Gott og einfalt ráð til að kýla niður rafmagnsreikninginn

kartöflur

  Á flestum íslenskum bæjum fer drjúgur hluti orkunotkunar heimilisins í að sjóða kartöflur.  Kartöflur eru soðnar fyrir hádegisverð og annar skammtur fyrir kvöldmat flesta daga.  Á sumum bæjum eru kartöflur reyndar aðeins soðnar einu sinni á dag.  Þessi stöðuga suða á kartöflum telur sig saman í háa upphæð fyrir rafmagn á ársgrundvelli.  Hefðin er sú að sjóða kartöflurnar í 43 mínútur.

  Þessum kostnaði má auðveldlega ná verulega niður á eftirfarandi hátt:  Helltu fyrst sjóðandi heitu vatni úr rafmagnskatlinum yfir kartöflurnar í pottinum.  Kveiktu síðan á hellunni undir pottinum.  Suðan kemur fljótlega upp.  Leyfðu henni að halda sér í 16 mínútur.  Þá slekkur þú á hellunni en lætur pottinn standa þar óhreyfðan með loki á í 32 mínútur.  Þá eru kartöflurnar snyrtilega soðnar,  ferskar og góðar.  Það sem mestu máli skiptir er að hýðið er ósprungið.

  Eitt það vitlausasta sem nokkur manneskja gerir er að salta kartöflur fyrir suðu.  Saltið nær ekkert að smjúga inn í kartöflurnar nema saltmagnið sé nánast til jafns við kartöflurnar og hýðið springi.

  Til gamans má geta að á færeysku heita kartöflur epli.  Það sem Íslendingar kalla epli heitir á færeysku súr epli.  Fólk reynir að ruglast ekki á þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er hægt að nota moðsuðu,láta suðu koma upp,setja þá pott með öllu í kassa þéttan með dagblöðum og þá fötum(auðvitað gömlum sem fólki er sama um).Þannig soðnar þetta.  Gott að nota þegar þarf að bregða sér af bæ,því ekki er þorandi að fara frá rafmagnshellu á. Hrísgrjón er gott að sjóða svona.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2011 kl. 11:33

2 identicon

Uss ekki segja frá, þú veist að orkuveitan hækkar verð ef það er ekki keypt nægilega mikið af orku frá þeim... helvískir aular sem þeir eru, fávitar eiginlega

doctore (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Því ekki að setja 80 gráðu hitaveitu vatn í pottinn en það sparar mikið. Ég hef ekki orðið var við óbragð en þar sparast örugglega 50% af rafmagns kostnaði miðað við hefðbundna aðferð og svo ef þessar sparnaðaraðferðir sem hér koma þá spörum við 75% eða meir.

Valdimar Samúelsson, 26.4.2011 kl. 13:29

4 identicon

Sæll Jens, Þjóðverjar nota líka mikið orðið Erdapfel fyrir kartöflu.

Valgeir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 13:59

5 identicon

Ég gleymi því ekki hvað ég varð hissa fyrst þegar mínir góðu vinir í Færeyjum buðu mér epli en komu með kartöflur Þetta var fyrir nokkuð mörgum árum síðan og þá kunni ég ekkert í málinu en það hefur sem betur fer breyst.

Þetta var reyndar svo augljóst þegar mér var hugsað til jarðeplana sem borðum næstum daglega.

Jón Eiríksson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 14:18

6 identicon

Hey... Mér dettur ráð í hug; Segjum Gudda að Adam & Eva hafi raunverulega borðað kartöflu en ekki epli

doctore (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:16

7 identicon

Það dugar nú oftast að sjóða kartöflur í 20 mín.

