Eldri borgari bregður á leik og reddar málunum

  Þessa sögu fékk ég senda.  Ég hef að vísu lesið hana einhversstaðar áður.  En það skiptir ekki máli.  Sagan er jafn góð fyrir því.  Hinsvegar veit ég ekki um sannleiksgildi sögunnar.  Og það er kannski aukaatriði.  Svona staða gæti alveg komið upp hérlendis.  Svona miðað við ástandið.

  Phillip Hewitson, eldri maður frá Norwich í Englandi, var á leið í rúmið eitt kvöldið þegar konan hans sagði honum að hann hefði skilið ljósið í garðinum eftir logandi.  Hún gat séð það út um svefnherbergisgluggann.  Hann opnaði bakdyrnar og ætlaði að slökkva ljósið en sá þá að það var þjófagengi úti að stela úr garðinum hans. 
 
Hann hringdi í lögregluna sem spurði hvort það væri einhver óboðinn inni í húsinu.
“Nei,” sagði sá gamli,  "en  það er þjófagengi í garðinum mínum, að stela frá mér. 
    Þá fékk hann það svar að allir lögreglubílar væri uppteknir, hann skildi læsa öllum hurðum og lögreglan kæmi þegar hún væri búin í þeim verkefnum sem hún væri að sinna.
“Okay,” sagði sá gamli.
Hann lagði tólið á og taldi upp að 30 og hringdi þá aftur í löggustöðina.
“Halló. Ég hringdi í ykkur fyrir smá stund því það var fólk að stela hlutum úr garðinum mínum. En þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því máli meir því ég skaut fólkið.”  Svo lagði hann tólið á.  Innan 5 mínútna komu 6 löggubílar, sérsveitin, þyrla, tveir slökkviliðsbílar, læknir og sjúkrabíll. Þetta lið handtók þjófana á staðnum og setti þá í handjárn.
Einn lögregluþjónanna sagði við þann gamla:  "Ég hélt að þú hefðir sagst hafa myrt þjófana"

Gamli svaraði:  "Ég hélt að mér hafi verið sagt að það væri ekkert lögreglulið á lausu."
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður gamli!!!

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2011 kl. 04:07

2 Smámynd: Jens Guð

 Helga,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 3.4.2011 kl. 04:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2011 kl. 09:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha þessi er með þeim betri sem ég hef heyrt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2011 kl. 10:13

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað átti karlinn sem var svona verðmætt í garðinum og af hverju kom slökkviliðið og af hverju er himinn blár?

Sigurður I B Guðmundsson, 3.4.2011 kl. 10:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:)

Óskar Þorkelsson, 3.4.2011 kl. 20:58

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2011 kl. 23:26

8 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 4.4.2011 kl. 03:30

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  mér fannst þetta nokkuð góð saga.

Jens Guð, 4.4.2011 kl. 03:30

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þegar stórt er spurt...

Jens Guð, 4.4.2011 kl. 03:31

11 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 4.4.2011 kl. 03:31

12 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég hló líka þegar ég las þetta.

Jens Guð, 4.4.2011 kl. 04:00

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.4.2011 kl. 14:31

14 identicon

Góð saga -og frábært "húsráð"

Hildur Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband