24.3.2011 | 03:33
Nauðsynlegt að vita um kjötfars
Ég kom við í versluninni Nóatúni í dag. Mig langaði í Malt. Í leiðinni datt mér í hug að vita hvort til væri súrsað hvalkjöt. Fyrir framan kjötborðið stóð öldruð kona. Hún virti fyrir sér tvo bakka með kjötfarsi. Annar var kyrfilega merktur "Nýtt kjötfars". Hinn var merktur "Saltað kjötfars". Þetta vakti forvitni konunnar. Hún spurði kjötafgreiðslumanninn:
- Hver er munurinn á nýju kjötfarsi og söltuðu kjötfarsi?
Afgreiðslumaðurinn útskýrði það samviskusamlega:
- Nýtt kjötfars er nýtt. Saltað kjötfars er saltað.
Sú gamla var nú mun fróðari en áður og átti auðvelt með að taka ákvörðun:
- Já, þá líst mér betur á nýja kjötfarsið. Láttu mig fá eins og 600 grömm af því.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.3%
With The Beatles 4.2%
A Hard Days Night 3.6%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.1%
Rubber Soul 9.2%
Revolver 14.3%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 13.8%
Magical Mystery Tour 2.9%
Hvíta albúmið 9.9%
Let It Be 2.3%
Abbey Road 17.2%
Yellow Submarine 2.3%
477 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Furðulegur ágreiningur
- Örstutt og snaggaralegt leikrit
- Týndi bílnum
- Herkænska
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
Nýjustu athugasemdir
- Furðulegur ágreiningur: Lika má líkja þessu við útlenda ferðamenn í Reynisfjölu. jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Rétt eins og útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta glæpsa... Stefán 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán (#13), útlenskum ferðamönnum hættir til að vanmeta hæt... jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: En hvað er að ske í Færeyjum núna Jens ? Færeyingar eru jú þekk... Stefán 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán, takk fyrir innleggið. jensgud 14.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Ég bjó alveg nógu lengi í Svíþjóð til að geta sagt að svíar eru... Stefán 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Bjarni, þetta er snúið. jensgud 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Rukka gesti fyrir kaffið! Verður varla flokkað sem gestrisni. H... Bjarni 13.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Grímur, takk fyrir fróðleiksmolana. jensgud 12.9.2025
- Furðulegur ágreiningur: Stefán (#5), ég þekki ekki til þarna hjá Play. Vonandi gengur... jensgud 12.9.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 6
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 852
- Frá upphafi: 4159714
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 685
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Nýtt hljómar betur, nýtt er betra "PR".
Hörður Halldórsson, 24.3.2011 kl. 07:25
nýtt er kjötfars sem ekki hefur verið bætt í söltuðu kjöti eins og gert er við "saltaða" kjötfarsið.. sama kjötfars í raun en fyrst er það "nýja" tekið úr hrærivélinni áður en saltkjöti er bætt í restina .. einfalt og óætt
Óskar Þorkelsson, 24.3.2011 kl. 09:06
Kjötfars er ekki gott myndefni!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 24.3.2011 kl. 09:48
Hahahahaha
Ég held að þið strákarnir hafi bjargað fyrir mér deginum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 09:56
Hörður, ég er sammála því. Nema fyrir þá sem eru sólgnir í saltið.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 11:51
Óskar, takk fyrir þessar upplýsingar. Ætli það sé rétt að kjötfars sé séríslenskt fyrirbæri?
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 11:53
Sigurður I.B., svo sannarlega rétt hjá þér!
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 12:01
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 12:02
Kjötfars er nú eiginlega ekki matur :)
Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2011 kl. 12:26
kjötfars eins og við íslendingar erum vanir er líklega einsdæmi í heiminum (rollukjöt).. en svipað stuff (úr svínakjöti)er framleitt út um allan heim í öllum menningarkimum.
Óskar Þorkelsson, 24.3.2011 kl. 16:55
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.3.2011 kl. 17:06
Mér finnst kjötfars úr saltkjöti til muna betra en "nýtt".
En það fer enn hrollur um mig þegar ég hugsa til kjötfarsins sem ég keypti eitt sinn í verslun KH á Skagaströnd. Það leit ansi vel út í kjötborðinu "nýtt" og ferskt og ekki bar á neinu fyrr en það var soðið. Þegar suðan kom upp gaus upp þvílík fýla að það hálfa hefði verið nóg. Potturinn var rifinn af hellunni og hlaupið með hann út og hann losaður þar. Við nánari athugun og við skil á kvöldmatnum daginn eftir kom í ljós að kjötfarsið hafði í búðinni verið sett í bakka sem í hafði verið geymdur hákarl.
Lykt af kæstri skötu við suðu, er hreinasta blómaangan miðað við þessi ósköp. Ég hef oft hugsað að gaman væri að prufa hverskonar pest væri hægt að framkalla með því að sjóða Hákarl, en ekki tímt að sóa í slíka tilraun þessum líka dýrindis mat.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 19:42
Ásdís, það er magafylli í harðindum. Held ég. Annars hef ég ekki borðað kjötfars í áraraðir. Er meira fyrir rauðsprettuna.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 23:53
Óskar, takk enn og aftur fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 23:54
Sigurbjörg, ég tek undir það. Kjötfars er ólystugt myndefni.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 23:55
Axel, mér varð á að skella upp úr. Sá fyrir mér Hallbjörn Hjartar við kjötborðið.
Jens Guð, 24.3.2011 kl. 23:57
Hallbjörn er alsaklaus af þessu Jens, hann var löngu hættur hjá KH þegar þetta var.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 00:41
Axel, ég kom einu sinni við í KH fyrir margt löngu og sá þá Hallbjörn vera að fylla á hillur. Mörgum árum síðar keypti ég mér hamborgara hjá honum. Það var ekkert kjötfars í því dæmi.
Jens Guð, 25.3.2011 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.