir fyndnustu senunum. Það er hvergi dauður punktur. Myndin heldur dampi til enda.
.
Okkar eigin Osló ber sterk höfundareinkenni Þorsteins Guðmundssonar. Hann er í kunnuglegu hlutverki hins brjóstumkennanlega; dálítið seinheppna, allt að því lúðalega örlítið sérvitra en hjálpsama góðviljaða manns.
.
Leikararnir standa sig allir með prýði. Sérstaklega má tiltaka Maríu Hebu Þorkellsdóttur í hlutverki misþroska stúlkunnar. Hún á stjörnuleik.
.
Ég mæli með Okkar eigin Osló. Þetta er ljúf - allt að því - fjölskyldumynd fyrir þá sem vilja eiga huggulega kvöldstund.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt 9.3.2011 kl. 22:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Ég læt konuna bjóða mér í bíó! Kominn tími til!
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 23:20
Björn, góða skemmtun!
Jens Guð, 7.3.2011 kl. 23:59
Takk! Þín umsögn er í húfi!
Björn Birgisson, 8.3.2011 kl. 00:03
Ég hef greinilega ekki verið á réttum hótelum í gegnum árin!!! Fer á myndina um helgina og hlakka mikið til.
Sigurður I B Guðmundsson, 8.3.2011 kl. 00:33
Björn, ég ábyrgist góða skemmtun.
Jens Guð, 8.3.2011 kl. 02:10
Sigurðpur I.B., það þarf bara að gæta þess að aðrir Íslendingar séu á sama hóteli. Það er þumalputtareglan. Góða skemmtun á myndinni.
Jens Guð, 8.3.2011 kl. 02:11
Ómar Ingi, 8.3.2011 kl. 08:00
Ekki sama hvða kyn þó... eða hvað Takk fyrir þessa umsögn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 09:57
Ómar Ingi, ertu búinn að sjá myndina?
Jens Guð, 8.3.2011 kl. 23:41
Ásthildur Cesil, það er einhver tvöfaldur mórall í gangi varðandi viðhorf til kynjanna. Ég held - eða vona - að hann sé samt á undanhaldi.
Jens Guð, 8.3.2011 kl. 23:43
Ég heyrði í dag á rás 2 mjög samhljóða dóm við minn um þessa mynd. 3 og hálf stjarna og svipaða lýsingu.
Jens Guð, 9.3.2011 kl. 02:02
Sæll
Höfundur frumsaminnar tónlistar í myndinni er Helgi Svavar Helgason. Valdimar og Memfismafían flytja hins vegar titillag hennar, sem er eftir Helga Svavar og Braga Valdimar, bagglút.
kv, Anna María Karlsdóttir.
Anna María Karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:08
Já mér leið eins og ég væri komin aftur í tímann og væri að sjá gamla islenska kvikmynd enda handritið hræðilegt , myndin byrjar þó með ágætum en leysist svo upp í hreina hörmung, illa leikin á köflum hjá annars reyndum leikurum er vitni um kæruleysislega leikstjórn Reynirs sem er mikið talent en er ekki í essinu sínu hérna, enda með MJÖG dapurt handrit. Tónlistin er reyndar eitt af því besta við myndina.
Já sem betur fer er misjafn smekkur manna, fólk hló á þessari mynd á meðan ég brosti útí annað í nokkrum atriðum , svona svipað og þegar ég sjá Jóhannes sem er einhver mesti viðbjóður og rusl sem boðið hefur verið uppá í íslenskri kvikmyndagerð , þessi kvikmynd er þó mun mikið betri en sú mynd var, en vinsæl var það ruslið þannig að þetta getur gengið í landann sem er gott fyrir aðstandendur myndarinnar.
Bara sorglegt að sjá svona hæfileikaríkt fólk eyða tíma sínum í svona kvikmyndagerð þegar við vitum að hægt er að gera svo mikið mikið betur , en það kemur vonandi bara næst
Ómar Ingi, 9.3.2011 kl. 20:02
Anna María, bestu þakkir fyrir leiðréttinguna. Ég laga þetta í hvelli í færslunni.
Jens Guð, 9.3.2011 kl. 22:00
Ómari Ingi, það er aldeilis! Ég er reyndar sammála með myndina Jóhannes. Það er að segja að þar er slöpp mynd. Og dómgreindarleysi aðstandenda þeirrar myndar að láta þessa huggulegu stelpu leika af reynslu- (og getu-) leysi á móti góðum leikurum.
Jens Guð, 9.3.2011 kl. 22:04
Þegar að Þorsteinn Guðmundsson bauð eiginkonu sinni út að borða í fyrsta skiptið, áður en þau giftust, spurði hann hana hvort hann mætti ekki taka með sér aldraða móður sína með sem væri offitusjúklingur.
Siggi Lee Lewis, 20.3.2011 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.