1.4.2011 | 14:29
Kvikmyndarumsögn
Titill: Kurteist fólk
.
Leikarar: Stefán Karl Stefánsson, Eggert Þorleifsson, Hilmar Snær Guðnason, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Benedikt Erlingsson...
.
Handrit: Ólafur Jóhannesson og Hrafnkell Stefánsson
.
Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson
Einkunn: **1/2 (af 5)
Verkfræðingur (Stefán Karl) í Reykjavík gengur í gegnum skilnað og flytur vestur í Búðardal. Að ósk föður síns á dánarbeði vindur hann sér í að hjálpa sveitastjóranum (Eggert Þorleifsson) að endurreisa sláturhúsið á staðnum.
Myndin kemur ágætlega til skila sérkennum fámenns íslensks þorps. Íbúarnir tengjast meira og minna í gegnum framhjáhald, baktjaldamakk og hnífstungur í bakið. Nýja kjötinu í bænum (verkfræðingurinn) er kippt upp í rúm með það sama.
Fram kemur að hliðstæður mórall viðgangist líka í höfuðborginni. Ástæða skilnaðar verkfræðingsins er sú að kona hans heldur við yfirmann hans.
Gallinn við myndina er að frekar fátt mikilsvert ber til tíðinda. Og það litla sem ber til tíðinda er fyrirsjáanlegt.
Myndin er ekki leiðinleg. Alls ekki. En það vantar margt í hana. Þar á meðal fleiri brandara, meiri spennu, þéttari klippingar og tilþrifameiri sögu. Flestar persónurnar koma kunnuglega fyrir sjónir en ná ekki almennilega til áhorfandans. Manni er nokkuð sama um örlög þeirra, hver svindlar á hverjum, hver nær árangri og hverjum mistekst.
Það er ekki við leikarana að sakast. Þeir standa sig hver öðrum betur. Eggert Þorleifsson á stjörnuleik. Hann er skemmtilega sannfærandi í hlutverki slóttuga stjórnmálamannsins, spillta embættismannsins, bisnessmannsins sem stýrir framkvæmdum í sveitarfélaginu út frá hagsmunum síns fyrirtækis.
Myndin skilur eftir marga lausa enda. Dæmi: Verkfræðingurinn brýst í tvígang inn í einu matvörubúðina í Búðardal. Þar rænir hann mat og drykk. Í seinna skiptið í félagi við sveitastjórann. Það kemur ekkert fram um að þessi innbrot hafi eftirmála. Fyrir bragðið virðist sem það sé ofur eðlilegt að miðaldra menn brjótist inn í matvöruverslanir úti á landi utan opnunartíma til að ræna samlokum, drykkjum og þess háttar.
Einhverra hluta vegna eru bakdyrnar í matvörubúðinni ólæstar þegar sveitastjórinn tekur þátt í innbrotinu. Engin skýring kemur á því. En atriðið er broslegt í kjölfar þess að verkfræðingurinn klöngrast upp eftir uppreistri pallettu og skríður inn um glugga.
Það er allt í lagi að kíkja á þessa mynd. Bara ekki gera sér of miklar væntingar. Hinsvegar nær myndin að skilja eftir sig vangaveltur um spillingu, smákónga og siðferði, sem og hroka borgarbúans í garð dreifbýlisfólks og ofurtrú dreifbýlisfólks á nýja spámanninn að sunnan. Úr raunveruleikanum höfum við fjölda dæma um aula með allt niðrum sig úr höfuðborginni sem hafa flutt í sveitina. Þar gefa þeir sig út fyrir að vera sá sem allt viti og kunni og muni rífa sveitarfélagið upp úr öldudal og breyta í sæluríki. Niðurstaðan hefur jafnan orðið sú að sveitarfélagið stendur eftir sem rjúkandi rúst. Og "reddarinn" að sunnan jafnvel fluttur í járnum inn á Litla-Hraun.
.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 2.4.2011 kl. 02:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 1054
- Frá upphafi: 4111579
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 883
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Var einmitt að lesa gagnrýni á þessa kvikmynd sem birtist á netmiðli á morgun og þar segir versta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið.
Ég þarf nú að sjá þessa kvikmynd hjá Óla og öskra á hann duglega ef hann er að gera eitthvað skrímsli.
Ómar Ingi, 1.4.2011 kl. 16:33
Takk fyrir þetta Jens.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 17:28
Miðað við það sem ég hafði séð úr myndinni, þá lofaði hún góðu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 23:27
Ómar Ingi, þetta er fjarri því versta íslenska kvikmyndin. Það er Blossi.
Jens Guð, 2.4.2011 kl. 03:12
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 2.4.2011 kl. 03:12
Gunnar Th., það er áreiðanlega til hellingur af fólki sem er ánægðari með myndina en ég. Hún fær 3 stjörnur bæði í Fréttatímanum og Fréttablaðinu í dag, sem er hálfri stjörnu umfram mína einkunn.
Jens Guð, 2.4.2011 kl. 03:17
Ég hef ekki séð myndina. Langar ekki að sjá hana. Hins vegar get ég fullyrt að Stefán Karl Stefánsson sé með okkar allra bestu leikurum! Ég þekki pabba hans, Stefán Karlsson, frábær náungi. Ég vann með honum í nokkurn tíma. Ég skálaði Guinnes bjór við hann og móðir hans út í Dublin eitt sinn.
Það var mjög gaman. Foreldrar hans töluðu mikið um Regnbogabörn, samtök sem Stefán Karl var þá að stofna, frábær samtök sem hafa alltaf átt upp á pallborðið. Foreldrar Stefáns töluðu mikið um hann sem frábæran ungan náunga og að Regnbogabörn væru honum allt.
Ég þekki Stefán Karl ekki neitt en mér heyrist hann af afspurn vera frábær náungi. Hann er yndislegur leikari og eigum við honum þakkir skilið fyrir að hafa fæðst!
(Oft er talað um að Stefán Karl sé Jim Carrey Íslands) No comment.
Siggi Lee Lewis, 2.4.2011 kl. 04:23
Ziggy Lee, ég kvitta undir að Stefán Karl sé í hópi okkar allra bestu leikara.
Jens Guð, 2.4.2011 kl. 05:18
Blossi er CULT classic drengur
Ómar Ingi, 2.4.2011 kl. 15:13
Blossi/810551 er eina myndin sem ég hef séð eftir að hafa borgað mig inn á í kvikmyndahúsi.
Karl (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 23:37
Ómar Ingi, ég kannast við hóp ungra kvikmyndaáhugamanna sem hittast árlega til að horfa á Blossa og útlendar myndir af sama tagi: Sem, eru svo hallærislegar að þær fara hringinn: Eru bráðskemmtilegar vegna þess hvað þær eru aulalegar. Það er költ út af fyrir sig.
Jens Guð, 3.4.2011 kl. 00:00
Karl, það má hafa húmor fyrir myndum eins og Blossa. Á sömu forsendum og það má hafa gaman að hamfarapoppi.
Jens Guð, 3.4.2011 kl. 00:01
Ég þarf að öskra á Óla það er alls engin kurteisi að bjóða manni uppá svona lagað
Ómar Ingi, 5.4.2011 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.