Röggi (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 16:33

8 Smámynd: Jens Guð

  Helga, ég hef heyrt um fólk í útlöndum sem gerir þetta:  Lætur kartöflurnar sjóða í 4 mínútur og dúðar síðan pottinn inn í sæng og treður öllu ofan í þröngan kassa.  Þar er það skilið eftir í 2 - 3 klukkutíma,  sem nægir til að kartöflurnar soðni.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:10

9 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  þeir hækka raforkuverðið hvort sem er.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:10

10 Smámynd: Jens Guð

  Valdimar,  ég er svo fáfróður að ég veit ekki hvort hitaveituvatn sé ódýrara en vatn hitað í katli.  Ef hitaveituvatnið er ódýrara þá er þetta áreiðanlega gott ráð.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:12

11 Smámynd: Jens Guð

  Valgeir,  takk fyrir þennan fróðleiksmola.  Þaðan er líklega íslenska orðið jarðepli komið.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:14

12 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  fyrir 15 árum eða svo var á matseðlinum í Café Nature í Þórshöfn réttur sem hét "Epli i túni".  Þar var um að ræða túnfisksrétt með bakaðri kartöflu.  Ég sagði starfsfólkinu frá því hvernig nafnið hljómaði í íslensk eyru.  Því varð svo um að það tók réttinn af matseðlinum (eða hvort þau breyttu bara nafninu á honum).

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:18

13 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#6),  ég þarf að tékka á því næst þegar ég kemst í færeyska Biblíu hvort þar jórtri Adam á kartöflu.  Fyrir nokkrum vikum kom út ný og endurbætt þýðing á Biblíunni í Færeyjum.  Nútímalegra orðalag og eitthvað fleira nútímalegra í nýju þýðingunni hefur farið fyrir brjóstið á mörgum góðum "klapparanum" (klappari = sértrúarmaður.  Það má nefnilega ekki klappa í ríkiskirkjunni en menn klappa þeim mun meira og ákafar í sértrúarsöfnuðunum).  Ég hef ekki sett mig inn í deilurnar sem fara m.a. fram í lesendabréfum í dagblöðunum.  Kannski er rifist um það hvort Adam beit í kartöflu eða epli?

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:27

14 Smámynd: Jens Guð

  Röggi,  með nýjar kartöflur dugir það.  En þessar gömlu stóru með þykka hýðinu þurfa lengri tíma.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 17:29

15 Smámynd: Óli minn

Félagi minn afhýðir kartöfurnar áður en hann sýður þær. Svo setur hann salt í vatnið og sýður í 20 mínútur. Svo stappar hann kartöflurnar saman við súrkál. Þetta sparar kannski ekki mikð rafmagn en er mjög gott með kjötbollum.

Óli minn, 26.4.2011 kl. 17:51

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hýði er tekið af kartöflum fyrir suðu, missa þær næringarefnin út í vatnið.  Best er að borða þær með hýðinu og öllu saman.  Annars er afar gott að nota soðið af kartöflum til að vökva blómin með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 18:15

17 Smámynd: Jens Guð

  Óli,  kartöflurnar tapa bragði þegar þær eru soðnar afhýddar.  Saltið bætir það hinsvegar upp að einhverju leyti.  Það hljómar spennandi að stappa þær saman við súrkál.  Ég er viss um að Þjóðverjar kynnu vel að meta það.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 18:15

18 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þetta er rétt hjá þér.  Áreiðanlega fer smávegis af steinefnum úr kartöflunum þó þær séu með hýði og þau eru fín fyrir blómin.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 18:18

19 Smámynd: Ómar Ingi

Hætta að borða kartöflur er líka hollt og gott og jú ódýrt

Ómar Ingi, 26.4.2011 kl. 19:56

20 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  kartöflur getur fólkt ræktað sjálft.  Ódýrari gerist heilsumaturinn ekki.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 20:03

21 identicon

Reyndar stendur ekkert um það hvað Adam og Eva voru að snæða.  Í Biblíunni er einungis talað um "ávöxt".  Epli kemur þar hvergi við sögu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 20:36

22 Smámynd: Óli minn

Ég held einmitt að félagi minn hafi verið að herma eftir Þjóðverjum þegar hann byrjaði að afhýða kartöflurnar, sjóða þær í saltvatni og stappa þær síðan saman við súrkál. Ég nefndi að þannig væru þær mjög góðar með kjötbollum, en svona kartöflustappa er líka mjög góð ein og sér, en þá kryddar félaginn stöppuna eitthvað meira þannig að útkoman er eins og maður sé að borða fínan austurlenskan grænmetisrétt.

