Gott ráð fyrir fólk í dreifbýlinu

  Undanfarna áratugi hef ég ferðast eins og jó-jó (nei, ekki söngvarinn sem spilar á gítar í Kolaportinu) þvers og kruss um landið.  Það er gaman.  En það er ekki eins gaman að fylgjast með íbúafækkun í hinum ýmsu þorpum og sveitum.  Einkum er dapurlegt þegar brottfluttir þurfa að yfirgefa verðlaus hús sín sem standa síðan auð.  Að vísu eru þessi hús börnum til skemmtunar.  Þau grýta steinum í rúðurnar og skríða síðar inn í húsið til að reykja marijúana.
 
  Það kostar marga peninga,  svita og tár að byggja hús.  Það er gríðarmikið fjárhagslegt tjón fyrir húseiganda að yfirgefa óselt hús.  Auð hús setja ljótan blett á litlu þorpin. 
  Við þessu er til ráð.  Ráðið felst í því að fólk úti á landi hætti að byggja jarðföst hús. Þess í stað fái það sér hjólhýsi eða annarskonar færanlegt hús.  Þegar kvótinn er seldur úr þorpinu þá er minnsta mál í heimi að grípa húsið með sér þangað sem atvinnu er að fá.  Fjármögnun á nýju húsi á nýjum stað er úr sögunni.  Líka að pakka niður búslóðinni.  Hún er á sínum stað inni í húsinu.  Meira að segja mjólkurfernan í ísskápnum.  
  Annar kostur við færanleg hús er þegar hætta er á snjóflóði,  grjótskriðu eða öðrum náttúruhamförum:  Þá er bara að hóa krökkunum í götunni saman til að halda á húsinu í öruggt skjól.  Þeir hafa gaman að því.  Það þarf einungis að gefa þeim brjóstsykur eða kandísmola fyrir.
húsflutningar 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha ekki svo vitlaus hugmynd.  Væri samt ekki betra að setja handföng á húið svo það sé auðveldara að færa það til?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 09:40

2 identicon

Sæll Jens Guð. Ég reikna með þetta eigi að vera skemmtileg hugmynd og ekki meint öðruvísi. Ég er bara dálítið viðkvæm fyrir "fólki úti á landi" Erum við ekki öll fólkið í landinu og væri ekki bara gott að við ættum ÖLL svona hús og gætum farið með norrænu til Noregs?? kveðja

Ásdís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 13:28

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ha, hvar fannst þú dúfnakofann minn?

Sigurður I B Guðmundsson, 6.4.2011 kl. 16:04

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  frábær hugmynd þetta með handföngin!

Jens Guð, 6.4.2011 kl. 20:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég er utan af landi.  Nánar tiltekið úr Skagafirðinum.  Ég á ekkert erindi til Noregs.

Jens Guð, 6.4.2011 kl. 20:15

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég fann hann úti á túni.

Jens Guð, 6.4.2011 kl. 20:16

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta hef ég bent mönnum á í minni sveit að fá timburhús á grunn sem hægt verði að færa nánast hvert á land sem er.

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 20:32

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  það er praktískt þegar upp er staðið.

Jens Guð, 6.4.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband