Nauðsynlegt að vita um Happaþrennur

  Ég rölti framhjá sjálfsala sem glennti framan í mig Happaþrennur.  Á einni þeirra stóð eitthvað er mátti skiljast sem hægt væri að fá 13 milljónir króna út á hana.  Mig langaði í þessar 13 millur.  Ég þarf nefnilega að kaupa mér nýjan bíl eftir að sá gamli var klessukeyrður af ókunnugum manni að flýta sér.  Kennara sem var orðinn aðeins of seinn í kennslustundina.

  Happaþrennan kostaði 200 kall.  Ég hugsaði með mér:  "Það er góð fjárfesting að fá 13 milljón krónur fyrir 200 kall.  Það er óábyrg meðferð á 200 krónum að sleppa þessu tækifæri."

  Eitthvað fór úrskeiðis.  Er ég hafði skafið af Happaþrennunni kom í ljós að það vantaði eina tölu sem á stóð "13".  Á miðanum stendur:  "Ef talan 13 kemur þrisvar sinnum upp fást 13.000.000 í vinning."  Hvernig sem ég leitaði fann ég töluna 13 aðeins á tveimur stöðum á skaffleti miðans.  

  Ég sá í hendi mér að ég þyrfti að breyta miðanum.  Koma þessu eintaki af "13" sem vantaði inn á skafflötinn svo þar væri tríó af henni.  Á meðan ég velti því fyrir mér hvernig best væri að breyta miðanum varð mér litið á bakhlið hans.  Þar segir svo um leikreglur:

  "Miði er ógildur ef honum hefur verið breytt."

  Mér er ljúft og skylt að koma þessu á framfæri.  Ég er ekki viss um að fólk viti þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha  Háðfuglinn þinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2011 kl. 09:24

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Keppni í heppni. Þú þarft að æfa þig betur!

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góður.

Þráinn Jökull Elísson, 31.3.2011 kl. 17:43

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jens, þó að þú myndir eyða 13 milljónum í að kaupa skafmiða, þá er ólíklegt að þú vinnir nokkurn skapaðan hlut.  Þú ert að greiða 200 krónur fyrir að fá örlítið adrenalin inn í kerfið.  Njóttu.  Skafðu hægt.

Hjóla-Hrönn, 1.4.2011 kl. 11:38

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Jahjerna ertu dottin í að spila sammála henni Hjólu-Hrönn. keyptu þér brjósikur fyrir 200 kallin er sætara.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 1.4.2011 kl. 16:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  mér sárnaði þessar ströngu leikreglur.

Jens Guð, 2.4.2011 kl. 02:55

7 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þú meinar að hægt sé að æfa sig í heppni með Happaþrennur?

Jens Guð, 2.4.2011 kl. 02:56

8 Smámynd: Jens Guð

  Þráinn Jökull, takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 2.4.2011 kl. 02:57

9 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  þetta er stuðningur við Háskólann.  En það er margt til í þessu hjá þér.  Fyrir aldarfjórðungi tóku fullorðin hjón upp á því að halda bókhald yfir alla happdrættismiða sem þau keyptu og upphæðir sem þau settu í þá vinsæla tíkallakassa.  Þetta var fyrir daga skafmiða.  En það var mikið framboð á happdrættismiðum.  Allskonar lið bankandi upp á hjá fólki seljandi happdrættismiða fyrir blinda,  heyrnarlausa,  Hjartavernd,  Krabbameinsfélagið,  Félag einstæðra mæðra,  Vinafélag aldraðra og ég veit ekki hvað og hvað.  Á örfáum árum voru hjónin búin að eyða sem svarar í dag um 600 þúsund kalli í happdrættismiða og tíkallakassa.

Jens Guð, 2.4.2011 kl. 03:08

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  ekki veit ég hvað ég get gert við brjóstsykur.  Mér þykir hann ekki bragðgóður.

Jens Guð, 2.4.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.