Óli minn, 26.4.2011 kl. 21:19

23 Smámynd: Óli minn

Svo bauð hann mér reyndar líka í svínaskanka með þessari súrkáls-kartöflumús og það var líka svakagott - og í fyrsta skipti sem ég hef borðað svínaskanka.

Óli minn, 26.4.2011 kl. 21:21

24 Smámynd: Jens Guð

  H.T.,  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 22:50

25 Smámynd: Jens Guð

  Óli,  ég verð að prófa þetta.  Hljómar vel.

Jens Guð, 26.4.2011 kl. 22:51

26 Smámynd: Dexter Morgan

Þú gleymir nú alveg einu, Jens minn. Það kostar rafmagn og tölvuerða orku til að sjóða einn, segjum 1,5 ltr. ketil af vatni. Svo sparnaðurinn er nú ekki alveg svona mikill. En ég ætla að reyna að muna þetta næst, sjóða í 16 mín og láta standa í 32 mín. ekki rétt hjá mér :)

Dexter Morgan, 27.4.2011 kl. 00:12

27 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hrísgrjón er auðveldast að sjóða með því að láta suðuna rétt koma upp, taka þá pottinn af hellunni og láta hann standa í 20 mínútur. Þá eru grjónin soðin. Ég gerði þetta síðast í gærkvöldi.

Beikon er svo langsniðugast að elda í örbylgjuofni.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.4.2011 kl. 07:19

28 identicon

Hér á bæ afhýðum við kartöflurnar fyrir suðu. Notumst við við hraðsuðupott, þar sem kartöflurnar liggja ekki í vatninu heldur í grind rétt fyrir ofan. Gufan sér um að gera þær alveg einstaklega bragðgóðar.

Heimatilbúið súrkál er stundum boðið með, mmmm...  Ef ég vil svínaskank fer ég frekar á veitingahús. 

Valgeir (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 08:31

29 identicon

Ekki tel ég það heimskulegt að salta í pottinn örlítið sem ég geri alltaf, ekki til að salta kartöflurnar sjálfar heldur er það til að auðveldara sé að afhýða þær á eftir, það er ekkert leiðinlegra en að flysja kartöflur þar sem ekki hefur verið sett teskeið af satli út í. Afhýddar kartöflur salta ég aldrei, ekki heldur stöppu enda ekki nokkur þörf á því.

(IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 13:12

30 Smámynd: Jens Guð

  Dexter,  þetta er allt rétt hjá þér.  Hafa má í huga að rafmagnsketill hitar vatn miklu hraðar en kartöflupottur á hellu.  Þess vegna er hann stundum kallaður hraðsuðuketill.

Jens Guð, 27.4.2011 kl. 23:27

31 Smámynd: Jens Guð

  Tinna, bestu þakkir fyrir þessa fróðlegsmola.  Það getur verið að mig misminni en mig rámar í að hafa lesið um rannsókn í útlöndum um bestu matreiðslu á beikoni.  Gott ef örbylgjuofninn skilaði ekki vinningsaðferðinni.  Ég man þó ekki hvernig hún var.  Það getur líka verið að mig hafi dreymt þetta.

Jens Guð, 27.4.2011 kl. 23:31

32 Smámynd: Jens Guð

  Valgeir,  þetta með grindina hljómar vel.  Með þeirri aðfærð eiga næringarefnin að halda sér í kartöflunum.

Jens Guð, 27.4.2011 kl. 23:32

33 Smámynd: Jens Guð

  Sigurlaug,  þetta vissi ég ekki:  Með að auðveldara sé að skræla kartöflurnar vegna saltsins.  Takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 27.4.2011 kl. 23:34

34 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Beikoninu raðarðu bara á eldhúsbréf, skellir í örbylgjuna í... tja, 30-60 sekúndur eða svo, eftir því hversu stökkt þú vilt hafa það. Komið! Engin panna til að vaska upp, ekkert mis-stökkt beikon, engin fita útum allt. Namm.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.4.2011 kl. 01:26

35 Smámynd: Jens Guð

  Tinna,  frábært.  Takk fyrir þetta.

Jens Guð, 28.4.2011 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband