Ótrúlega kurteisir og þolinmóðir Svíar

  Þegar komið er til Svíþjóðar vekur strax athygli hvað allir eru kurteisir og tillitssamir.  Hvergi sést troðningur eða annarskonar frekjuleg framkoma.  Þess í stað mega engir tveir koma á sama stað í sömu erindagjörðum á sama tíma án þess að mynda röð.  Báðir aðilar leggja sig þá fram um að bjóða hinum að vera á undan sér í röðinni.  Það hefur stundum leitt til stimpinga og jafnvel slagsmála.

  Sá sem endar aftar í röðinni gætir þess síðan vandlega að sýna engin merki um óþolinmæði og haggast hvergi fyrr en sá framar í röðinni hefur örugglega lokið sínu erindi og horfið á braut.  Þetta er ekki síst áberandi meðal hunda í Svíþjóð.

sænskir hundar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha! Góður!

Jakob Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 06:30

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki nema von að tréð stækki og dafni en var einhver hunda bjórhátið þarna?

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 09:43

3 identicon

Þegar ég las fyrirsögnin, langaði mig að segja "djöf.. kjaft... ", en þegar ég hafði lesið alla greinina, stakk mér bros á vör.

Góður.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 10:30

4 Smámynd: Jens Guð

  Jakob,  takk fyrir það.

Jens Guð, 16.4.2011 kl. 14:02

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  hundanna vegna vona ég að þeir hafi verið á bjórhátíð.

Jens Guð, 16.4.2011 kl. 14:11

6 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni Örn,  þannig átti þessi hrekkur minni að virka.  Hehehe!

Jens Guð, 16.4.2011 kl. 14:12

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2011 kl. 18:06

8 Smámynd: Jens Guð

  Ásgeir,  ég tek heilshugar undir það.

Jens Guð, 17.4.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband